Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.05.2011, Blaðsíða 54

Fréttatíminn - 13.05.2011, Blaðsíða 54
 MatartíMinn Stefnur og StrauMar í eldhúSinu e f 1944-réttunum væri mögulegt að fanga það besta úr matargerðarlist jafn rækilega og CD-diskurinn fangar tónlist, hefði matarmenning ekki orðið sú vagga ný-húmanisma sem hún hefur orðið á síðustu áratugum. Það er einmitt þessi sér- staða matarins, að vera búinn til úr lífrænu efni sem ekki er hægt að ljósrita eða marg- falda með tæknitrixum, sem hefur varið mat- armenninguna fyrir sambærilegum örlögum og tónlist, frásagnarlist og leiklist hefur sætt. Það er ekki langt síðan fólk naut aðeins þeirrar tónlistar sem það sjálft og þess nánustu gátu spilað eða sungið. Tónlist var því ekki aðeins tengd eyranu og upplifuninni heldur fingrunum og leikninni. Og þótt tón- listarheimurinn hafi haft sínar aðferðir til að safna því besta inn í stærstu húsin í fjöl- mennustu borgunum var megnið af tónlist- inni dreift um allar koppagrundir; ótamin, óflokkuð, ókunn og óendurtakanleg – villtur óskapnaður eins og náttúran sjálf. Þegar mönnum tókst að fanga tónlist- ina á upptöku og endurflytja gerðist margt á skömmum tíma. Þar sem samkeppni flytjenda varð hæf til samanburðar út yfir öll efnisleg landamæri urðu gríðarlegar tækni- legar framfarir meðal bestu flytjenda. Þar sem túlkun er síður hæf til samanburðar látum við liggja á milli hluta hvort framfarir hafi orðið á því sviði – og einmitt af þeim sökum var athyglin ef til vill síður á túlkun en tækni. En við fengum stærri hóp frá- bærra flytjenda, frambærilegra einleikara og sinfóníusveitir skipaðar framúrskarandi fag- mönnum. Öllum var gert kleift að njóta listar þeirra fjögurra til fimm sinfóníusveita sem báru höfuð og herðar yfir aðrar sveitir, og hæfileika allra bestu einleikara og söngvara veraldar. Við þetta skapaðist markaður og þar með tækifæri fyrir fleiri að reyna fyrir sér og fáa til að hefja sig hátt upp í launum, virðingu og frægð. Og þessi heimsmarkaður varð fljótt viðmiðun alls tónlistarlífs. Fólk lærði á hljóð- færi til að reyna fyrir sér á þessum markaði fremur en að spila kammerverk inni í stofu með afa og frænku. Og eins og hæfileikarnir leituðu upp markaðinn, þannig flóðu afurð- irnar niður. Á skömmum tíma varð svo til öll tónlistarnotkun rafræn og fjöldaframleidd. Ef ekki, þá alla vega búin til af fagmönnum á taxta FÍH. Þetta er módernisminn. Hann sogar hvað- eina upp úr mannhafinu, flokkar og fágar, samræmir og betrumbætir og sturtar því svo aftur niður sem markaðsvöru. Þetta var vissulega skemmtilegt um tíma en þegar frá leið komu gallarnir í ljós: Afurðum módern- ismans hætti til að verða bragðdaufir, ein- sleitir og sálarlausir og kvika mannhafsins var við það að þorna upp af verkefnaskorti og tilgangsleysi. Fólk lét tónlistarmönnum eftir músíkina, rithöfundum frásagnarlistina, útvarpsmönnum samræðulistina og álits- gjöfum skoðanirnar. Fjölföldunin hafði stofn- anavætt listina, hugmyndirnar og smekkinn. Mannlífið sat undir þessu sem hrúgald í lazy- boy, andlaust og hálfsofandi. En þetta vita svo sem allir. Það furðulega er að þrátt fyrir að allir viti þetta virðist mað- urinn ekki rata út úr þessum ógöngum. Í stað þess að bjarga sér á hlaupum undan módern- ismanum sogast maðurinn alltaf lengra inn og dýpra niður. Ástæðan er náttúrlega sú að fjölföldunin hefur mulið allar andans og vits- ins stofnanir undir þarfir þessa kvikindis. Nema – og hér hvín í trompettunum – matarmenningin. Þar sem allir gátu ekki borðað matinn hans Alains Ducasse varð hann aldrei að von Karajan matarins. Og þar sem ekki er hægt að fjöldaframleiða góðan mat – aðeins vondan mat – hélt fólk áfram að stunda matargerðarlist í heimahúsum. Geisladiskurinn drap ekki kammerhefð eld- hússins. Af tæknilegum ástæðum gat mód- ernisminn ekki drepið síkviku mannlífsins þegar kom að matnum. Þess vegna á mataráhugafólk í litlum vanda með að losa sig undan áhrifum mód- ernismans. Því er tamt að skilja gildi lífsins sem staðbundin og bundin augnablikinu. Það skilur að stofnanir geta aldrei borið uppi mannleg gildi – kærleika, mennsku eða vit – aðeins maðurinn einn. Og aðeins einn maður. Þú.  MólikúleldhúSið frá Sjónarholi ný-húManiSMa  að Spila brauð á upprunaleg lyftiefni 46 matur Ný-húmanismi Hleifur slær í gegn Helgin 13.-15. maí 2011 Af tæknilegum ástæðum liggur leiðin frá afglöpum módernismans í augum uppi fyrir öllum þeim sem eitthvað þekkja til matarmenningar. Eins ótrúlega og það hljómar kann kokkurinn þannig svörin sem vísindamönnum, hugsuðum, stjórnmála- og listamönnum eru hulin. Bandaríski matar- vísindamaðurinn Harold McGee hefur rennt hug- myndafræðilegum stoðum undir elda- mennsku merkustu stjörnukokka mólikúleld- hússins; Ferrans Adrià og Hestons Blumenthal. Hann skaffar líka þekk- ingargrunn fyrir skemmtilegasta sjónvarpskokkinn í dag, Alton Brown á Food Network. Á Vesturlöndum hafði súrdeigsbakstur ein- angrast innan norðlæga rúgbeltisins á áratug- unum eftir seinna stríð. Rúgur inniheldur ekki glúten eins og hveiti og því virkar hefðbund- ið bakarager ekki á rúginn. Til að lyfta rúg- brauði er því annað hvort notað lyftiduft og matarsódi, eins og í íslensku seyddu rúgbauði, eða þá súrdeigi; eins og í dönsku rúgbrauði og þýskum brauðum á borð við pumpernickel. En þegar Bítlarnir komu fram á sjónarsviðið var annar súrdeigsbakstur svo til útdauður á Vesturlöndum. Á þessu var þó ein mikilvæg undantekning; San Francisco og nágrenni. Fólksflutningarnir vestur um haf áttu sér stað áður en bakara- gerið tók yfir súrdeigið í Evrópu og því fluttu landnemarnir með sér kunnáttu í súrdeigsbakstri. Og af einhverjum ástæðum – menn- ingarlegum eða vegna loftslags við flóann – tókst ekki að eyða súrdeigshefðinni í San Fancisco. Við þennan flóa er háskólabærinn Berkeley þar sem Alice Waters opnaði Chez Panisse árið 1971. Þetta þrennt – áhugi Alice á staðbundnu hráefni og hefðbundnum aðferðum, sérstök brauðhefð við San Francisco-flóa og menntaður jarðvegur háskólasamfélagsins – varð forsendan fyrir endurvakningu súrdeigsbaksturs þar vestra. En þetta gerðist hægt. Árið 1971 var Alice Waters áhrifalaus sérvitring- ur. Það var ekki fyrr en áratug seinna sem hún sló rækilega í gegn, og enn síðar sem innan- hússbakari hennar stofnaði Acme-bakaríið í San Francisco sem verður í dag að teljast áhrifamesta bakarí Bandaríkjanna. En á sama tíma og Alice var að byggja upp veitingahús sitt var Lionel Poilâne að taka við bakaríi föður síns á vinstri bakka Signu. Lionel var hugfanginn af gerjun sem byggðist fyrst og fremst á gerlum í hveitinu sjálfu, í andrúmsloft- inu og af höndum bakarans en síður á súrum gerlum, líkum þeim sem sýra mjólk eða jógúrt. Brauðið sem Lionel þróaði var pain Poilâne, stór sveitahleifur úr steinmöluðu hveiti. Og hann sló í gegn; varð fyrsti heimsfrægi brauð- hleifurinn. Í dag eru bakaðir um 15 þúsund Poilâne-hleifar í bakaríi við Charles de Gaulle- flugvöllinn og flogið á markað víða um heim. Þegar þessu tvennu laust saman – endur- vakningu húmanískrar matarsýnar Alice Waters og endursköpun Lionels Poilâne á gleymdum evrópskum hefðum – endurfædd- ist brauðbakstur víða um heim. Það sem við teljum hefð og arf sögunnar er okkur oftast aðeins aðgengilegt fyrir hugsýn, hugsjónir og hugrekki fárra. Án þessa tapast hefðin og sagan týnist. Lionel heitinn Poilâne endurskapaði franska súrdeigshleifinn í bakaríi föður síns um 1970 og gaf þar með tóninn fyrir endurvakningu brauð- baksturs víða um heim og ekki síst á vesturströnd Bandaríkjanna. Alice Waters útskýrir fyrir Karli prinsi hugmyndir sínar um æta skólagarða (sem Besti flokkurinn er að leggja af). Hugmyndir Alice ferðuðust hægt í Amer- íku. Hún þótti of menntuð og hástéttarleg fyrir blue- collar-miðaða fjöldamenning- una. Vel klædd ir og vel máli farn- ir menn eru vana lega fjöldamorð- ingjar í banda rísku bíói. Að sama skapi hefur Karl ekki notið sann mælis fyrir húman- ískt starf sitt við ræktun og samfélags- mótun. Hann er í hugum flestra mað- urinn sem fór illa með Díönu, evrópskt sköp unar- verk fjölda- menningar. Ljósmyndir/Nordic Photos/Getty Images Þórir Bergsson og Gunnar Smári Egilsson matur@frettatiminn.is Matur Froða Rannsóknarvinna helstu forkólfa mólikúleldhússins hefur að hluta til byggst upp á vísindalegri greiningu á gömlum eldunaraðferðum. Þetta hefur, svo dæmi sé tekið, leitt til endurkomu hægrar og vægrar eld- unar þótt útfærslan sé ef til vill dálítið öfgakennd; lofttæmd plastpökkun í volgu vatnsbaði í stað moðsuðu í leirofni. Þótt mólikúleld- húsið sé hákirkja módernismans standa sterkustu stoðir hennar traustum fótum í aldalangri matarhefð – og ekki síður heimilis- og sveitaeldhúsum en faglegum hástétta- eða veitingahúsahefðum. En þannig hefur módernisminn alltaf verið. James Joyce er þannig betri sem afsprengi nítjándu aldar en sem leiðsögumaður þeirrar tuttugustu. Ný-húmanistar í matreiðslu hafa af þessum sökum getað sótt vísindalega undistöðu til mólikúlkarlanna. Það má lesa tækninördana Harold McGee og nú Nathan Myhryold og sjá endalausar sannanir fyrir klókindum sögunnar og hefðanna. Í bókum þessara manna kemur trekk í trekk í ljós hvernig nýjar aðferð- ir, sem ætlað var að leysa gömul vandamál, sköpuðu í raun enn stærri vanda. Á sama hátt draga þessir menn fram hvernig val sögunnar hefur fært okkur úrval lausna sem falla að – en raska ekki – jafnvægi hráefnis og eldunar, matar og næringar. En mólikúleldhúsið væri ekki hámóðins ef þetta væri eina erindi þess. Það sem veldur vinsældum þess er þvert á móti áhersla á nýjustu tækni og frum- legar aðferðir. Helstu einkenni þess eru ummynd- anir – metamorphoses – þar sem blómkáli er breytt í froðu, svínasíðu í él og rabarbara í þoku. Þarna skilur á milli ný-húmanismans og móli- kúleldhússins. Svona æfingar eru í raun afleiðing dauða hráefnisins frá sjónarhóli ný-húmanismans. Einhæfni módernismans – verksmiðju-landbúnaður, iðnaðarræktun, stórmarkaðssala – hefur eytt út nátt- úrulegri fjölbreytni lifandi hráefnis. Og þegar hrá- efnið svíkur reyna kokkarnir að blása nýju lífi í það með öfgakenndum ummyndunum. Frá sjónarhóli ný-húmanismans er þetta blindgata, froða. Eðlileg viðbrögð eru að berjast fyrir endur- sköpun og endurheimt hráefnisins. Ef hráefnið er kvikt, lifandi og margbreytilegt þarf kokkurinn ekki að fá lánaða tækni á gjörgæsludeildum spítalanna til að blása í það lífi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.