Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.05.2011, Blaðsíða 56

Fréttatíminn - 13.05.2011, Blaðsíða 56
48 heimili Helgin 13.-15. maí 2011 Besta pallaolía í Skandinavíu HERREGÁRD TERRASSEBEIS hefur hlotið verðlaunin BEST I TEST með fullt hús stiga eða 6 stig. Prófanir voru gerðar af HYTTE magasinet Velkomin í verslanir okkar Höfðatorgi, Reykjavík og Akureyri LITALAND Litaland Borgartúni 16 Reykjavík 562 2422 og Furuvöllum 7 Akureyri 461 2760 www.litaland.is sjáumst á Veggir með mörgum myndum þar sem teikningum, listaverkum, póst- kortum, ljósmyndum og f leira er blandað saman geta verið mjög fal- legir og skemmtilegir og segja jafn- vel litla sögu. Ágætt er að velja góð- an vegg þar sem hægt er að leika sér aðeins og hengja þar upp helling af myndum. Það er lítið mál að breyta með því að skipta út myndum í römm- unum eða setja gamlar myndir í nýja ramma. Síðustu ár hefur stílhreint útlit ver- ið allsráðandi, þar sem allir ramm- arnir eru jafnvel eins á litinn, en nú er allt leyfilegt. Ólíkir rammar og ólíkar myndir geta staðið saman, en til að koma í veg fyrir óreiðu er ágætt að raða myndunum á gólfið fyrst og finna út hvernig best er að setja þær saman áður en þær eru settar upp á vegg. Gamla og ódýra ramma er að finna á antíksölum, í Kolaportinu og í Góða hirðinum og vel er hægt að mála þá eða setja í þá nýjar myndir. G rafíski hönnuðurinn Elísabet Jóns-dóttir og bólstrarinn Olga Hrafns-dóttir mynda hönnunarteymið Volka sem hefur vakið athygli fyrir fjörleg og litrík ullarteppi og heklaða kolla úr ull og reipi. „Með framleiðslu á hönnun okkar höfum við náð að virkja fullt af litlum fyrirtækjum í kringum okkur sem eru að vinna með okk- ur. Hvert sem við leitum fáum við góð við- brögð og allir eru til í að kýla á það og taka þátt í hlutunum með okkur,“ segir Elísabet Jónsdóttir hjá hönnunarstúdíóinu Volka sem hún stofnaði ásamt Olgu Hrafnsdóttur. Meðal þess sem þær hafa búið til og hann- að eru kollar sem eru bólstraðir og klæddir grófri heklaðri hettu, fatastandur úr járni og ullarteppi og púðar. „Við teljum mjög mikil- vægt að vera í nánu samstarfi við framleið- anda og þess vegna viljum við ekki senda þá muni sem við gerum til framleiðslu erlendis og okkur finnst að við eigum að virkja þessi fyrirtæki sem eru hér á Íslandi. Auk þess sem það gleður hjartað að vinna með svona góðu fólki,“ segir Elísabet og bætir við að þeir iðnaðarmenn sem þær starfa með leggi sitt af mörkum við hönnunina. „Við gerum margt sjálfar og samstarfið gengur vel. Olga er handverkskonan, hún er lærður bólstrari og hefur menntað sig aðeins í tréiðn, en ég er grafískur hönnuður og sit frekar við tölvuna og fæ að teikna upp mynstur. Við komum sín úr hvorri áttinni en höfum þekkst í fjöldamörg ár og erum alltaf jafngóðar vinkonur og berum mikla virðingu hvor fyrir annarri,“ segir Elísabet. Þær kynntust í Hollandi þar sem þær bjuggu báðar í nokkur ár. Þar hófst líka samstarf þeirra en í fyrstu unnu þær mikið með endurvinnslu og fengust við að gera nýja hluti úr gömlum. Þegar þær voru báðar komnar aftur til Íslands létu þær draum sinn um hönnunarstúdíó rætast með því að stofna Volka, en nafnið er sprottið af orðinu Volk sem þýðir fólk á hollensku og vísar til þeirrar hugmyndafræði að vinna hlutina úr nánasta umhverfi í samstarfi við gott fólk. Þar sem vörurnar taka tímann sinn í framleiðslu hefur ekki mikið verið í sölu. En teppi og púða er hægt að fá í versluninni Aurum í Bankastræti, Kraumi og Hrími og einnig í Þjóðmenningarhúsinu. Aðrar vörur er best að nálgast hjá Volka. „Þetta byrjaði frekar hægt hjá okkur en nú erum við komnar í samstarf meðal annars við járnsmið og trésmíðaverkstæði og hlutirnir ganga aðeins hraðar fyrir sig. Annars er það ekki markmið hjá okkur að láta hlutina ganga hratt fyrir sig því við erum hrifnar að slow design þar sem við höldum sambandinu við vöruna alla leið og þótt við framleiðum lítið er hver hlutur vand- aður.“  Myndveggur Þar sem myndirnar fá að njóta sín Sagan sögð með myndum Listaverk eftir börnin, ljósmyndir og listaverk setja persónulegan svip á umhverfið. gömul póstkort á vegginn Gömul póstkort er að finna á antíksölum eða leynast jafnvel í gömlum kössum uppi á háalofti. Þau eru mörg hver falleg og sjarmerandi og sniðugt er að skanna þau inn í tölvu og prenta út í stækkaðri mynd, ramma inn og hengja upp á vegg. Það sama er hægt að gera við gömul bréf eða frímerkt umslög. Einnig er hægt að prenta út myndirnar á þykkan pappír og búa til gjafakort. Við teljum mjög mikil- vægt að vera í nánu samstarfi við fram- leiðanda og þess vegna viljum við ekki senda þá muni sem við gerum til framleiðslu erlendis og okkur finnst að við eigum að virkja þessi fyrirtæki sem eru hér á Íslandi.  Íslensk hönnun Gleður hjartað að vinna með góðu fólki ATH-hillurnar eru hugmynd og hönnun Ólafar Jakobínu hönn- uðar. Hugmynd- in kemur frá því þegar við notum yfirstrikunar- penna á texta og merkjum við aðalatriðin. Hill- urnar virka því eins og gul strik á bók og draga til sín athyglina. ATH-hillurnar eru gerðar úr af- gangstimbri og eru því umhverf- isvænar. Sjá á olofjakobina. blogspot.com.  nýtt áberandi hillur AtH-hillur Úr litum yfirstrikunarpenna Handverk og hráefni úr nánasta umhverfi er grunn- tónninn í allri vinnu hjá Volka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.