Fréttatíminn - 13.05.2011, Blaðsíða 30
HYDRA IQ – Upplifðu
byltingarkenndan raka!
Byggt á uppgötvun sem
fékk Nóbelsverðlaun
Áður en Hydra IQ hefur
verið borið á húðina
Eftir að Hydra IQ hefur
verið borið á húðina fjölgar
vatnsgöngum í húðinni.
Tíl þess að líta sem best út og vera frískleg þá
þarfnast húð þín raka. Þegar þú borðar hollan
mat og drekkur nóg af vatni þá verður húð þín
mýkri og lítur út fyrir að vera heil brigðari. Það er
vegna þess að fegurðin kemur innan frá. En það
er samt ekki nóg að viðhalda rakanum, því hann
verður að dreifast jafnt út í húðina. Með endur
bættu NIVEA VISAGE
Aqua Sensation andlits
krem unum upp lifir þú
byltingar kenndan raka
sem dreifist jafnt út í
húðina.
Stórkostleg uppgötvun – HYDRA IQ
Hið virka innihaldsefni Hydra IQ byggir á
sama skilningi á húðinni og náttúran sjálf og
er byggð á uppgötvun sem unnið hefur til Nóbels
verð launa. Hydra IQ jafnar rakaflæði húðarinnar
og dreifir rakanum jafnt og á skil virkan hátt í
neðri lögum húðarinnar með því að örva fjölgun
nýrra vatnsgangna í húðinni. Vatnsgöng bæta
rakaflæðið frá frumu til frumu. Það leiðir til þess
að rakaflæðið verður jafnt og skilvirkt, jafnvel í
neðri lögum húðarinnar. Hydra IQ – tilfinning
sem þú hefur aldrei áður upplifað.
því að við fengum 1.800 starfsmenn
til að segja sínar skoðanir. Þannig
kom í ljós að hægt var að spara á
stöðum sem við höfum ekki hug-
mynd um við gerð fjárhagsáætl-
unar. Eftir þessa vinnu minnkaði
pappírsnotkun á spítalanum um
þriðjung. Rafmagnsnotkun og
hiti lækkaði um tíu prósent. Fólk
varð meðvitaðra um alls kyns
hluti. Þessi vinna heldur áfram og
við fáum í hverri viku tillögur frá
starfsfólki um hvernig bæta megi
starfið og spara.“
Það eru ekki mörg ár síðan
starfsmenn Landspítalans lýstu
viðhorfi sínu til vinnustaðarins
sem mjög neikvæðu. Hvernig líður
starfsmönnum spítalans í dag?
„Starfsumhverfiskannanir hafa
ekki verið gerðar á hverju ári en
voru gerðar í október í fyrra. Þær
sýna að mórallinn hefur lagast.
Stundum er talað um pukur og
klíkur innan spítalans og eitt af
markmiðum okkar er að slökkva í
svoleiðis sögum. Þess vegna tókum
við alla þessa starfsumhverfiskönn-
un, 60 eða 70 blaðsíður af niður-
stöðum, og skelltum henni á netið.
Þannig upplýsum við allt um alla. Í
könnuninni mælist starfsánægjan
4 af 5 mögulegum sem við teljum
vera nokkuð gott á háskólaspítala.
Okkar markmið er að komast upp í
4,2 eða 4,3 á þessu ári.“
Bjóst við harðari viðbrögðum
Björn er ekki í vafa um hvað hefur
verið erfiðast á ferlinum sem for-
stjóri Landspítalans. „Það fékk
mest á mig hvernig fjárlögin voru
afgreidd fyrir árið 2010. Okkur
voru gefin fyrirheit um að þurfa
ekki að spara svona mikið. Við
vorum alltaf að berjast við að þurfa
ekki að láta svona mikið af fólki
fara. Þetta olli mér mestum von-
brigðum. En erfiðasta verkið var
að þurfa að lækka laun fólks. Þetta
er ekki hálaunavinnustaður, að
minnsta kosti ekki fyrir 40 stunda
vinnuviku. Kannski hafa einhverjir
há laun fyrir mjög mikla vinnu,
margar vaktir, mikla viðveru og
að vera í burtu frá fólkinu sínu
um helgar, nætur og hátíðir. Það
truflaði mig mest að þurfa í þessu
ástandi á Íslandi að þurfa að fækka
fólki og lækka laun. Á móti kemur
að starfsfólk hefur ákveðinn skiln-
ing á þessu.“
Björn segir margt hafa komið sér
á óvart í þeim erfiðu breytingum
sem hann hefur leitt á Landspítal-
anum á undanförnum árum, til
dæmis hve vel tókst til við að veita
þjónustu þrátt fyrir fækkun starfs-
fólks. „Það kom mér líka jákvætt á
óvart að sjúklingarnir hafa staðið
með okkur í þessu. Þeir hafa verið
ánægðir og upplifað þjónustuna
góða þótt þeir hafi þurft að taka á
sig meiri vinnu og byrðar. Ég átti
von á harðari viðbrögðum frá sjúk-
lingum og sjúklingasamtökum.“
Þyngri róður eftir brottflutn-
inga fagfólks
Læknar og annað fagmenntað
starfsfólk spítalans flytur í stórum
stíl úr landi eða fer í uppgrip á
útlendum spítölum. Bitnar það á
Landspítalanum?
„Spítalinn finnur fyrir því. Við
tókum þá ákvörðun, um leið og við
fórum að finna verulega fyrir þessu,
að það þýddi ekkert að streitast á
móti. Frekar gefum við fólki frí til
að fara í uppgrip því annars hættir
það og fer. Við höfum skilning á því
að við erum í harðri baráttu við um-
hverfið. Fagmenntað starfsfólk er
eftirsótt og það á auðvelt með að fá
vinnu. Við erum ekki komin á það
stig að þetta trufli starfsemina en
það verður æ erfiðara.“
En kemur ekki starfsfólkið með
dýrmæta reynslu aftur til spítalans?
„Jú, ef það kemur til baka. Fólk
hefur alltaf farið út og ég fór þessa
leið sjálfur. Mér fannst það mjög
dýrmætt og það nýttist mér alveg
óheyrilega vel.“
Væri rekstur spítalans auðveldari
ef einhverjum einingum yrði úthýst
og falið sjálfstæðum rekstrarað-
ilum?
„Nei, ég held ekki. Ég var mjög
hlynntur þessu þegar ég byrjaði í
starfinu og vildi endilega prófa að
úthýsa hluta af starfseminni. Eftir
því sem ég skoða meira hvernig
þetta hefur farið annars staðar í
heiminum sýnist mér vandamálið
vera að við erum ekki nógu stór.
Þetta er ákveðin endastöð, háskóla-
sjúkrahús sem tekur allt það flókn-
asta að sér. Við þurfum að geta veitt
þjónustu í öllu, allan ársins hring,
alltaf. Stærðarhagkvæmnin er ekki
til staðar hjá okkur.
Spítalinn jaðrar við að vera of lítill
til að geta sinnt þessu hlutverki.“
Er þetta þitt viðhorf til einka-
reksturs í heilbrigðisþjónustu
almennt?
„Nei, alls ekki. Einkarekstur á
algjörlega rétt á sér og hann veitir
okkur aðhald. Hann gerir fólki
kleift að vinna við mismunandi
form á rekstri og hafa öðruvísi
áhrif.“
Offitan ógnar
Hvernig finnið þið fyrir aukningu á
lífsstílstengdum sjúkdómum?
„Offita er gífurlega stórt og hratt
vaxandi vandamál hér á landi. Við
finnum mjög mikið fyrir þessu á
spítalanum. Við þurfum til dæmis
að kaupa tæki sem ráða við fólk
sem er vel yfir kjörþyngd. Ég er
viss um að fáir myndu trúa töl-
unum.“
Ef þú fengir því ráðið hvaða for-
varnir ætti að efla, myndir þú leggja
áherslu á offitu?
„Algjörlega. Offitan væri það
sem ég myndi leggja alla áherslu
á. Og reykingar reyndar því við
erum líka að glíma við afleiðingar
reykinga á spítalanum.
En offita birtist í öllum aldurs-
flokkum. Við höfum sett af stað sér-
stakt átak til að takast á við offitu
barna og unglinga. Þar þarf nauð-
synlega að grípa inn. Það er undar-
legt að við séum heimsmeistarar í
aukinni offitu. Ísland er í þriðja sæti
yfir mestu aukningu offitu í heim-
inum á eftir Bandaríkjamönnum og
Bretum. Á meðan hinar þjóðirnar,
sem hafa hæstu lífslíkurnar eins og
við, fitna ekki svona ört.“
Björn segir enga töfralausn duga
við vandanum en taka þurfi á fjöl-
mörgum þáttum.
„Það hlýtur að vera hægt að gera
almennar strúktúrbreytingar og
það verður að byrja í skólunum.
Maður hefur séð að það er hægt að
hafa áhrif með því að bæta við leik-
fimitímum á hverjum einasta degi
í skólanum. Það er hægt að hafa
áhrif á þetta með því að passa upp á
hvað börnin borða í skólunum. Það
er ákveðið uppeldi fólgið í því.“
Úreltar byggingar
Talað er um að 2-3 milljarðar
sparist í rekstri spítalans á ári
þegar nýju spítalabyggingarnar
verða teknar í notkun. Mun fleira
breytast?
„Það verður algjör bylting.
Bylting í aðstöðu fyrir starfsfólkið
því byggingarnar okkar eru mjög
bágbornar.“
Björn bendir út um gluggann á
skrifstofu sinni á lágreistar bygg-
ingar með rauðu þaki á spítalalóð-
inni.
„Þarna eru rannsóknarstofur og
fleira en húsin voru byggð til bráða-
byrgða árið 1970. Við náum ekki
hærra hitastigi en 15 gráðum þarna
inni á veturna.“
Hann bendir á fleiri dæmi og
segir erfitt að breyta flestum bygg-
ingunum á lóðinni. Nýi spítalinn
verði hins vegar byggður með það
í huga að honum verði auðvelt að
breyta. „Hann nýtist því í kviku um-
hverfi því það er alltaf að breytast
hvernig við meðhöndlum sjúklinga.
Hinn svokallaði „nýi hluti“ Land-
spítalans,“ segir Björn og bendir
aftur út um gluggann, „var hann-
aður árið 1956. Og hvað hefur ekki
gerst í læknisfræði síðan? Í Foss-
voginum voru aðallega sex manna
herbergi. Við breyttum miklu en
erum enn að nota fjögurra manna
herbergi þar. Byltingin á nýjum
spítala felst meðal annars í einstak-
lingsherbergjunum. Ekki aðeins fá
sjúklingar það næði sem þeir þurfa
heldur minnkar þetta smithætt-
una á spítalanum alveg gríðarlega.
Smithætta er ein af stóru vandamál-
unum sem spítalar eru að glíma við
í dag og gerir það að verkum að það
er hættulegt að koma inn á spítala.
Það er okkar markmið að draga úr
spítalasýkingum og ná þeim niður
í 5 prósent,“ segir Björn en 7,7 pró-
sent sjúklinga veiktust af svoköll-
uðum spítalasýkingum í fyrra.
„Við vitum að það er mjög djarft
markmið. Á nýja spítalanum ætlum
við líka að draga úr því að keyra
sjúklinga í rúmum á milli staða og
fara heldur með rannsóknir, tæki
og lækna til sjúklinganna. Þannig
minnkar smithættan líka.“
Efast um niðurskurð í skóla-
málum
Niðurskurður er alls staðar óvin-
sæll en háværustu mótmælin að
undanförnu hafa verið um sparnað
og sameiningu í grunn- og leik-
skólum borgarinnar. Hvernig finnst
þér hafa verið staðið að þeim?
„Ég var einmitt spurður að þessu
sama á breytingastjórnunar-nám-
skeiði í MBA-námi í Háskólanum.
Ég held, með mína reynslu, að
borgin nái ekki markmiðum sínum
með þessum breytingum. Ég á
börn í leikskóla og skóla og ég var
mjög óánægður með hvernig staðið
var að þessu; hvernig þetta var út-
skýrt og unnið. Þetta er langt frá
því sem við gerðum. Maður byrjar
ekki á að ákveða að það eigi að
sameina þennan og þennan skóla
og óskar svo eftir tillögum eftir
á. Maður byrjar á að óska eftir
tillögum og vinnur út frá þeim.
Yfirstjórn ir má alveg minnka og
við gerðum það hér á spítalanum.
Fyrir tveimur árum voru 25 svið-
stjórar en við fækkuðum í sex
framkvæmdastjóra. Eitt dæmi.
Stjórnandinn þar sem barnið mitt
er vinnur það mikið á gólfinu að ef
hún er tekin frá þá myndast gat á
gólfinu sem þarf líka að fylla upp í.
Stjórnandi á öðrum stað mun ekki
fylla upp í gatið. Þá þarf að kalla
annan starfsmann til og sparnaður-
inn hverfur. Mér finnst erfitt að
gagnrýna aðferðafræðina, hafandi
ekki allar upplýsingar, en það hefði
mátt byrja á að virkja fólkið strax.
Það er ekki hægt að keyra allt í
gegn í andstöðu. Miðað við það
sem ég hef lesið mun kostnaðurinn
leka út annars staðar. Borgin nær
kannski að minnka ákveðinn kostn-
að en ég er hræddur um að það
blæði alltaf annars staðar í kerfinu
þegar unnið er í mikilli andstöðu.“
Þóra Tómasdóttir
thora@frettatiminn.is
Björn Zoëga „Það skiptir máli að hafa með sér gott fólk”. Ljósmynd/Hari
Ég vinn í
skorpum.
30 viðtal Helgin 13.-15. maí 2011