Fréttatíminn - 13.05.2011, Blaðsíða 74
kalla Norðurlandameistara í
vandræðagangi, yndislegur sem
maðurinn sem kann ekki að segja
frá. Samsöngur hans og Álfrúnar
Örnólfsdóttur í hik-beat-brjálæð-
inu verður lengi í minnum hafður
sem og táradalur Álfrúnar í æðis-
legri „lauk-senu“.
Grimmilega kímið rifrildi Dóru
Jóhannsdóttur og Sveins Ólafs
Gunnarssonar í upphafi verksins
sló tóninn fyrir það sem á eftir fór
– þar var allt undir; líkamsbeiting,
tímasetningar, holning og rödd
í afskaplega vel útfærðri senu/
sennu. Ógleymanlegur táldráttur
Sögu Sigurðardóttur var feikna-
flottur og Margrét Bjarnadóttir
var hreinlega dáleiðandi í einu og
öllu – ekki síst frumlegheita-orgí-
unni ásamt piltunum tveimur.
Gísli Galdur Þorgeirsson
smíðar hljóðumgjörð verksins og
spilar sig bæði inn í og út úr því.
Hann er flottur MC og senuþjófur
á köflum. Gísli gæti vafalítið blásið
lífi í steingerving með sinni músík
fengi hann færi á því. Útlit og yfir-
bragð sýningarinnar er stílhreint
og litríkt. Sviðið er hálf-klínískur
hvítur leikvöllur, ofurlýstur af
ljósameistaranum Ólafi Ágústi
Stefánssyni. Hópurinn er skrif-
aður fyrir leikmynd og búningum
ásamt Rósu Hrund Kristjáns-
dóttur. Hún ætti að vinna meira
fyrir leikhús, eins fjölhæf og
skarpskyggn og hún er og verk
hennar bera vott um.
Ég vil nýta þetta tækifæri til að
biðja alla þá sem hafa séð undir-
ritaða haga sér fáránlega í sam-
kvæmum bljúgrar velvirðingar á
því. Á sama tíma finn ég til mik-
illar huggunar yfir því að vera ekki
ein um þann asnagang. Sýningin
Verði þér að góðu er frábær upp-
taktur fyrir eða eftir partí, hana er
hægt að ræða tímunum saman og
endurleika fyrir vini sína. Endilega
drífið ykkur í leikhús.
Niðurstaða: Sýning fyrir alla
sem hafa farið í partí, eða langar í
partý. Kristrún Heiða Hauksdóttir
Mér er nær
að halda að
þessi upp-
færsla sé
ígildi meist-
araprófs í
mannfræði.
Plötuhorn Dr. Gunna
Ástin og lífið 1971-2011
Magnús og Jóhann
Ég held að það þurfi
ekki að taka það fram
að Magnús og Jóhann
eru frábærir lagahöf-
undar, en þótt þeir
hafi fylgst að hafa
þeir aldrei samið lög
saman. Þeir hafa lagt
inn í ýmis hólf popps-
ins, en mest verið í
sjeddifínum ballöðum.
Þar eru þeir góðir –
stundum þó aðeins of
harmrænir fyrir minn
smekk – en glysrokk,
flottrokk og svuntu-
þeysapopp hefur líka
virkað stórvel hjá þeim.
Á þessum 40 laga
tveggja diska ferils-
pakka eru smellirnir
vitanlega í hrönnum.
Upprunalegar upptökur
eru látnar standa, en
lög sem aðrir tóku
upprunalega eru hér
flutt upp á nýtt af
þeim sjálfum ásamt
hljómsveit sem leidd
er af Jóni Ólafssyni.
Svo fáum við tvö glæný
lög í kaupbæti. Flottur
pakki frá miklum
meisturum.
... en hún snýst nú samt
Start
Pétur Kristjáns var
búinn að vera í lægð í
nokkur ár þegar yngri
strákar, með Eika Hauks
í fararbroddi, fengu
hann í nýja rokkgrúppu,
Start. Stefnan var tekin
á ballspilamennsku
og „kóperingar“ en
svo varð frumsamið
iðnaðarrokk ofan
á og áhrifin komu
frá böndum eins og
Loverboy og Foreigner.
Tónlist Start hefur elst
ágætlega. Hittarar
bandsins, Sekur, Seinna
meir og Lífið og tilveran,
eru enn jafn gasafínir og
þeir voru, bara verst að
hin lögin eru mörg hver
ekki alveg jafn sterk,
sum dálítið slöpp meira
að segja. Á þessum diski
er LP-platan, smáskífan
og þrjú aukalög frá 21.
öldinni. Það hefði alveg
mátt splæsa í átta bls. í
viðbót í bæklingnum, en
svona heilt yfir er þetta
ágætlega heppnuð
endurútgáfa og rokkið
hressilegt.
Eurovision 2011
Ýmsir flytjendur
Eurovision ætti að
kynna manni músík-
menningu Evrópulanda
sem við heyrum aldrei
frá annars. Þess í stað
kynnir keppnin mann
fyrir klisjum keppninn-
ar sjálfrar, eins og þær
hafa þróast í áranna
rás. Íslensku sigur-
lögin endurspegla til
dæmis ekki íslenskan
poppsamtíma, heldur
eru þau kafli út af
fyrir sig. En allavega:
Eurovision-árgangurinn
í ár er undir meðallagi
þótt lögin hafi aldrei
verið fleiri. Hér er þeim
43 raðað í stafrófsröð
á tvo diska. Flest eru
þunnildi sem gleymast
hratt en nokkur rísa
upp úr moðinu og gætu
lifað lengur en fram á
sunnudaginn. Það má
samt alltaf hafa gaman
að þessari keppni
– komi maður sér
bara upp húmor fyrir
henni – og diskurinn
er nauðsynlegur fyrir
æstustu aðdáendurna.
66 menning Helgin 13.-15. maí 2011
lEikDómur VErði þér að Góðu
Samkvæmisljónið krufið
þ að er ýmislegt háskalega kunnuglegt í nýju leikriti hópsins Ég og vinir mínir en
sýningin Verði þér að góðu er samt
mjög fjarri því að vera fyrirsjáan-
leg. Í verkinu er félagsleg hegð-
un fólks í samkvæmum krufin
með öllum
mögulegum
tólum sviðs-
listarinnar.
Viðkvæmni,
tilgerð, öfgar
og fáránleiki
mannfólksins
í allri sinni
smæð (og stærð) er haglega komið
til skila í bæði leik og dansi.
Mér er nær að halda að þessi
uppfærsla sé ígildi meistaraprófs
í mannfræði. Innsæi aðstand-
endanna og ástríða er nefnilega
aðdáunarverð.
Eitt aðalviðfangsefni verksins er
hvernig samskipti mannskepnunn-
ar flækjast gríðarlega við það eitt
að einhver verður vitni að þeim.
Partí-sjálfin leika afar lausum hala
á sviðinu, eins og ýktar útgáfur
af einstaklingum, og afhjúpa sig
í litlum frásögnum þar sem allt
snýst um að koma sem best fyrir.
Þarna kristallast öryggi, gredda,
athyglisþrá og hömluleysi félags-
vera sem við flest könnumst við en
sýningin er svo fyndin að það ískr-
ar í salnum. Á sviðinu er hópurinn
eins og vel smurð vél, afskaplega
samstilltur og marghæfur en gefur
þó færi á snörpum einstaklings-
sprettum. Þannig var Friðgeir
Einarsson, sem að sönnu mætti
Verði þér að
góðu
Ég og vinir mínir /
Þjóðleikhúsið
Er efsta talan óhneppt...
...hreinsaðu kroppinn fyrir sumarið
ÞÆGILEG LEIÐ TIL AÐ HREINSA LÍKAMANN Á 10 DÖGUM
KUREN 10 daga hreinsikúr (detox)* hefur
hjálpað fjölmörgum að minnka mittismálið,
efla meltingu og bæta dagsformið.
*Ekki þarf að breyta um mataræði á meðan 10 daga KUREN
hreinsikúr stendur en þeir sem vilja léttast er bent á að borða
reglulega léttan og ferskan mat. Auðvelt blandið 25 ml. út í
stórt glas af vatni og drekkið fyrir morgunmáltíð.
50%
afsláttur
Innflutningsaðili:
Prentun.is
Við bjóðum 50% afslátt af KUREN frá 10 maí til 10 júní (ef birgðir endast) á eftirfarandi
sölustöðum: Öllum apótekum, heilsubúðum, Hagkaup, Fjarðarkaup og þín verslun Seljabraut.
Getur þú
styrkt barn?
www.soleyogfelagar.is
Viltu vera heimilisvinur?
www.soleyogfelagar.is