Fréttatíminn - 13.05.2011, Blaðsíða 46
E f tir að geir-fuglinn komst í útrýmingar-
hættu jókst áhugi
safnara á að stoppa
fuglinn upp. Verð-
mæti hans jókst að
sama skapi. Þetta
varð til þess að end-
anlega var gert út af
við stofninn. Í júní
árið 1844 drápu Ís-
lendingar síðustu tvo
fuglana í Eldey. Það
hefur ef laust verið
skammvinn hag-
kvæmni.
Árið 2009 beind-
ist kastljósið að villi-
kindastofni í Tálkna
milli Patreksfjarðar og Tálkna-
fjarðar. Í áratugi hafði háfætt villi-
féð staðið af sér áhlaup stórviðra
og manna. Af mannúðarástæðum
var villifénu smalað með þeim af-
leiðingum að stór hluti stofnsins féll
fyrir björg og restinni var slátrað
í sláturhúsi KS. Kjötið flokkaðist
ágætlega og voru lömbin vel hæf til
manneldis. Þannig var verstfirska
villikindastofninum útrýmt – af
mannúðarástæðum.
Svo var það í síðustu viku að ís-
bjarnargrey á þyngd við Íslending í
stærri kantinum var skotið til bana
af 30 metra færi á afskekktasta og
fámennasta útnára Evrópu. Það
þótti nauðsynlegt að drepa dýrið
vegna mikillar hættu sem af því
stafaði. Ekki var hægt að réttlæta
verknaðinn á þeim forsendum að
dýrið væri sýkt svo að hinum og
þessum rökum hefur verið kastað
fram til frekari réttlætingar. Nýj-
ustu rökin eru þau að Grænlending-
ar vilji ekki fá þessa birni því þeim
hefur verið úthýst af ísbjarnaflokkn-
um. Væri þó ekki nær að láta reyna
á það og leyfa náttúrunni að hafa
sinn gang í stað þess að taka völdin
í okkar hendur og drepa – af hag-
kvæmni- og mannúðarástæðum?
Hvernig getur
það verið mannúð
að útrýma dýra-
stofni? Rökin með
og á móti þessum
aðgerðum f ljúga
um net- og f jöl-
miðla en útkoman
er alltaf sú sama:
Það er drepið. Ef
það væri mannúð
að drepa dýr sem
li fa v ið er f iðar
aðstæður í nátt-
úrunni þá væri
mannúð að útrýma
fjölmörgum dýra-
tegundum, svo
sem mörgæsum
á Suðurskauts -
landinu sem heyja mjög harða lífs-
baráttu. Það er hreinlega rökvilla
að halda því fram að það sé rétt
að drepa dýr, sem lifa frjáls í nátt-
úrunni, af mannúðarástæðum.
Ákafi margra í að drepa af hag-
kvæmni- og mannúðarástæðum er
það ofsafenginn að það má spyrja
sig hvort atvinnulausum sé óhætt í
þessu landi.
Nú er hafið uppbyggilegt verkefni
til að bjarga ísbjörnum sem villast
hingað til lands; The Reykjavík Pol-
ar Bear Project. Stefnan er að hægt
verði að fanga dýrin lifandi og flytja
þau á sérstakt svæði þar sem þau
safna kröftum undir eftirliti fag-
manna. Þegar ísbjörninn hefur náð
heilsu er honum sleppt aftur í heim-
kynni sín. Hvert dýr verður metið
sérstaklega og ef eitthvert dýranna
er of gamalt eða slasað má hugleiða
að veita því áhyggjulaust ævikvöld
í Húsdýragarðinum í Reykjavík.
Verkefnið virðist unnið í sjálfboða-
vinnu og tekið er við styrkjum.
Er annað hægt en að gleðjast yfir
þessu?
En ætli hagkvæmniraddirnar fari
ekki brátt aftur að syngja við blóð-
ugan undirleik.
38 viðhorf Helgin 13.-15. maí 2011
Austurströnd 3, 170 Seltjarnarnesi. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Framkvæmda-
stjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is.
Auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.
Í Fréttatímanum í dag er upplýst að
ákvörðun lögreglustjóra höfuðborgar-
svæðisins um að taka fjölmiðla með sér
í húsleitir hjá meintum sakamönnum,
brýtur í bága við leiðbeiningar Ríkislög-
reglustjóra um samskipti lögreglu og fjöl-
miðla. Leiðbeiningarnar eru afgerandi:
„Myndatökur og viðtöl fjölmiðla inni í
húsum, einkaheimilum eða fyrirtækjum
eru háð samþykki viðkomandi húsráðanda
og lögreglu meðan lögregla fer með stjórn
á vettvangi.“ Lögreglustjóri höfuðborgar-
svæðisins hefur hins vegar
hingað til ekki talið sig þurfa
að fara eftir þessum leiðbein-
ingum. Í samtali við Frétta-
tímann vísaði hann til þess að
þar sem dómsúrskurður um
húsleit hefði legið fyrir hefði
hann verið í fullum rétti til að
heimila sjálfur veru fjölmiðla
inni á heimilum fólks. Þessu
er Ríkislögreglustjóri ósam-
mála. Dómsúrskurðurinn
skiptir ekki máli. „Lögregla
verður að gæta grundvallarreglna um frið-
helgi heimilis og einkalífs.“
Ekki verður annað séð en að Stefán
Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæð-
isins, sé kominn í verulega vond mál. Nú
þegar er til meðferðar hjá dómstólum ein
húsleit manna Stefáns í fylgd fjölmiðla og
er hárra skaðabóta krafist. Sá málarekstur
stöðvaði Stefán hins vegar ekki við að blása
til annarrar fjölmiðlahúsleitar. Hún hefur
líka verið kærð.
Undarlegt verður að teljast að Stefán
og hans lið hafi ekki kannað á hversu
traustum ís þeir stóðu áður en þeir héldu
uppteknum hætti. Jafnvel leikmanni með
lágmarksþekkingu á stjórnarskránni má
vera ljóst að lögreglan er á heldur hæpnum
slóðum þegar hún býður fjölmiðlum að
taka myndir inni á heimilum fólks. Vissu-
lega er það fínt efni fyrir okkur fjölmiðlana,
en miður geðfelld meðferð á opinberu
valdi.
Einstaklingum er leyfilegt að gera
hvaðeina sem ekki er bannað samkvæmt
lögum, en aðgerðir þeirra sem fara með hið
opinbera vald verða aftur á móti að hvíla
á skýrum lagagrunni. Fjölmiðlahúsleitir
Stefáns gera það ekki.
Svo allrar sanngirni sé gætt er rétt að
taka fram að Stefán hefur ekki verið for-
hertur í brotavilja sínum á leiðbeiningum
Ríkislögreglustjóra. Mismunandi viðhorf
hans og Ríkislögreglustjóra komu ekki
fram fyrr en í kjölfar fyrirspurna Fréttatím-
ans. Það var rannsókn blaðsins sem leiddi
í ljós afgerandi sjónarmið Ríkislögreglu-
stjóra í þessum efnum.
Og eftir standa bæði embættin löskuð.
Lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins fyrir
það sem virðist vera freklegt rof á friðhelgi
einkalífs og heimilis. Ríkislögreglustjóri
fyrir að hafa látið óátalið að ekki væri farið
að skýrum leiðbeiningum embættisins.
Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem
Fréttatíminn upplýsir um lausatök í eftirliti
með því hvernig lögreglan hagar störfum
sínum. Fyrir tveimur mánuðum sagði
Valtýr Sigurðsson, þáverandi ríkissaksókn-
ari, að embætti hans hefði ekki burði til
að annast lögbundið eftirlit með símahler-
unum lögreglunnar. Ástæðan var einföld,
að sögn Valtýs. Embætti ríkissaksóknara
hefur hvorki mannskap né fjármuni til að
sinna eftirlitshlutverki á þessu sviði, né
ýmsum öðrum, eins og því er ætlað.
Afskiptaleysi og þetta-reddast-viðhorfið
á sér djúpar rætur í íslenskri þjóðarsál.
Lögreglan og friðhelgi
Vandmeðfarið opinbert vald
Jón Kaldal
kaldal@frettatiminn.is
Í
Íris Ólafsdóttir
rafmagnsverkfræðingur
SUMARHÚSIÐ
& GARÐURINN
Stútfull af hugmyndum og leiðbeiningum
fyrir garðeigendur
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
s
k
h
ö
n
n
u
n
ATHYGLISVERÐ
HÖNNUNARBÓK
Fæst í bókabúðum um land allt
Einnig hægt að panta í
síma 578 4800 og á www.rit.is
Ísbirnir
Hagkvæmi, mannúðlegi
og rökvillti Íslendingurinn
Ákafi margra í að drepa af hagkvæmni-
og mannúðarástæðum er það ofsafeng-
inn að það má spyrja sig hvort atvinnu-
lausum sé óhætt í þessu landi.
G reiningu á samanburði á löggjöf Íslands og löggjöf Evrópusambandsins er að
ljúka um þessar mundir eftir tæp-
lega eins árs vinnu. Mikið hefur
verið rætt og ritað um þetta ferli
en stundum gleymst að geta þess
sem mestu máli skiptir. Þessi nauð-
synlegi undanfari eiginlegra samn-
ingaviðræðna hefur dregið fram í
dagsljósið muninn á löggjöf Íslands
og Evrópusambandsins. Reikna má
með að stærstur hluti íslenskrar
löggjafar hafi fallið eins og flís við
rass að löggjöf Evrópusambandsins
enda búið að vera að móta íslenska
löggjöf nánast daglega í sautján ár
með nýjum tilskipunum og reglu-
gerðum frá Brussel í gegnum EES-
samninginn. Í þeim tilfellum þar
sem ósamræmi er í löggjöfinni,
líkt og í sjávarútvegs- og byggða-
málum, hafa samningamenn getað
lyft flaggi og viðrað áhyggjur sínar.
Þetta vinnulag var vel þekkt áður en
umsókn Íslands var send til Brussel
í júlí í fyrra. Flest ágreiningsmálin
lágu einnig fyrir en það dró hins
vegar ekki úr þeirri skyldu samn-
inganefndanna að bera nákvæmlega
saman löggjöf beggja aðila enda lík-
legt að eitt og annað hafi komið í ljós
í þeirri rýnivinnu sem samningsað-
ilar höfðu ekki séð fyrir.
Umboðið er enn fyrir hendi
Umboð samninganefndar Íslands
hefur verið dregið í efa en nefnd-
in hefur skýrt umboð frá Alþingi,
sem og samningsmarkmið til að
vinna eftir sem byggist á nefndar-
áliti utanríkismálanefndar þar að
lútandi. Þar er m.a. fjallað um hin
stóru samningsmarkmið sem snúa
að sjávarútvegi, utanríkismálum,
landbúnaði, byggða- og umhverfis-
málum. Ýmsir stjórnmálamenn hafa
viljað reyna að hafa áhrif á ferlið og
jafnvel stoppa það
alveg en fyrir ligg-
ur meirihlutasam-
þykkt Alþingis um
að sótt skuli um
aðild. Það að hætta
við umsóknina nú
í miðri á væri eins
og að segja að Al-
þingi hafi ekkert
meint með fyrri
ákvörðun sinni. Ef
draga á umsóknina
til baka þá hlýtur
það að vera verk-
efni nýs Alþingis
að undangengnum
kosningum. Ann-
að væri til þess
fallið að rýra mjög
trúverðugleika ís-
lenskra stjórnvalda.
Það er komið að stjórnmála-
mönnunum
Þeir stjórnmálamenn sem eru
óþreyjufullir og klæjar mikið í fing-
urna að komast að þessu ferli og
hafa áhrif á það ættu að geta fagn-
að nú þegar hinar eiginlegu samn-
ingaviðræður hefjast í næsta mán-
uði og ferlið færist upp á næsta stig.
Þá verður tekist á um pólitík, hug-
myndafræði og almenn lífsgildi og
þá er eðlilegt að stjórnmálamenn fái
aðgang að ferlinu. Þá ættu allir þeir
stjórnmálamenn sem skoðun hafa
á inngöngu Íslands í Evrópusam-
bandið að geta látið ljós sitt skína
og tekið afstöðu til efnislegra þátta
sem eru til umfjöllunar í samninga-
viðræðunum. Þetta byggist reyndar
á þeirri nauðsynlegu forsendu að
stjórnarandstöðuþingmenn muni
hafa sama aðgang að samninga-
viðræðunum og stöðu þeirra og
stjórnarþingmenn og ráðherrar.
Þetta er afskaplega mikilvægt bæði
fyrir andstæðinga
sem og fylgjendur
aðildar inni á þingi,
sama hvar í f lokki
þeir standa. Ef þetta
er ekki tryggt mun
skapast þrýstingur á
stjórnvöld að tryggja
algert gegnsæi og öfl-
ugt upplýsingaflæði
til allra þingmanna,
hagsmunaaðila og al-
mennings og þá ekki
bara þeirra aðila
sem eru hluti af hinu
formlega samninga-
skipuriti. Annað væri
afskaplega dapurt
og ekki í anda fyrri
stefnu sem meðal
annars kemur fram í
heildarskipulagi viðræðna sem ger-
ir ráð fyrir mikilli aðkomu Alþingis
og utanríkismálanefndar.
Lognið á undan storminum
Þegar efnislegar viðræður hefjast
í júní munu stjórnarliðar þurfa að
koma sér saman um nákvæmar út-
færslur á samningsmarkmiðum. Þá
skapast tækifæri, sérstaklega fyrir
andstæðinga aðildar, til að reyna að
hafa áhrif á samningsniðurstöðuna.
Hvort stjórnarliðar sem eru á móti
aðild munu vilja sjá sem hagstæð-
astan samning fyrir Íslands hönd
eða samning sem er óásættanlegur
og yrði þá örugglega felldur í þjóðar-
atkvæðagreiðslu, á eftir að koma í
ljós. Það er því margt sem bendir til
þess að innri átök Íslendinga sjálfra
muni jafnvel verða fyrirferðarmeiri
í samningaviðræðunum sem fram
undan eru heldur en átökin við Evr-
ópusambandið um samningsniður-
stöðu. Hugsanlega er rýnivinnan
eingöngu lognið á undan storm-
inum.
Aðildarviðræðurnar við ESB Rýnivinnan er nauðsynlegur undanfari
Lognið á undan storminum
Kristján Vigfússon
aðjúnkt við viðskiptadeild Há-
skólans í Reykjavík og forstöðu-
maður Evrópufræða við skólann.