Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.05.2011, Blaðsíða 59

Fréttatíminn - 13.05.2011, Blaðsíða 59
heimili 51Helgin 13.-15. maí 2011  Tíska Stóll H. J. Wegner Y hin nýja sjöa Y-stóllinn er að mestu leyti handgerður og þar á meðal er setan handofin úr pappír. Stóllinn Sjöan frá árinu 1955, sem Arne Jacobsen hannaði, hefur farið sigurför um heim- inn og er líklega einn vinsælasti hönnunarstóllinn í borðstofuna. Hins vegar er það annar stóll sem heggur nú í vinsældir Sjö- unnar, stóll sem var hannaður á svipuðum tíma og einnig af dönskum hönnuði. Þetta er Y- stóll Hans J. Wegner frá árinu 1950. Hann hefur lengi þótt sí- gildur en hefur á síðasta ári sótt í sig veðrið, sérstaklega eftir að framleiðandinn Carl Hansen hóf að framleiða hann í frískleg- um litum. Stóllinn er úr viði og er að mestu leyti handgerður, þar á meðal er setan handofin úr 120 metrum af sterkum pappírsþræði sem á að duga í allt að 50 ár. Hans J. Wegner hannaði stólinn fyrir Carl Han- sen & Son árið 1949, og hefur hann verið óslitið í framleiðslu frá 1950. Hann heitir í raun CH24 en er kallaður Y-stóllinn á íslensku og óskabeinsstóllinn á ensku, eða wishbone chair. Y- stóllinn fæst hjá Epal. Í slenskar mosategundir eru um 600 talsins og sumar þeirra friðaðar. Mos-inn er stór hluti af íslenskri náttúru og umhverfi okkar og því vel við hæfi að taka honum fagnandi inn á heimilið í ýmsum skreytingum. Við leituðum til Katrí Tauri- ainen stílista hjá Tekk vöruhúsi sem notar mosann mikið. „Mest nota ég mosa í skreytingar og þá með blómum í páska- og jólaskreytingar. Til dæmis til að hylja mold í pottum eða með afskornum blómum í glærum vasa, hann gerir allt fallegra. Hann er harðgerð- ur og það er auðvelt að halda honum lifandi og fallegum lengi,“ segir Katrí. Hún er til dæmis með mosaskreytingu inni í stofu hjá sér sem hún úðar á vatni reglulega til að halda mosanum rökum og fínum. Mosinn fæst víða, meðal annars hjá Blómagalleríi við Hagamel, en þangað sækir Katrí oftast þann mosa sem hún notar. Þar er mosinn seldur þurrkaður og það eina sem þarf að gera er að bleyta hann. „Þau í Blómagalleríi gera stundum skreytingar fyrir mig ef ég er í tímaþröng,“ segir Katrí. Mosann er hægt að nota í fleira en blómaskreytingar. „Mosi er mjög fallegur og litríkur og það er auðvelt að leyfa honum til dæmis að vaxa utan á blómapottum í garð- inum eða á steinum. Mér finnst líka fallegt þegar hann sprettur upp á milli steina, þó að það séu nú kannski ekki allir sammála því,“ segir hún og bætir því við að mosavaxni veggurinn við Ráðhúsið sé dæmi um hversu fallegur hann getur verið utan á húsum og í kringum hús. „En fallegasti mos- inn sem ég hef séð er í Landmannalaug- um, þar er hann neongrænn á lit.“   Katrí býr í nýju hús- næði í Hafnarfirði og meðan á byggingu stóð var hún duglega að safna mosa í kringum húsið. „Það er vel hægt að safna mosa úr nátt- úrunni, en við þurfum að hafa það í huga að hann er lengi að vaxa og sumar tegundir eru frið- aðar. Svo eru sumir sem vilja losna við hann úr garðinum, en mér finnst hann svo flottur og ætla að hafa brekkuna ofan við húsið mosalagða.“  Body oil –likamsoliur Unaðslegar likamsoliur til að næra og mýkja húðina svo um munar. Oliurnar eru rikar af E-vitamini og olive oilu sem inniheldur mikið A-vitamin. Húðin verður slétt og mjúk og verður einstaklega fersk og falleg á litinn. Það er tilvalið nú i sumar að nota slika oliu til að fá extra fallega áferð og útlit á húð. Án allra parabena Ilmir: Vanilla/patchouli - lemongrass – sensual Hentar fyrir: Allar húðgerðir og allann aldur sér- staklega gott fyrir mjög þurra húð sem á það til að fá þurrku- bletti á ákv svæði likamans. Tilvalið að nota á mismunandi hátt -Nokkra dropa i baðið -Nokkra dropa út i likamskremin til að auka næringu til húðar -Sem nuddoliu fyrir fullorðna -viðbót út i body scrub -blanda saman við salt og búa til þina eigin meðferð. Verð kr 2.990 Soap scrub- sturtusápa Sturtusápa sem inniheldur mild mulin korn úr aprikósum og olivum og hefur því örlitið örvandi og stinnandi áhrif á húðina, sturtusápan gefur húðinni vellíðu og frískleika, hefur að einnig að geyma jojoba oliu sem hefur rakagefandi áhrif á húðina. Sturtusápan hefur ekki að geyma sulfate(freyðiefni) né parabena (rotvarnarefni). Hentar fyrir: Allar húðgerðir – konur – menn – börn Ilmir: Vanilla/patchouli – lavender – grapefruit/lemongrass – Mælum með: Að nota sturtusápuna daglega i sturtu og mjög gott að nota sturtuhanska með og nudda húðina vel.- einnig má setja dass i baðið til að fá unaðslegan ilm og smá froðu Verð 2.790 kr  Mosa er Hægt að nota Í Skreytingar Fallegur og glóandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.