Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.05.2011, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 13.05.2011, Blaðsíða 40
4 harpa Helgin 13.-15. maí 2011  kynning Munnharpan Feðgarnir þrír og Munnharpan Eins og Harpa sjálf mun veitingastaðurinn Munnharpan verða opnaður í dag. Eigendur staðarins eru hjónin Jakob Jakobsson og Guðmundur Guðjónsson, eigendur Jómfrúarinnar við Lækjargötu, ásamt syninum Jakobi Einari Jakobssyni. h ver verður munurinn á þeim matföngum sem boðið verður upp á í Munnhörp- unni og því sem við þekkjum af Jóm- frúnni? „Jómfrúin er smurbrauðsveit- ingahús, klassískt og danskt. Svona staður sem þarf að vera til í hjarta allra borga þar sem lítið breytist en fólk getur gengið að gæðunum vísum ár eftir ár. Auk þess er Jómfrúin hádegisveitinga- hús, en þar er lokað klukkan sex síðdegis alla daga,“ segir Jakob Einar Jakobsson. „Á Munnhörpunni ætlum við okkur að taka norræna eldhúsið með tilheyrandi hreinleika, fersk- leika, einfaldleika og með réttu og góðu siðferði aðlaga það hugmynd- um okkar um smáréttaveitingahús í Hörpunni. Staðurinn hefur fengið undirtitilinn „Nordic tapas“ sem er greinileg vísun í okkar hugmyndir. Einhverjir myndu segja að tapas væri spænskt eingöngu en við leituðum ráða og spurðumst fyrir innan fagstéttar matreiðslumanna innanlands sem og utan og allir voru sammála um að tapas væri orðið að nokkurs konar alþjóð- legu samheiti yfir litla rétti sem og „multi dish service“. Þess vegna kýldum við á það að kalla okkur þessum undirtitli í stað hefð- bundins Restaurant/café sem er orðið togað og teygt og segir oft og tíðum ekki mikið um hvaða stefnu staðurinn hefur. En við lítum fyrst og fremst til norræna eldhússins og áðurnefndur hreinleiki, fersk- leiki og einfaldleiki verður að vera í fyrirrúmi. Norræna eldhúsið snýst líka mikið um gott siðferði, virðingu fyrir hráefnunum, dýrum og uppruna þeirra, réttlæti í við- skiptum, fækkun milliliða og að leita ekki langt yfir skammt. Auðvitað er okkar staður umtals- vert stærri en þeir staðir sem hafa fengist við svipaða matargerð hér á landi og því horfum við á þessa stefnu sem ákveðið verklag, sem við viljum fylgja og tilheyra, frem- ur en ófrávíkjanlega reglu.“ Gott kaffi og meðlæti allan daginn ... Hversu marga gesti tekur Munn- harpan í sæti? „Hjá okkur verða 150 sæti innan- dyra en auk þess er skrautfjöður í okkar hatti útisvæðið sem snýr í suður með útsýni á miðborgina og inn Lækjargötuna. Við erum auð- vitað kaffihús Hörpunnar líka og leggjum mikinn metnað í að geta boðið upp á gott kaffi allan daginn; fólk mun koma til okkar og tylla sér niður með kaffi og meðlæti yfir miðjan daginn á skoðunarferð sinni um Hörpu. Á kaffiseðlinum er sætabrauð og kökur og við verðum með kaffiþjón á morgun- vaktinni frá kl. níu en eldhúsið verður opið frá kl. 11.30 til 22.00. En þótt ég nefni hér kaffi og með- læti þá verður matseðillinn okkar í gangi allan daginn og ef það verð- ur steikjandi sól á útisvæðinu, þá segir mér svo hugur að kokteila- listinn komi til með að verða þar aðlaðandi fyrir marga líka!“ ... og girnilegir smáréttir og matur af matseðli Verður mikil breyting á matseðli frá degi fram að kvöldi? „Þegar við tókum smá forskot- sopnun 4., 5. og 6. maí í tengslum við opnunartónleika Hörpunnar fengum við grun okkar staðfestan: Þegar um meiriháttar viðburði verður að ræða í húsinu og við getum átt von á 1.500-2.000 manns í Hörpu á sama tíma sem allir eru á leið á sama viðburðinn, verðum við að vera með sérstakan matseðil. Gott dæmi er til dæmis val á milli tveggja og fjögurra smárétta.“ Hvert snýr fólk sér sem vill panta borð, til dæmis fyrir tónleika eða í hléi, og hvað er þá boðið upp á? „Þegar um stærri viðburði er að ræða verður sérstakur matseð- ill, til dæmis val um tvo eða fjóra rétti sem matreiðslumaðurinn setur saman af okkar „standard“ - matseðli sem verður í boði. Í hléi viljum við geta boðið fólki sem borðaði fyrir sýningu að ganga að „sínu borði“ með fyrirfram pönt- uðum veitingum. Annars er barinn alltaf opinn í hléi og fólk mun einnig geta keypt sér af kaffiseðli „yfir deskinn“ og fengið sér sæti hjá okkur. Hægt verður að panta borð í gegnum síma 528 5111 en einnig inni á nýju heimasíðunni okkar sem fer í loftið fyrir helgi (www.munnharpan.is).“ Hvernig leggst í þig að pabbi þinn og ektamaður hans eigi Jómfrúna og þú verðir nú rekstrarstjóri hér í Munnhörpunni? „Mjög vel. En við stöndum ekki einir að þessu. Við höfum frá- bært starfsfólk á báðum stöðum. Yfirmatreiðslumeistari á Munn- hörpunni heitir Sigurður Daði Friðriksson og yfirþjónn er Ólína Laufey Sveinsdóttir. Þetta leggst ljómandi vel í okkur feðgana þrjá enda sumarið fram undan, þetta er sannkallaður „familybuisness.“-akm h vernig kom það til að þú réðir þig til starfa í Hörpu? Það vildi nú bara þannig til að ég sá starfið auglýst og ákvað að sækja um. Ég bjó að góðri reynslu frá því að ég starfaði sem sölustjóri ráðstefnu- og hvataferða hjá Icelandair hotels. Ég er menntaður við- skiptafræðingur frá Háskóla Íslands og með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, en ferðageirinn hefur alltaf togað í mig og það er ekki oft sem að við fáum slík tækifæri, sem Harpa er fyrir íslenska ferðaþjónustu. Ég vildi bara ólm fá að taka þátt í þessu ævintýri. Hvað er það helst sem Harpa bætir við fyrir ráðstefnuhald hér á landi? Það er fjölmargt sem hægt er að nefna. Þetta er einfaldlega bylting í allri aðstöðu, bæði hvað varðar stærð og tækni. Þó að grunnurinn sé tónlistarhús þá var í hönn- unarfeli hússins ávallt tekið sérstaklega tillit til þarfa ráðstefnuhalds. Atriði eins og innbyggðir túlkaklefar, aðstreymi ráð- stefnu-og fundargesta, hljóðkerfi, ljósabún- aður og önnur þjónusta er öll í samræmi við ströngustu kröfur sem gerðar eru til slíkra þátta í dag. Salir Hörpu eru allir búnir fyrsta flokks tækjabúnaði sem keyptur hefur verið frá sér- hæfðum framleiðendum út um allan heim. Salurinn Silfurberg var svo sérhannaður með tilliti til ráðstefnuhalds. Hann býður upp á afar fjölbreytta uppstillingu sviðs og sæta og stillanlegan hljómburð fyrir talað mál. Það er svo margt sem Harpa kemur með sem hefur vantað; S.s. hallandi sæta- raðir, svalir og stórt opið sýningarrými utan við salinu. Allt þetta gerir Hörpu mjög að sveigjanlegum fundarstað sem er það sem leitað er að varðandi ráðstefnuhús. Við eigum von á að halda hér stóra alþjólega fundi, ráðstefnur fagsamtaka og stærri inn- lenda viðburði og húsið verður fullfært að sinna öllu þessu, stundum fleiri en einum viðburði í einu. Ráðstefnugestir koma utan háannatíma og gefa miklar tekjur Mikið hefur verið rætt um kostnaðinn við byggingu og rekstur Hörpu. En hvað með tekjurnar sem hún skapar, eru þær ekki töluverðar? Já. Það er hinn hlutinn á jöfnunni sem við ætlum að sýna fram á. Efnahagsleg áhrif (bein og afleidd) af þeim möguleikum sem Harpa skapar í heilsársferðaþjónustu á Ís- landi eru að mati þeirra sérfræðinga sem við höfum rætt við, umtalsverð. Hvort sem litið er til flugfélaga, hótela, veitingahúsa eða ferðaskipuleggjenda þá verður Harpa mikil lyftistöng. Einnig skapar húsið ný tækifæri fyrir sérhæfða aðila eins og ráðstefnuskipu- leggjendur og viðburðahaldara. Með góðri samvinnu allra hagsmunaaðila getur til- koma húss eins og Hörpu orðið til að auka heimsóknir tugþúsunda ferðamanna sem hefðu ellegar ekki komið, bæði ráðstefnu- gesta og gesta á aðra viðburði. Þær gjald- eyristekjur sem þannig skapast munu verða kærkomnar fyrir þjóðarbúið, segir Karitas. Tugir manna munu starfa við veisluþjónustu eingöngu Hvað með aðra þjónustu sem fylgir fundum og ráðstefnuhaldi? Það er eins og oftast tíðkast í svona hús- um, sérstök veisluþjónusta sem starfrækt verður í Hörpu. Hún hefur fengið nafnið Hörpudiskur og á eftir að framreiða tug- þúsundir diska á næstu mánuðum. Fólkið á bakvið hana er þrautreynt á sínu sviði, en rekstraraðilinn er Jóhannes Stefánsson, kenndur við Múlakaffi. Yfirmatreiðslu- meistari Hörpudisksins er Bjarni Gunnar Kristinsson sem síðast starfaði sem yfir- matreiðslumaður á Grillinu á Hótel Sögu. Með þeim er svo úrvalshópur matreiðslu- manna og sérfræðinga í skipulagningu á ráðstefnum og veislum. Allt í allt um 40 manns. Þannig að þetta ætti að gefa nokkra vísbendingu um þau umsvif sem verða í veislu- og fundahaldi í húsinu. Einnig verða sem kunnugt er tveir veitingastaðir í Hörpu; Munnharpan á jarðhæðinni og Kolabrautin á efstu hæð. En að lokum leikur okkur forvitni á að vita. Eru einhverjar erlendar ráðstefnur fram- undan? Já. Ég get upplýst að það er fjöldi erlendra ráðstefna nú þegar bókaður og má þar nefna alþjóðlega ráðstefnu samtaka frumkvöðla- kvenna síðar í þessum mánuði, Evrópuráð- stefnu um hugræna atferlismeðferð sem fram fer í haust, ráðstefnuna Via Nordica sem verður á árinu 2012 og ráðstefnu Evr- ópusambands tannréttingasérfræðinga árið 2013. Þetta eru þúsundir gesta sem koma í tengslum við þessa viðburði eingöngu.  ráðstefnuhús Á heiMsMælikvarða Harpa er tækifæri Það fer ekki fram hjá neinum að í Reykjavík er að opna tónlistarhús. En færri vita að í Hörpu verður ein glæsilegasta aðstaða á Íslandi fyrir ráðstefnu- og fundahald. Aðstaða sem mun að sögn þeirra sem til þekkja stórauka möguleikana á því að laða alþjóðlegar ráðstefnur hingað til lands. Við ræddum við Karitas Kjartans- dóttur, en hún hefur verið ráðin verkefnisstjóri ráðstefnuhalds í Hörpu. Karitas Kjartansdóttir er verkefnisstjóri ráðstefnuhalds í Hörpu. Siguður Daði Friðriksson yfirmatreiðslumeistari Munnhörpunnar og Jakob Einar Jakobsson einn þriggja eiganda staðarins. L jó sm yn d/ H ar i L jó sm yn d/ H ar i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.