Fréttatíminn - 13.05.2011, Blaðsíða 76
Helgin 13.-15. maí 2011
Þessar vörur eru á frábæru BYKO klúbbstilboði í næstu BYKO verslun.
Tilboðin gilda aðeins fyrir þá sem eru í BYKO klúbbnum.
Fullt verð: 39.990
Vnr. 49620203
Reiðhjól
26” fjallahjól úr áli,
18 gíra, silfurlitað.
29.900
26“
afsláttur
10.000kr.
Hjól úr áli
Mikið úrval
dekkjum!
af sumar-
Vinnur þú mið
a á Eagles?
EAGLES
Tíu miðar fyrir tvo á Eagles
BYKO ætlar að bjóða tíu heppnum BYKO-
klúbbs félögum ásamt vini á tónleika með
heimsfrægu hljóm sveitinni Eagles á A-svæðið
í nýju Laugardals höllinni þann 9. júní nk.
Allir handhafar BYKO-klúbbskortsins fara
sjálfkrafa í pott þegar þeir versla í BYKO.
Verður þú á tónleikunum?
Ekki láta þennan BYKO-klúbbsleik fram hjá þér fara!
Dregið 30. maí 2011.
Það er þess virði
að vera korthafi!
að auki færðu 5.000 kr.
fyrir gamla hjólið
upp í nýtt hjól!
Þú færð 4.000 kr. ávísun að auki upp í
dekkjaskipti hjá MAX1 með hverjum keyptum dekkjagangi.
Það margborgar sig að kaupa dekkin í BYKO!
af sumardekkjum!
20%
afsláttur
Þú getur skráð þig í BYKO-klúbbinn í næstu verslun eða á www.byko.is
Gildir til 19. maí 2011
BYKO
klúbbstilboð!
S teindi jr. hefur ekki átt í erfiðleikum með að fá þekkt fólk til að leggja sér lið í vinsælum gamanþáttum sínum sem sýndir eru á Stöð 2.
Í þættinum á fimmtudag bauð Steindi upp á tónlistar-
myndband þar sem hann tefldi fram þokkafullum
fyrirsætum sem settu sterkan svip á stemninguna.
Fyrirsætan Bryndís Gyða Michelsen tók að sér
að smala nokkrum vinkonum sínum saman í atriðið
og skemmti sér konunglega við tökur fyrr í vikunni.
Hún spáði mjög fyndnum þætti á Facebook-síðu sinni
á miðvikudaginn.
„Lagið fjallar um náunga sem er alltaf í ógeðslega
trylltu dæmi. Hann er í geðveiku partíi þar sem
Helgi Björns er plötusnúður og Magnús Ver er
þjónn inni á baði. Þetta er svo svakalegt VIP-dæmi
að þeim var ekki boðið heldur voru þeir fengnir til
þess að vinna í þessu partíi,“ segir Steindi.
„Stelpurnar þurftu svo bara að vera sætar en
þær eru með mér í partíinu og á golfvelli þar
sem Birgir Leifur er kylfusveinn og ég
er að taka hring með Agli Ólafssyni og
Sölva Tryggvasyni. En lagið gengur út
á að það er alveg sama hversu fjörið er
mikið, partíið gott eða mikil stemn-
ing á golfvellinum, gaurinn langar
samt eiginlega alltaf aðeins meira til
að vera bara heima hjá sér að gera ein-
hverja ómerkilega hluti.“
Steindi og félagar keyra sig hart
þessa dagana og þótt þeir eigi til mikið
af efni eru þeir iðulega að taka upp
efni í byrjun viku fyrir þáttinn næsta
fimmtudag. „Við erum búnir að missa út
sketsa í raun vegna ritskoðunar þannig
að við erum alltaf að taka upp nýtt og
nýtt efni og erum farnir að gera þetta
mikið jafnóðum. Við sofum lítið þessa
dagana,“ segir Steindi sem lumar á ýmsu í
næstu þáttum.
Í gellufans á
golfvelli
Steindi jr. Sefur lítið þeSSa dagana
Steindi fram-
leiðir efni eins
og vindurinn og
ekki veitir af þar
sem ritskoðun
veldur nokkrum
afföllum.
tónleikar Átthagafélag VeStmannaeyinga
Fagna 100 ára afmæli
Oddgeirs Kristjánssonar
S önghópur Átthagafélags Vestmannaeyinga á
Reykjavíkursvæðinu heldur
tónleika í kirkju Óháða
safnaðarins við Háteigsveg
í Reykjavík laugardaginn
14. maí klukkan 15. Á efnis-
skránni eru ýmis Eyjalög og
textar. Í ár eru hundrað ár
liðin síðan eitt ástsælasta
söngvaskáld Vestmannaey-
inga, Oddgeir Kristjáns-
son, fæddist og eru þessir
tónleikar hluti af röð atburða
á vegum Vestmannaeyinga til
að minnast þessa jöfurs í tón-
listarsögu Vestmannaeyja. Á
meðal laga Oddgeirs eru til
að mynda Vor við sæinn, Ég
veit þú kemur og Ágústnótt.
„Okkar helsta markmið
er að halda á lofti tónlist og
textum frá Vestmannaeyjum
og sjá til þess að þessi tón-
listararfur deyi ekki,“ segir
Hafsteinn G. Guðfinns-
son, stjórnandi sönghópsins,
í samtali við Fréttatímann.
Hópurinn hefur verið starf-
ræktur í sex ár og meðal ann-
ars farið á norrænt vísnamót í
Saro í Svíþjóð. -óhþ
Sönghópur Áttahagafélags Vestmannaeyinga í Reykjavík.
Lj
ós
m
yn
d/
G
uð
ný
H
el
ga
G
uð
m
un
ds
so
n