Fréttatíminn - 13.05.2011, Blaðsíða 58
50 heimili Helgin 13.-15. maí 2011
Föstudaginn 20. maí gefum við á Fréttatímanum út
blað um garða í samvinnu við Garðyrkjufélag Íslands.
Í þessu fyrsta blaði sumarsins fjöllum við m.a. um
Garðyrkjufélag Íslands og starfsemi þess og leggjum
einnig áherslu á vorverkin og skipulag garða. Við
munum gefa út þrjú blöð í sumar um garða. Í þessum
blöðum verður fjallað um allt sem viðkemur garðinum
hvort sem það eru blóminn og gróðurinn, flötin og
slátturinn eða pallar og garðhúsgögn.
Sérblöð Fréttatímans eru vönduð og auglýsingar
í þeim skila auglýsendum árangri enda er
Fréttatíminn lesin um helgar en ekki bara flett við
morgunverðarborðið.
"Það er greinilega fín lesning á blaðinu ykkar. Síminn
hefur ekki stoppað í dag og skilaboðin greinilega
komist til skila" segir Elvar Ingimarsson hjá Litalandi
eftir að hafa auglýst í sérblaði Fréttatímans.
Ef þú hefur áhuga á að koma að efni eða auglýsingu í
blaðið þá snúðu þér til auglýsingadeildar Fréttatímans.
Síminn er 531 3310 eða sendu okkur póst á
auglysingar@frettatiminn.is
Sérblað um garða og gróður
Leikmunir ímyndunaraflsins
Barnaleikur
Gefandi hönnun sem örvar ímyndunaraflið.
H
önnun fyrir börn
hefur færst í aukana
á síðustu árum og
upp hafa sprottið
hönnunarfyrir-
tæki sem sérhæfa sig í að hanna
einungis fyrir börn. Þar er um að
ræða húsgögn, leikmuni og aðra
hluti sem koma fyrir í daglegu
lífi barna. Nostalgía frá æsku-
árum hönnuða, sköpunargleði og
agað hömluleysi einkennir þessa
hönnun og höfðar stundum jafn-
mikið til fullorðinna og barna.
Mikið af því sem framleitt
er fyrir börn er jafnvel eitt-
hvað sem hönnuðir hafa
gert fyrir sín eigin börn,
þaðan sem hugmyndin
sprettur oft. Börn eru
skemmtileg, glaðlynd,
kvik og alltaf á ferð og flugi
og hönnun fyrir þau tekur mið af
þessum eiginleikum og styður við
ófyrirsjáanleg ævintýri í daglegu
lífi barnanna.
Dansskór
þar sem
börnin geta
staðið á
fótunum
á mömmu
eða pabba,
frá finnska
fyrirtækinu
Company.
Dalvíkursleðinn
eftir Dag Óskarsson er
byggður á gamalli erki-
týpu af sleða. Hlutur
úr fortíðinni í nýjum
búningi. Fæst meðal
annars á Birkiland.is
Bókahilla eftir
Siggu Heimis
prýdd persónum
og munum sem
gætu allt eins
átt heima í
barnabók. Hillan
fæst í Kraumi og
Epal.
Hægindastóll fyrir börn, hannaður af danska hönnuðinum
Hönnu Kortegaard. Stóllinn var útskriftarverkefni hennar við
Danska hönnunarskólann í Kaupmannahöfn.
Kassabíllinn er eftir Jesper K. Thomsen
og er hannaður fyrir Normann Copen-
hagen. Ekki er erfitt að sjá hvaðan
Jesper fékk hugmyndina.
Para-
dísartréð er
fatahengi
eftir finnska
hönnuðinn
Oiva Toikka
fyrir Magis.
Þvottavélar – Varahlutir
Til sölu notaðar þvottavélar, þurrkarar og uppþvottavélar.
Tökum bilaðar vélar uppí. Varahlutir á góðu verði.
Opið alla daga 10.00-18.00
.... Góð Tæki ....
Síðumúla 37, kjallara | 108 Reykjavík | Sími 847 5545
KVEIKT’Á KANANUM
ÁSDÍS RÓSA
HELGARBLAÐ
Þú getur nálgast
Fréttatímann frítt á
þjónustustöðvum
N1 um land allt