Fréttatíminn - 13.05.2011, Síða 36
Af öpum og furðufugli
Á Látrabjargi í fyrrasumar lærði ég að
til væru tvær tegundir fuglaskoðunar-
manna; merkjarar og ekki-merkjarar.
Merkjarar eru í markvissum lífstíðar-
leiðangri í leit að sem flestum tegundum
úr Stóra fuglavísinum. Hinir þykjast
njóta fuglalífsins án nördískrar söfnun-
aráráttu.
Þegar ég steig á Tiwai-eyjuna í Sierra
Leone, skammt frá landamærum Líber-
íu, mætti ég sjaldséðri tegund á þessum
slóðum; svokölluðum ferðamanni.
Þessi hvíti hrafn, klæddur síðerma
safarí-galla, heilsaði án þess að taka
augun af himninum. Mark, frá Þýska-
landi. Meira fékk ég ekki að vita en gat
gefið mér að hann væri áhugasamur um
fuglalíf. Ég var spenntari fyrir spendýr-
um eyjunnar, þrettán apategundum og
síðustu pygmý-flóðhestum jarðar.
Við sólarupprás næsta dag héldum við
Mark inn í frumskóg eyjunnar í fylgd
leiðsögumannsins Nakjuu í von um að
sjá einhver dýr í morgunæfingum.
Skógurinn var svo þykkur að við sáum
fátt handan gönguslóðans. Í hvert sinn
sem trjágrein hreyfðist í fjarska benti
Nakjuu spenntur. „Api! Þarna! Sjáðu!“
Ég pírði augun og gott ef ég sá ekki eitt-
hvað kvikt skjótast milli greina.
Aftur á móti heyrðum við í öllu mögu-
legu. Við hvert hljóð spurði Mark ákafur
hvort þetta væri þessi eða hin fuglateg-
undin. Leiðsögumaðurinn kinkaði alltaf
kolli og svaraði eftir atvikum „frum-
skógar-dýr“ eða „frumskógar-fugl“.
Mark þreyttist samt ekki á að spyrja.
Stundum hugsaði leiðsögumaðurinn sig
lengi um áður en gaf sama stutta svarið.
Þegar hann sagði að tiltekið hljóð kæmi
annaðhvort frá „frumskógar-dýri“ eða
„frumskógar-fugli“ var Þjóðverjanum
öllum lokið og reytti hár sitt það sem
eftir lifði göngutúrsins. Mig var farið að
gruna að hann væri merkjari.
Ég kunni ágætlega við að Nakjuu
reyndi ekki að vera David Attenboro-
ugh. Hann vissi á móti heilmikið um
skógarnytjar. Til dæmis benti hann
okkur á allar plöntur sem hægt var að
reykja. Ég reyndi að sýna því sérsviði
hans áhuga og spurði hvort hægt væri
að reykja skærrauðu blómin sem uxu
um allt. „Já,“ svaraði hann hikandi
en muldraði, hálf raunamæddur: „En
maður verður veikur af því.“
Og hvers konar tré tengdust mannáti
til forna. „Núorðið þarf sérstakt leyfi
til að höggva þau en gott ef ég sá ekki
kokkinn okkar verða sér útum trjábút
eftir að þið komuð,“ sagði hann og
kímdi. Ég hló en Mark var ekki skemmt.
Mannát á víst ekki að hafa í flimtingum.
Einu dýrin sem ég komst í nálægð við
á Tiwai-eyjunni voru helvítis skordýrin.
Kannski ekki við öðru að búast í Vestur-
Afríku. Þau fáu villidýr sem ekki hafa
orðið manninum að bráð eru mun stygg-
ari en þau sem finnast á austurströnd
álfunnar.
Í löndunum við Gíneuflóa eru apar al-
gengustu villidýrin. Víða má sjá auglýs-
ingaskilti frá dýraverndunarsamtökum:
Að drepa apa er ólöglegt! Heimamenn
halda hins vegar áfram veiðum. Apar
eru nefnilega eins og álftin; bændum til
ama á ræktunarlandi og fínn sunnudags-
matur. Til þess að skilja lesendur ekki
eftir með þá spurningu hvernig þessir
forfeður okkar smakkast get ég greint
frá því að chlorocebus-api, djúpsteiktur
úti í vegkanti við þorpið Kurubonia,
bragðast eins og kjúklingur.
Aldrei mútað nokkrum manni
Landamæraverðir eru fagmenn í að nota
stimpla; vinstri hönd heldur vegabréfinu
opnu, hnefinn á hægri krepptur utan
um stimpilskaftið, tvö taktföst högg í
blekpúða, handleggurinn reistur frá
borðplötunni og búmm!
Hljóðið þegar stimpillinn hamrar
vegabréfið fær mig alltaf til að anda
léttar.
Landamæraverðir eru nefnilega líka
algjörir asnar, allavega í ríkjum þar sem
þeir eru aldir upp í hernum, með völd
langt umfram menntun, einráðir um
hvað fer í gegn og þá sérstaklega hve
langan tíma ferlið tekur.
Ég kynntist einum á landamærum
Gíneu.
„Það eru lög í þessu landi,“ endurtók
hann þegar ég sagðist ekki vera með
„leyfi“ fyrir að flytja myndavél inn til
landsins. „Ég get ekki hleypt þér í gegn
án þess. Hvað getum við gert?“
Af prinsippástæðum bauðst ég ekki
til að „kaupa“ hið uppspunna leyfi. Í stað
þess að þræta, sýndi ég þessu vandamáli
hans sem minnstan áhuga. Tók upp bók
og settist í skuggann.
Bókin Blood River er eftir breskan
blaðamann sem endurtók frægðarför
landkönnuðarins Henrys Martel Stanley
meðfram endilangri Kongóánni. Höf-
undur glímdi hvarvetna á för sinni við
sama vandamál og ég þessa stundina:
spillingu.
Spilling er daglegt brauð á þessum
slóðum og atvinnulífið líður gríðarlega
fyrir óskilvirknina. Vesturlandabúar
sem starfa í Vestur-Afríku verða hissa
þegar ég segist aldrei hafa þurft að múta
embættismanni. „Mundu að upphæðin
er samkomulagsatriði. Prúttaðu,“ ráð-
lagði einn þeirra.
Til þess að komast í gegnum landa-
mæri og vegartálma dugar oftast að
reiða fram smáræði, kannski ígildi
hundrað króna, einnar máltíðar. Öðru
gegnir þegar leysa þarf flutningagáma
úr tollinum eða greiða lögreglunni
„sekt“ fyrir að aka eineygðum.
Tíminn leið og ég virtist vera eini við-
skiptavinur landamæravarðarins þennan
eftirmiðdag. Ég sem hafði veðjað á að
komast í gegn þegar næsta bíl bæri að
garði og hann yrði of upptekinn til að
halda ruglinu til streitu.
Mitt örþrifaráð var að setjast á reið-
hjólið og snúa við. „Ég reyni þá annars
staðar.“
Hann gaf sig.
Degi síðar, þrjátíu kílómetrum austar,
fattaði ég hvers vegna engin hafði átt
leið um landamærin. Vegurinn endaði
við breitt fljót. Þar var ferja – ryðguð og
ónýt. Hún hafði gefið sig fyrir nokkrum
árum, skildist mér á manninum sem
flutti mig yfir á árabát.
Ef til vill hafa stjórnvöld veitt fé í nýja
ferju en engan skal undra að hún komi
seint.
Samgönguráðherrann vatnar jú alltaf
nýjan einkabíl.
Sem betur fer með tjald
Bakpokaferðalangar skilja yfirleitt spari-
fötin eftir heima. Alister Kalkott, garð-
yrkjumaður og ferðafélagi minn í Súdan,
er undantekning.
Á tveggja vikna ferðalagi okkar
gistum við á billegum hótelum þar sem
maður mátti þakka fyrir rennandi vatn.
Þegar við loksins komum til Karthoum,
höfuðborgar landsins, skellti Alister
sér í sparibuxurnar og hélt til á fimm
stjörnu hóteli næstu daga. Fékk sér
sundsprett, sat inni á loftkældri lesstofu
og notaði salernisaðstöðu með hreinu
vatnsklósetti, hvorki meira né minna.
Hótelstarfsmenn grunaði ekki að svona
vel til hafður Breti svæfi í raun í svefn-
pokaplássi neðar í götunni.
Í löndum eins og Súdan, þar sem
ferðaþjónusta er engin, eru hótelkostir
heldur fátæklegir. Hótelherbergi með
gæðum sem maður á að venjast á Vestur-
löndum eru líka sjaldnast í takt við al-
mennt verðlag í landinu. Þrennt veldur:
fákeppni, stéttaskipting og lélegir
innviðir – almenn rafmagnsveita er til
dæmis sjaldnast í boði og hótel verða að
leita eigin leiða við raforkuframleiðslu.
Af sautján ríkjum Vestur-Afríku státa
aðeins fjögur af raunverulegum ferða-
mannaiðnaði: Senegal, Gambía, Malí og
Gana. Sem betur fer sef ég í tjaldi flestar
nætur, laus við leðurblökur, músagang
og rotnandi sængurver.
Heimamönnum þykir skiljanlega
undarlegt að ég skuli umfram allt kjósa
appelsínugula kúlu sem næturstað.
Enskukennari í Gíneu virti tjaldið lengi
fyrir sér áður en hann skildi hvernig á
þessu stóð. „Þú kýst þetta sem heimili til
að halda í rætur þínar sem eskimói, já?!“
Ástæða hnignandi dýralífs Þetta er víst kallað þróun.
Prílað eftir pálmavíni Það er vissara að vera allsgáður við þessa Matmálstími í Kurubonia Drengir að borða apa og veifa djúpsteiktu höfðinu.
Mundu að upphæðin er samkomulagsatriði.
Prúttaðu,“ ráðlagði einn þeirra.”
Lj
ós
m
yn
di
r/
Eg
ill
B
ja
rn
as
on
36 afríka Helgin 13.-15. maí 2011