Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.04.2011, Qupperneq 10

Fréttatíminn - 15.04.2011, Qupperneq 10
Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@ frettatiminn.is Nóatúni 4 • Sími 520 3000 www.sminor.is A T A R N A Þú hittir beint í mark með Siemens. Bónusvilla til sölu Erlendir aðilar eiga 23 prósent í MP banka samkvæmt lista yfir nýjan eigendahóp bankans sem kynntur var í vikunni. Títan fjárfestingarfélag, sem er í eigu Skúla Mogensen, er stærsti hluthafinn með 17,5 prósentna hlut en næst á eftir koma Líf- eyrissjóður verzlunarmanna, Manastur Holding í eigu Joe Lewis, sem á meðal annars enska úrvalsdeildarliðið Totten- ham, Linley Limited, í eigu Rowland-fjöl- skyldunnar sem á Banque Havilland í Lúxemborg, og Mizar ehf., í eigu Guð- mundar Jónssonar úr Sjóla-fjölskyldunni. Allir þessir aðilar eiga yfir níu prósentna hlut í bankanum. Nýir eigendur taka við eignum bankans á Íslandi og í Litháen en önnur starfsemi verður áfram í eigu fyrr- verandi hluthafa. Skúli Mogensen, stærsti hluthafi og varaformaður stjórnar bankans, segir mikil tækifæri felast í því að efla og byggja upp eina sjálfstæða banka landsins. „Við leggjum ríka áherslu á óháða stjórn bank- ans og öflugt innra eftirlit. Til dæmis er bankanum nú óheimilt með öllu að taka veð í eigin hlutabréfum samkvæmt nýjum samþykktum félagsins,“ segir Skúli. Alls lögðu nýir hluthafar inn 5,5 milljarða í nýju hlutafé og verður þeim fjármunum varið til að auka útlán bankans og mark- aðshlutdeild, að sögn Gunnars Karls Guðmundssonar, for- stjóra bankans. Ingibjörg Sólrún vill minnka við sig Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi for- maður Samfylkingarinnar, hefur sett fjölskyldu- hús sitt við Nesveg á sölu. Hún segir í samtali við Fréttatímann að hún og maður hennar, Hjörleifur Sveinbjörnsson, séu að verða ein eftir í kotinu og húsið sé of stórt. „Þetta er fallegt hús en það þýðir lítið að bindast steinsteypunni. Húsið er til sölu fyrir rétt verð,“ segir Ingibjörg. -óhþ Mynni, félag í eigu skilanefndar Landsbankans, hefur sett lúxusvilluna Hrafnabjörg við Eyjafjörð á sölu. Villan var áður í eigu fjárfestingarfélagsins Gaums, félags Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu, og bjó Jóhannes Jónsson, faðir Jóns Ásgeirs, í húsinu. Það er 427,4 fermetrar að stærð og er á tveimur hæðum. Útsýnið yfir Akureyri og út Eyjafjörðinn ku vera ævintýralegt og meðal þess sem þar er að finna er 40 fer- metra sundlaug, tækjasalur, gufubað og heitur pottur. Ekki kemur fram hversu mikið er sett á lúxusvilluna en um 400 milljónir hvíldu á henni þegar Mynni tók eignina yfir. -óhþ  FjármálastoFnanir EigEndaskipti Nýir eigendur fá ekki lán hjá MP banka Skúli Mogensen, sem leiðir hluthafahóp MP banka, segir erlenda eigendur í MP banka ólíka er- lendum eigendum Arion banka og Íslandsbanka þar sem enginn hafi neytt þá til að eignast hlut í MP banka. 10 stærstu hlut- hafar MP banka Títan fjárfestingarfélag ehf. 17,45% Lífeyrissjóður verzlunarmanna 9,82% Manastur Holding 9,64% Linley Limited 9,64% Mizar ehf. 9,09% TM hf. 5,45% Drómi hf. 4,64% VÍS hf. 4,55% Moment fjárfesting 3,64% MP Canada Iceland Ventures 3,64%  EFnahagsmál Ísland á batavEgi Forsendur fyrir 25% styrkingu krónunnar E fnahagur Íslands er á batavegi eftir bankahrunið haustið 2008. Þetta kom fram í máli Lars Chris- tensen, forstöðumanns greiningardeildar Danske Bank, en hann kynnti nýja grein- ingu á íslensku efnahagslífi á fundi VÍB, eignastýringarþjónustu Íslandsbanka, á þriðjudaginn var. Mörgum er í fersku minni greining Lars og Danske Bank á ís- lensku efnahagslífi árið 2006 þar sem m.a. var bent á hættuna af ofurvexti íslenska bankakerfisins. Helstu stofnanir í íslensku fjármála-, efnahags- og stjórnmálalífi mótmæltu greiningu Lars Christensen og Danske Bank þá, sögðu stoðirnar styrkar. Annað kom á daginn eins og alkunna er. Lars mætir því ekki mótmælaöldu hér- lendis á vordögum ársins 2011, hálfu þriðja ári eftir efnahagshrunið á Íslandi. Fremur er talið að hann sé um of bjartsýnn fyrir hönd íslensks efnahagslífs en í greiningu hans er gert ráð fyrir því að verg lands- framleiðsla verði í kringum 3 til 4% á næstu tveimur til þremur árum. Lars spáir því að verðbólga haldi áfram að lækka hér á landi og verði undir markmiðum Seðlabankans, 2,5%, á næstu þremur árum. Gert er ráð fyrir því að einkaneysla auk- ist um 3% á árinu en hægar á næstu árum. Í greiningunni kemur fram að forsendur séu fyrir því að íslenska krónan styrkist um 25% á næstu þremur árum. Helstu ástæður fyrir batnandi efnahag eru m.a. jákvæður vöruskiptajöfnuður, lækkun á fasteignaverði, minni verðbólga og vanmat á íslensku krónunni. Vanmat á íslensku krónunni ætti að auðvelda afléttingu gjald- eyrishafta. Greining Danske Bank gerir ráð fyrir að atvinnuleysi hér á landi verði áfram í kringum 10%. Fram kemur að niðurstaða þjóðarat- kvæðagreiðslunnar í Icesave-málinu skapi meiri óvissu og gæti haft neikvæð áhrif á fjármögnun Íslands og lánshæfismat. Aftur á móti gerir Danske Bank ekki ráð fyrir að niðurstaðan hægi á efnahagsbatanum, t.d. vexti í landsframleiðslu. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Lars Chris- tensen, for- stöðumaður greiningar- deildar Danske Bank, kynnti nýja greiningu á íslensku efnahagslífi. Mörgum er í fersku minni greining Lars og Danske Bank á íslensku efnahags- lífi árið 2006. Lars Christensen, forstöðumaður greiningar- deildar Danske Bank, skýrir frá niðurstöðum greiningar bankans á íslensku efnahagslífi á fundi VÍB. Ljósmynd/Hari 10 fréttir Helgin 15.-17. apríl 2011
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.