Fréttatíminn - 15.04.2011, Qupperneq 10
Óskar Hrafn
Þorvaldsson
oskar@
frettatiminn.is
Nóatúni 4 • Sími 520 3000
www.sminor.is
A
T
A
R
N
A
Þú hittir beint í mark
með Siemens.
Bónusvilla til sölu
Erlendir aðilar eiga 23 prósent í MP banka
samkvæmt lista yfir nýjan eigendahóp
bankans sem kynntur var í vikunni. Títan
fjárfestingarfélag, sem er í eigu Skúla
Mogensen, er stærsti hluthafinn með 17,5
prósentna hlut en næst á eftir koma Líf-
eyrissjóður verzlunarmanna, Manastur
Holding í eigu Joe Lewis, sem á meðal
annars enska úrvalsdeildarliðið Totten-
ham, Linley Limited, í eigu Rowland-fjöl-
skyldunnar sem á Banque Havilland í
Lúxemborg, og Mizar ehf., í eigu Guð-
mundar Jónssonar úr Sjóla-fjölskyldunni.
Allir þessir aðilar eiga yfir níu prósentna
hlut í bankanum. Nýir eigendur taka við
eignum bankans á Íslandi og í Litháen en
önnur starfsemi verður áfram í eigu fyrr-
verandi hluthafa.
Skúli Mogensen, stærsti hluthafi og
varaformaður stjórnar bankans, segir
mikil tækifæri felast í því að efla og byggja
upp eina sjálfstæða banka landsins. „Við
leggjum ríka áherslu á óháða stjórn bank-
ans og öflugt innra eftirlit. Til dæmis er
bankanum nú óheimilt með öllu að taka
veð í eigin hlutabréfum samkvæmt nýjum
samþykktum félagsins,“ segir Skúli.
Alls lögðu nýir hluthafar inn 5,5 milljarða
í nýju hlutafé og verður þeim fjármunum
varið til að auka útlán bankans og mark-
aðshlutdeild, að sögn Gunnars
Karls Guðmundssonar, for-
stjóra bankans.
Ingibjörg Sólrún vill minnka við sig
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi for-
maður Samfylkingarinnar, hefur sett fjölskyldu-
hús sitt við Nesveg á sölu. Hún segir í samtali
við Fréttatímann að hún og maður hennar,
Hjörleifur Sveinbjörnsson, séu að verða ein
eftir í kotinu og húsið sé of stórt. „Þetta
er fallegt hús en það þýðir lítið að bindast
steinsteypunni. Húsið er til sölu fyrir rétt
verð,“ segir Ingibjörg. -óhþ
Mynni, félag í eigu skilanefndar Landsbankans, hefur
sett lúxusvilluna Hrafnabjörg við Eyjafjörð á sölu.
Villan var áður í eigu fjárfestingarfélagsins Gaums,
félags Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu,
og bjó Jóhannes Jónsson, faðir Jóns Ásgeirs,
í húsinu. Það er 427,4 fermetrar að stærð og
er á tveimur hæðum. Útsýnið yfir Akureyri
og út Eyjafjörðinn ku vera ævintýralegt og
meðal þess sem þar er að finna er 40 fer-
metra sundlaug, tækjasalur, gufubað og
heitur pottur. Ekki kemur fram hversu
mikið er sett á lúxusvilluna en um 400
milljónir hvíldu á henni þegar Mynni
tók eignina yfir. -óhþ
FjármálastoFnanir EigEndaskipti
Nýir eigendur fá ekki lán hjá MP banka
Skúli Mogensen, sem
leiðir hluthafahóp
MP banka, segir
erlenda eigendur í
MP banka ólíka er-
lendum eigendum
Arion banka og
Íslandsbanka þar
sem enginn hafi neytt
þá til að eignast hlut í MP
banka.
10 stærstu hlut-
hafar MP banka
Títan fjárfestingarfélag ehf. 17,45%
Lífeyrissjóður verzlunarmanna 9,82%
Manastur Holding 9,64%
Linley Limited 9,64%
Mizar ehf. 9,09%
TM hf. 5,45%
Drómi hf. 4,64%
VÍS hf. 4,55%
Moment fjárfesting 3,64%
MP Canada Iceland Ventures 3,64%
EFnahagsmál Ísland á batavEgi
Forsendur fyrir 25%
styrkingu krónunnar
E fnahagur Íslands er á batavegi eftir bankahrunið haustið 2008. Þetta kom fram í máli Lars Chris-
tensen, forstöðumanns greiningardeildar
Danske Bank, en hann kynnti nýja grein-
ingu á íslensku efnahagslífi á fundi VÍB,
eignastýringarþjónustu Íslandsbanka,
á þriðjudaginn var. Mörgum er í fersku
minni greining Lars og Danske Bank á ís-
lensku efnahagslífi árið 2006 þar sem m.a.
var bent á hættuna af ofurvexti íslenska
bankakerfisins. Helstu stofnanir í íslensku
fjármála-, efnahags- og stjórnmálalífi
mótmæltu greiningu Lars Christensen og
Danske Bank þá, sögðu stoðirnar styrkar.
Annað kom á daginn eins og alkunna er.
Lars mætir því ekki mótmælaöldu hér-
lendis á vordögum ársins 2011, hálfu þriðja
ári eftir efnahagshrunið á Íslandi. Fremur
er talið að hann sé um of bjartsýnn fyrir
hönd íslensks efnahagslífs en í greiningu
hans er gert ráð fyrir því að verg lands-
framleiðsla verði í kringum 3 til 4% á næstu
tveimur til þremur árum. Lars spáir því að
verðbólga haldi áfram að lækka hér á landi
og verði undir markmiðum Seðlabankans,
2,5%, á næstu þremur árum.
Gert er ráð fyrir því að einkaneysla auk-
ist um 3% á árinu en hægar á næstu árum.
Í greiningunni kemur fram að forsendur
séu fyrir því að íslenska krónan styrkist
um 25% á næstu þremur árum. Helstu
ástæður fyrir batnandi efnahag eru m.a.
jákvæður vöruskiptajöfnuður, lækkun á
fasteignaverði, minni verðbólga og vanmat
á íslensku krónunni. Vanmat á íslensku
krónunni ætti að auðvelda afléttingu gjald-
eyrishafta.
Greining Danske Bank gerir ráð fyrir
að atvinnuleysi hér á landi verði áfram í
kringum 10%.
Fram kemur að niðurstaða þjóðarat-
kvæðagreiðslunnar í Icesave-málinu skapi
meiri óvissu og gæti haft neikvæð áhrif á
fjármögnun Íslands og lánshæfismat. Aftur
á móti gerir Danske Bank ekki ráð fyrir að
niðurstaðan hægi á efnahagsbatanum, t.d.
vexti í landsframleiðslu.
Jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is
Lars Chris-
tensen, for-
stöðumaður
greiningar-
deildar Danske
Bank, kynnti
nýja greiningu
á íslensku
efnahagslífi.
Mörgum
er í fersku
minni
greining
Lars og
Danske
Bank á
íslensku
efnahags-
lífi árið
2006.
Lars Christensen, forstöðumaður greiningar-
deildar Danske Bank, skýrir frá niðurstöðum
greiningar bankans á íslensku efnahagslífi á
fundi VÍB. Ljósmynd/Hari
10 fréttir Helgin 15.-17. apríl 2011