Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.04.2011, Síða 18

Fréttatíminn - 15.04.2011, Síða 18
Páskaglaðningur American Express® Skráðu þig á americanexpress.is og fáðu tvöfalda Vildarpunkta Icelandair af allri veltu frá 15. til og með 30. apríl! L inda Rós lýsir sjálfri sér sem tvöföldum pers- ónuleika. Önnur persónan er klár, jákvæð og með sjálfstraust. Hin er vonlaus, heimsk og pirruð. Undanfarin ár hefur neikvæða persónan verið háværari og örsjaldan hefur Linda Rós séð tilgang með lífi sínu. „Ég hef verið rög við að fremja sjálfsmorð en hef gert eina til- raun. Ef mér hefði boðist að ýta á takka og enda líf mitt þá hefði ég hiklaust gert það. Alveg þar til á mánudaginn fyrir rúmri viku. Þá langaði mig allt í einu að lifa.“ Linda Rós telur sig loksins hafa fundið árangursríka leið til að takast á við þunglyndið. Átak hennar undanfarinn mánuð bendir að minnsta kosti til þess. Í upphafi árs dvaldi hún á Reykja- lundi og sótti fyrirlestra á vegum Geðheilsuskólans. Þar var sagt frá rannsókn sem sýndi að þol- þjálfun 3-5 sinnum í viku, 30 mínútur í senn, drægi marktækt úr þunglyndi. „Ég ákvað að prófa og byrjaði strax eftir útskrift af Reykjalundi á þolæfingum sex sinnum í viku.“ Linda Rós stundaði stífar þolæfingar nánast daglega og á þrítugasta degi varð hún undr- andi á óvæntum tilfinningum. „Ég lá uppi í sófa. Klukkan var ellefu á mánudegi og allt í einu fann ég hvað ég var kát. Ég vissi ekki hvað var að gerast en dreif mig í að senda öllum sem höfðu hjálpað mér alveg ofsalega væmin skilaboð og þakka þeim fyrir. Síðan þá hef ég fundið fyrir lífslöngun.“ Hún segist ekki trúa á töfra- lausnir en telur þessa aðferð þó vera sína töfralausn. „Ég veit að ég á eftir að detta niður aftur ein- hvern tíma en nú veit ég að ég get komist upp aftur. Mér hefur ekki liðið svona vel síðan ég var barn.“ Loftfirrtar þolæfingar Þol ákvarðast af starfshæfni hjarta og blóðrásar en talað er um þol sem loftfirrt og loftháð. Loftháð þol er hæfni líkamans til að nýta súrefnisupptökuna við stöðugt og langvarandi álag. Loftfirrt þol er hæfni líkamans til að taka hraustlega á í stuttan tíma. Við 65-80% af hámarksálagi fer líkaminn að vinna loftfirrt. „Hjá mér gerist það þegar púls- inn er kominn upp í 152 og ég reyni að halda því í þrjátíu mín- útur. Á tækjunum í World Class eru viðmiðunartöflur en há- markspúlsinn finnur maður með því að draga aldur frá tölunni 220. 80% af útkomunni er púlsinn sem ég reyni að halda til að þjálfa loftfirrt þol. Loftfirrtar æfingar örva myndun taugaboðefnanna serótóníns og endorfíns í mið- taugakerfinu. Það eru einmitt efnin sem þunglynt fólk þarf á að halda.“ Linda Rós segist nýgræðingur í íþróttafræðum en undanfarinn mánuð hafi hún meðal annars lært lotuæfingar til að þjálfa loftfirrt þol. Hún æfir aðallega í tækjasal á líkamsræktarstöðvum og segist aldrei hlífa sér við að mæta. „Sama hvað ég er löt þá sleppi ég ekki að mæta í ræktina. Ég er orðin alveg óstöðvandi. Ég er enn dálítið hrædd við lóða- tækin og ekki alveg með á hreinu hvernig ég á að ná hámarksár- angri en ég er alltaf að læra.“ Aldrei liðið vel í vinnu eða skóla „Ég er með fullkomnunaráráttu og var alin upp við að maður eigi að standa sig í öllu. Ég er með eindæmum samviskusöm og get endalaust pínt sjálfa mig áfram. Þrátt fyrir þunglyndið reyndi ég að lifa eðlilegu lífi og leyndi líðan minni vel. Ég afrekaði meira að segja að klára háskólapróf og stunda vinnu sem hvort tveggja olli mér gífurlegri vanlíðan. Mér hefur aldrei liðið vel í vinnu né skóla. Í byrjun ársins 2009 gafst ég upp og reyndi að svipta mig lífi. Á síðustu stundu hætti ég við og ákvað í kjölfarið að fara að vinna í mínum málum.“ Linda Rós hefur gert margt til að sigrast á þunglyndi og kvíða og hefur meðal annars leitað sér hjálpar hjá geðlæknum og sálfræðingum. Hún hefur glímt við bakverki í áraraðir og fyrir rúmu ári fór hún í brjósklosað- gerð. Að henni lokinni tóku við deyfisprautu meðferðir og sjúkra- þjálfun. Hún fræddist einnig um árvekni, sem er færni í að ná hugarró, og fór í endurhæfingu á verkjadeild Reykjalundar. „Ég veit ekki hversu oft ég hef heyrt hvað hreyfing hefur góð áhrif á geðheilsuna. Ég tók skorpur í göngutúrum og fór á hverjum degi, vikum saman, á mínum strunshraða. Ég fékk ekkert út úr því nema ánægjuna af því að ganga. Ég hafði tekið skorpur í sundi og skorpur í fjall- göngum. Hot yoga var það sem dró mig af stað í ræktina og ég prófaði að fara í 23 tíma á 30 dögum. Það dugði ekki til.“ Linda Rós segir vini sína hafa hjálpað henni gríðarlega mikið með því að fara með henni í ræktina og kenna henni á tækin. „Ég vil hvetja alla sem eiga við depurð, þunglyndi og dauðahugs- anir að etja að gefa þessu séns. Ég hélt, í alvöru talað, að ég myndi aldrei ná þeim stað í lífinu að mig langaði meira til að lifa en deyja.“ Hugræn athyglismeðferð gagnlegust Linda Rós lærði hugræna atferlis- meðferð á göngudeild geðdeildar þegar hún leitaði sér fyrst hjálpar í heilbrigðiskerfinu. „Aðferðin var líka kennd á Reykjalundi og síðar fór ég á námskeið í hug- rænni atferlismeðferð gegn kvíða. Ég er harður stuðnings- maður þess að hugræn atferlis- meðferð verði kennd í grunn- skólum. Þetta er án efa eitt það gagnlegasta sem ég hef nokkurn tíma lært. Uppáhaldssetningin mín er: „Það er ekki hegðun annarra sem raskar ró þinni heldur eigin viðbrögð við þeirri hegðun.“ Þetta er eiginlega hug- ræn atferlismeðferð í hnotskurn. Ég prentaði þetta út og er búin að vera með uppi á vegg hjá mér í rúm tvö ár.“ Dýrin bjarga Linda Rós býr ein með hundi og ketti og segir nærveru þeirra einnig bæta geðið og veita henni mikla ánægju. „Þau bjarga lífi mínu. Ég var rúmliggjandi í tvo mánuði eftir brjósklosaðgerðina og stundum leið heil vika án þess að ég hitti aðra manneskju. Hundurinn minn er algjör gleði- gjafi og var hjá mér allan tímann. Ég veit ekki hvað ég hefði gert án hans. Ég held að það sé gott fyrir alla að eiga dýr.“ Spurð um líðan sína í dag segist Linda Rós finna lítið fyrir þunglyndiseinkennum en kvíð- inn sé enn til staðar. „Vonandi tekst mér að draga úr honum líka. En mig langar að lifa.“ Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Loksins langar mig að lifa Linda Rós Helgadóttir hefur verið kvíðin og döpur frá því hún var barn. Hún er menntaður tölvunarfræðingur en undan- farin tvö ár hefur hún ekki getað verið á vinnumarkaði vegna þunglyndis og bakverkja. Hún sagði Þóru Tómasdóttur frá því hvernig líðan hennar hefði gjörbreyst á einum mánuði með loftfirrtri þolþjálfun. Í fyrsta sinn langar hana að lifa. Linda Rós segir loftfirrtar þolæfingar í lotum vera lykilinn að bættri líðan. Linda Rós hélt að hún næði aldrei þeim stað í lífinu að hana langaði meira til að lifa en deyja. Ef mér hefði boðist að ýta á takka og enda líf mitt þá hefði ég hiklaust gert það. Al- veg þar til á mánudaginn fyrir rúmri viku. Þá langaði mig allt í einu að lifa. 18 fréttir Helgin 15.-17. apríl 2011

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.