Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.04.2011, Page 44

Fréttatíminn - 15.04.2011, Page 44
úr Þróunarsjóði framhaldsfræðslu Þróunarsjóður framhaldsfræðslu auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna nýsköpunar- og þróunarverkefna í framhaldsfræðslu, sbr. lög um framhalds- fræðslu nr. 27/2010. Forgangssvið við úthlutun árið 2011 eru: Námsefnisgerð í framhaldsfræðslu Nýsköpunarverkefni í framhaldsfræðslu Undirbúningur/grunnvinna fyrir rannsóknir Viðmiðin sem Þróunarsjóðurinn gengur út frá við val á verkefnum eru að þau: Nái til þeirra sem falla undir ramma laganna um framhaldsfræðslu Mæti sýnilegri þörf fyrir menntunarúrræði í framhaldsfræðslu Áhersla er lögð á að öll verkefni sem sótt er um styrk til séu vel undirbúin og umsóknir vandaðar. Kostur er að verkefni sé samstarfsverkefni. Verkefni sem styrkt eru mega ná yfir tvö ár frá úthlutun. Eingöngu er tekið við umsóknum á rafrænu formi. Umsóknareyðublað má nálgast á vef Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins www.frae.is sem jafnframt er umsjónaraðili verkefna sjóðsins. Umsóknarfrestur er til 6. maí 2011 Umsækjendum er bent á að kynna sér lög um framhaldsfræðslu nr. 27/2010 og úthlutunarreglur sjóðsins sem má nálgast á www.frae.is Stjórn Fræðslusjóðs Styrkir Vaktstjóri í sal Þjónustulundaður orkubolti með reynslu í veitingaheiminum Barþjónar lífsglaðir kokkteilhristarar þjónar jákvæðir og Þjónustulundaðir kokkanemi landsliðskokkur framtíðarinnar Góð laun, fríðindi og skemmtilegur vinnustaður í boði fyrir rétta fólkið. Nánari upplýsingar veitir Ágúst Reynisson í tölvupósti, agust@fiskmarkadurinn.is NÝR VEITINGASTAÐUR LEITAR AÐ STARfSfóLkI GRILLMARkAÐURINN LækjARGöTU 2b E itt íslenskt fyrirtæki, ORF Líftækni hf., hefur fengið leyfi til ræktunar erfða- breyttra lífvera utandyra. Margir telja að ekki sé nógu varlega farið í þessu efni þar sem um er að ræða tækni sem getur haft ófyrirsjáan- legar afleiðingar. Því hefur verið lögð fyrir Alþingi tillaga um aukna aðgát við þannig ræktun. Tillag- an hefur vakið hörð viðbrögð hjá nokkrum aðilum tengdum líftækni sem krefjast þess að hún verði dregin til baka. Þar sem bréfið er stílað á Alþingi Íslands og orðalag þess allöfgakennt, fer ekki hjá því að manni komi í hug orð eins og „frekja“ og „hroki“. Þetta er langt frá þeim hugmyndum um „þekk- ingu“ og „auðmýkt“ sem fólk set- ur oft í samband við vísindi. Því er ekki fjarri lagi að líta betur á fyrir- tækið sem hefur gefið tilefnið til þessarar deilu. Liðsinni forseta ORF Líftækni hf. var stofnað árið 2001. Fyrirtækið á sér trausta að- standendur sem leggja því lið í samningagerð við innlenda sem er- lenda ráðamenn. Þar má fyrst nefna herra Ólaf Ragnar Grímsson, for- seta Íslands, og hæstvirtan utanrík- isráðherra, Össur Skarphéðinsson. Sá fyrri var til staðar við undirritun samninga milli þessa íslenska líf- tæknifyrirtækis og stærsta lyfja- fyrirtækis Kína, Sinopharm. Síðar sama dag „var Ólafur Ragnar við- staddur þegar Bakkavör skrifaði undir samning um framleiðslu Útiræktun erfðabreyttra lífvera Líf og tækni matvæla á stóru landsvæði sem fyrir- tækið fær til umráða í Shaanxi-héraði“ (Morgunblaðið, 7.10. 2007). Sá síðari var milli- göngumaður þegar „Björn Örvar, fram- kvæmdastjóri ORF Líftækni, og Dilip Mohite, forst jór i indverska f yr ir - tækisins DM Cor- poration, undirrit- uðu viljayfirlýsingu [um] samstarf við þróun, framleiðslu og markaðssetningu á próteinlyfjum fyrir alþjóðlegan markað“. Þar var einnig viðstödd frú Preneet Kaur, utanríkisráð- herra Indlands. Viljayfirlýsingin felur í sér stofnun nýs lyfjafyrir- tækis „til að þróa og markaðssetja sérvirk lyfjaprótein. ORF Líftækni leggur ... til sérþekkingu sína og einkaleyfisbundið framleiðslukerfi fyrirtækisins í erfðabreyttu byggi“ (Morgunblaðið, 1.9. 2010). Litlar upplýsingar er að finna á netinu um DM Corporation, en hér er sennilega komið sama fyrirtæki og fyrir nokkrum árum fékkst eink- um við sölu á notuðum jarðvinnu- vélum (http://demo.softbd.com/ dmcorp/). Forstjóri fyrirtækisins, Dilip Mohite, er auk þess Bolly- wood-leikari og sveitarstjórnar- maður fyrir Nationalist Congress Party (http://connect.in.com/dilip- mohite/profile-1884365.html). Tómarúmið sem Decode skildi eftir sig Af öðrum aðstandendum ORF Líf- tækni hf. má nefna Pál Þór Magn- ússon, sem árið 2007 var fram- kvæmdastjóri IceProperties ehf. og fleiri fyrirtækja, og Birgi Ómar Haraldsson, sem árið 2007 var framkvæmdastjóri í Valiant Fjár- festingum ehf. og Rekstrarráði ehf., báðir þá einnig stjórnarmenn í ORF Líftækni, sem og ýmsum öðr- um fyrirtækjum, svo sem VBS Fjár- festingarbanka hf. Birgir Ómar var auk þess árið 2008 stjórnarmaður í Verðbréfaþjónustu sparisjóðanna hf. og BS sjóði, fagfjárfestasjóði í rekstri Rekstrarfélags Kaupþings banka hf. Auk þess má sjá af upp- gjöri Líftæknisjóðsins hf. árið 2003, þar sem Birgir Ómar Haraldsson var stjórnarformaður, að þau þrjú íslensku félög sem sjóðurinn fjár- festi í voru Decode Genetics, ORF Líftækni og Mark- Mar ehf. Við vitum hvernig fór með Decode. Af þróun mála mætti ætla, að nú sé ORF Líftækni ætlað að fylla það tómarúm sem Decode skildi eftir sig í hjörtum og sparisjóðsbókum landsmanna. OR F Lí f tækni hlaut Nýsköpunar- verðlaun Ranníss, Útflutningsráðs og Nýsköpunarmið- stöðvar kreppuárið 2008, og Samtök iðnaðarins birta fréttir um afrek fyrirtækisins (http://www.si.is/ starfsgreinahopar/liftaekni/frettir- og-greinar/2007/02). Gegn órökvísum útrásaröflum ORF Líftækni á sér ekki bara góða að meðal iðnaðar- og útflutnings- aðila og stjórn- og fjármálamanna. Fyrirtækið nýtur einnig virðingar kolleganna. Þrjátíu og sjö tækni- og vísindamenn skrifuðu undir bréfið til Alþingis þar sem þess var krafist að engar frekari takmarkanir yrðu settar ræktun erfðabreyttra lífvera í íslenskri náttúru. Slíkt hömluleysi gagnast í augnablikinu aðeins ein- um kolleganna, það er að segja ORF Líftækni. Björn Örvar, framkvæmdastjóri ORF Líftækni, og kollegarnir 37, sem samkvæmt eigin yfirlýsingu eiga engin hagsmunatengsl við ORF Líftækni, neita því með öllu að útiræktun erfðabreyttra lífvera geti haft slæmar afleiðingar fyrir nátt- úruna, eða að erfðabreytingarnar muni breiðast út á nokkurn hátt. Í bréfinu til Alþingis má þó sjá ýmsar hugsanavillur og þar vantar rekjan- legar tilvitnanir í vísindalegar rann- sóknarniðurstöður sem styðja stað- hæfingarnar. Að ofannefndum öflum saman- lögðum er ekki skrítið að umhverf- isráðherra hafi ekki getað staðið gegn þunga þeirra þegar hún féllst á að veita ORF Líftækni leyfi til úti- ræktunar erfðabreytts byggs í hitti- fyrra. Er þá ekki kominn tími til að hugleiða hvernig við getum stutt við bakið á henni og Alþingi gegn þessum órökvísu útrásaröflum og beitt okkur fyrir því að tekið verði fyrir útiræktun erfðabreyttra líf- vera, að minnsta kosti þar til sannað er að slíkt skaði hvorki okkur, ís- lenska byggið né náttúruna? Valdimar Briem dr. phil., fræðilegur ráðgjafi 36 viðhorf Helgin 15.-17. apríl 2011

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.