Fréttatíminn - 15.04.2011, Side 54
46 dýrin okkar Helgin 15.-17. apríl 2011
Iceland Pet Innkallaður katta- og hundamatur
Klórefni í gæludýrafóðri
P áskarnir eru á næsta leiti og marg-ir hafa ef til vill skreytt heimili sín með hinum gula lit páskanna.
Þar koma páskaliljurnar sterkt inn.
Páskaliljur eru fallegar og koma okkur í
páskaskap en fæstir vita hversu skað-
legar þær eru fyrir ferfætta malandi vini
okkar, kisurnar. Liljur eru hreinlega ban-
eitraðar köttum því við það að innbyrða
lítið magn af blómi, fræi eða laufi lilju
fær kötturinn bráða nýrnabilun og deyr á
innan við viku án meðhöndlunar.
Flestir kattaeigendur vita að kettir
laðast að blómaskreytingum; þeir þefa
af blómunum, leika sér að þeim og narta
jafnvel örlítið í blómin eða blöðin. Og
svo falla frjókorn á loppurnar sem kisa
sleikir að sjálfsögðu samviskusamlega.
Mörg blóm eru skaðlaus, en þegar um
páskaliljur er að ræða fer kötturinn að
sýna merki um eitrun á innan við tveim-
ur tímum frá neyslu. Fyrstu einkenni
eru yfirleitt uppköst og slappleiki en eftir
nokkra klukkutíma getur virst sem kett-
inum sé að batna. Nýrnabilunin fer þó að
gera vart við sig eftir um það bil einn til
þrjá sólarhringa. Hún lýsir sér í miklum
slappleika og kötturinn drekkur annað
hvort meira en venjulega eða ekki neitt
og þornar upp.
Þegar hér er komið sögu er kötturinn
orðinn lífshættulega veikur og afar litlar
líkur á að hann lifi veikindin af þrátt
fyrir meðhöndlun hjá dýralækni. Því
fyrr sem kötturinn kemst til dýralæknis,
því meiri líkur eru á bata. Helst þyrfti
að hefja meðhöndlun innan sex klukku-
stunda frá því að dýrið innbyrðir eitrið og
meðhöndlunin felst í vökva í æð í marga
daga.
Kattaeigendur ættu því að hugsa sig
um tvisvar áður en þeir kaupa páskaliljur
til skrauts, og hafa ber í huga að útikettir
geta nartað í liljur sem eru gróðursettar
úti. Því er liljueitrun alltaf hugsanleg
skýring á bráðri nýrnabilun katta í
kringum páskana.
Einnig má geta þess að kötturinn virð-
ist vera eina dýrategundin sem er svona
berskjölduð gagnvart liljum. Til dæmis
valda liljur aðeins mildri magakveisu hjá
hundum og kanínur sýna engin merki
um eitrun við að gæða sér á þessum
fallegu blómum.
m ér finnst borgarstjórinn okkar fyndinn. Á krepputímum er nauðsynlegt að hafa mann með húmor til að leiða hugann frá endalausum
niðurdrepandi fréttum. Með uppátækjum sínum og frum-
legum hugmyndum fær Jón Gnarr mörg okkar til að brosa
út í annað, þó að ef til vill hristum við
höfuðið í leiðinni. Mig grunar að Jón
Gnarr sé einnig dýravinur. Hann er
meira að segja eigandi border terrier-
hunds, líkt og ég sjálf; það er ekki
amalegt.
Öll höfum við heyrt yfirlýsingar Jóns
um að koma ísbirni inn í Húsdýragarð-
inn, og nýlega var í fréttum hugmynd
hans um að sýna feitasta kött landsins
sem Jólaköttinn í Húsdýragarðinum og
laða þar með ferðamenn til landsins yfir
vetrartímann. Tilhugsunin um spikfeit-
an kött til sýnis er auðvitað bráðfynd-
in í hugum margra, en ef hugmyndin
verður framkvæmd finnst mér það ekki eins fyndið. Það er
auðvitað gaman að sjá spaugilegu hliðarnar á tilverunni en
grínið má ekki vera á kostnað dýranna.
Dýralæknirinn og dýraverndarsinninn í mér fer að tuða
um leið og ég heyri svona vitleysu. Offita hjá gæludýrum er
að aukast í hinum vestræna heimi, ekki síður en hjá okkur
mönnunum. Og líkt og hjá mönnum geta fylgikvillarnir
verið mjög alvarlegir. Feitir kettir eru í aukinni hættu á að
fá sykursýki, þvagsteina, ofvirkan skjaldkirtil, of háan blóð-
þrýsting, hjartasjúkdóma og fleira. Það er því ekki góð fyrir-
mynd að frægasti köttur Íslands sé jafnframt feitasti köttur
Íslands.
Hins vegar er hugmyndin um að hafa Jólakött í Húsdýra-
garðinum góð. Það er bara útfærslan á hugmyndinni sem
pirrar mig. Jú, eflaust myndi feitur köttur vekja meiri athygli
erlendis en fallegur heilbrigður köttur. En líklega myndi það
aðallega vekja athygli hjá dýraverndarsinnum, sem bætir
gráu ofan á svart því ekki hafa þeir gleymt hvalveiðum okkar
Íslendinga. Það er því ekki vænlegt til að auka fjölda ferða-
manna. Sagan af Jólakettinum er sérstök og séríslensk og
það kemur hvergi fram að hann hafi verið mjög feitur. Aug-
lýsum bara eftir stórum og stæltum, heilbrigðum, svörtum
ketti til að vera Jólakötturinn, þá eru allir sáttir.
Jón, hafðu endilega samband næst þegar þú færð eina af
þínum skrítnu dýrahugmyndum; ég skal vera þinn sérlegi
dýraverndarráðgjafi.
Áhugaverð vefsíða dogstardaIly.com
hundauppeldi í netheimum
Dýralæknirinn og hundaatferlisfræð-
ingurinn Ian Dunbar heldur úti vef-
síðunni Dog Star Daily. Þar er fjöldinn
allur af greinum og myndböndum
um hundauppeldi og þjálfun eftir Ian
sjálfan, sem og aðra hundaþjálfara og
atferlisfræðinga sem aðhyllast sömu
aðferðafræði og Ian Dunbar. Þá er
einnig hægt að skrá sig inn á síðuna
og setja inn sínar eigin myndir og
myndbönd, og maður getur sett inn
athugasemdir eða gefið einkunn fyrir
hitt og þetta á síðunni. -fk
Ian Dunbar hundaþjálfari.
Matvælastofnun krafðist nýlega inn-
köllunar á öllu dýrafóðri frá Iceland
Pet. Ástæðan var cyanur-sýra sem
fannst í sumum tegundum fóðursins.
Cyanur-sýra er ein og sér ekki eitruð
í litlu magni en ef hún fyrirfinnst
ásamt melamine mynda þessi tvö efni
saman sterka kristalla sem eru óupp-
leysanlegir. Þessir kristallar mynda
síðan steina í þvagblöðru eða nýrum
og valda nýrnabilun og dauðsföllum
ef ekki er gripið inn í. Melamine er
efni sem notað er í plastframleiðslu og
cyanur-sýra er eitt af innihaldsefnum
klórefnis fyrir sundlaugar og hvorugt
þessara efna eiga erindi í fóður
fyrir gæludýr.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
þessi banvæna blanda finnst í
dýrafóðri. Árið 2004 kom upp far-
aldur nýrnabilana hjá gæludýr-
um í Asíu en það var ekki fyrr
en árið 2007 að upp komst að
cyanur-sýra og melamine voru
orsakavaldurinn. Í Bandaríkjun-
um árið 2008 var allt dýrafóður
frá Menu Foods innkallað af
sömu ástæðu og margir gælu-
dýraeigendur lögsóttu fyrir-
tækið í kjölfarið. -fk
freyja og dýrIn
Akfeitur Jólaköttur
í Húsdýra garðinum
Freyja
Kristinsdóttir
freyja
@frettatiminn.is
heIlsa kattaeIgendur þurfa að hafa varann á
Páskaliljur lífs-
hættulegar köttum
Liljur geta valdið bráðri nýrnabilun hjá köttum en eru hættulitlar öðrum dýrum.
Freyja
Kristinsdóttir
freyja@frettatiminn.is
Liljur eru
hreinlega
baneitraðar
köttum því
við það að
innbyrða
lítið magn af
blómi, fræi
eða laufi lilju
fær kötturinn
bráða nýrna-
bilun og deyr
á innan við
viku án með-
höndlunar.