Fréttatíminn - 15.04.2011, Page 70
T ónlistarhátíðin Reykjavik Music Mess ætti að setja
hressilegan svip á tónlistarlífið
í höfuðborginni um helgina því
þá treður upp fjöldi áhugaverðra
íslenskra hljómsveita auk
spennandi gesta frá Bandaríkj-
unum, Grænlandi og Finnlandi.
„Það er eiginlega skylda að
sjá eitthvað af þessu,“ segir
dr. Gunni, tónlistarsér-
fræðingur Fréttatím-
ans. „Þetta er allt mjög
spennandi og gott stöff.
Böndin spila á NASA,
í Norræna húsinu og Sódómu
þannig að það er alveg alvöru
festival-stemning í þessu.
Aðalbandið er auðvitað Deer-
hunter,“ segir Gunni og bendir
á að sveitin sé ekki enn komin
alla leið í meginstrauminn. „Það
er mikill fengur að fá þá fyrir
þennan hóp sem er að eltast við
nýtt stöff.“
Gunni segir „grænlenska
krúttið“ Nive Nielsen áhuga-
verða. „Hún er alveg með putt-
ann á krúttinu, kemur fram með
úkúlele og spilar dálítið kántrí-
skotið eskimókrútt. Svo verður
líka einhver brjálaður Finni
þarna sem heitir Tomutonttu
og er alveg bara kexruglaður.“
Þegar kemur að Íslending-
um er einnig af nógu að taka.
Samaris, sigurvegarar Músík-
tilrauna, eru þar á meðal, sem
og Prinspóló og Agent Fresco
svo að eitthvað sé nefnt. „Og
Mugison er nú funheitur með
Haglél. Hann er að fara að gefa
út einhverja plötu í ár þannig að
hann er örugglega að spila það
stöff.“ -þþ
reykjavík Music Mess skylda að sjá eiTThvað
skálMöld herjar á evrópu
Blóðþyrstir með
öfluga samherja
Þar klæða
menn sig
upp í brynjur
og stofna
svona bönd
og reyna að
syngja á ís-
lensku sem
er voðalega
hallærislegt.
Ritskoðuð list sýnd í Reykjavík
Talsvert fjaðrafok varð í kringum listasýninguna Koddu sem hlaut ekki náð fyrir
augum safnstjóra Listasafns Árnesinga í Hveragerði í nóvember. Nokkrir af þekktustu
myndlistarmönnum þjóðarinnar höfðu þar sett upp sýn sína á hrunið og eftirköst
þess. Sýningin var ritskoðuð og slegin af en verður opnuð á morgun, laugardag,
klukkan 16 í Nýlistasafninu og klukkan 17 í Alliance-húsinu. Þar leggja fjörutíu
listamenn fram hráa og óbundna túlkun sína á ástandinu en meðal þess sem setti fólk
út af laginu í Hveragerði var boðskort á sýninguna sem skartaði Bjarna Ármannssyni,
fyrrverandi forstjóra Glitnis.
Sett ofan í við Financi-
al Times í lesendabréfi
Í leiðara Financial Times hinn 13. apríl
fengu Íslendingar byr í Icesave-seglin
undir þeim formerkjum að Íslendingar
horfðust nú í augu við eineltistudda.
Það er ekki á hverjum degi sem Íslend-
ingar fá birt
lesendabréf
í blaðinu.
Þetta tókst
Halldóri
Lárussyni
sem brást snarlega við leiðaranum
og sendi blaðinu bréf sem það birti í
gær. Þar bendir hann á að blaðið horfi
fram hjá því að Íslendingar hljóti í það
minnsta að bera siðferðilega ábyrgð í
málinu þar sem forsætis- og utanríkis-
ráðherra hafi farið í heimsreisu til þess
að lýsa yfir styrk og trausti bankanna
þegar á þá var hallað – þrátt fyrir að
öllum hafi mátt vera ljóst að ríkið gæti
aldrei varið bankana falli.
Ný kynslóð
Rafskutlur
-frelsi og nýir möguleikar
Einfaldar í notkun og
hagkvæmar í rekstri
Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is
Opið virka daga kl. 9 -18, lokað á laugardögum 1. maí til 31. ágúst
Þ etta er alvöru samningur og platan kemur út á heims-vísu 27. júlí,“ segir Snæbjörn
Ragnarsson, bassaleikari og texta-
höfundur sveitarinnar. „Þetta er
frábært og svo fara hlutirnir bara eins
og þeir fara. Það tók marga mánuði
að landa þessu og ef allt gengur vel er
frekara samstarf fyrirhugað.“
Napalm er með hljómsveitina Tý,
sem er mörgum Íslendingnum vel
kunnug, á sínum snærum. Á heima-
síðu Napalm er samningnum lýst sem
bræðralagi og nú verði andi víking-
anna borinn út um heimsbyggðina.
„Við gerum þetta samt í samkrulli
við Tutl sem gaf plötuna okkar út hér
heima og í Færeyjum,“ segir Snæ-
björn en á heimasíðu Napalm lýsir
Skálmöld því yfir að með jafn trausta
bandamenn og Tutl og Napalm sé
sveitin til í hvaða stríð sem er.
Skálmöld hefur einnig verið bókuð
í fjögurra vikna tónleikaferðalag um
Evrópu með fimm öðrum sveitum í
október. „Þetta er stóra fréttin sem
var bara að detta inn. Við erum búnir
að staðfesta að við verðum með í festi-
val-túr sem heitir Heidenfest. Bandið
Finntroll er í fararbroddi og þeir eru
mjög stórir þannig að þetta er tæki-
færi. Þarna verður bara túrað í mánuð
og spilað kvöld eftir kvöld eftir kvöld
um alla Evrópu.“
Tónlist sveitarinnar með tilheyr-
andi vísan í heiðni og hetjusögur vík-
inga á sterkan hljómgrunn í Mið-Evr-
ópu og þá sérstaklega í Þýskalandi.
„Þetta er ægilegur kúltúr í Þýska-
landi og þar í kring. Þjóðverjarnir
læra sögurnar okkar í skóla og kynn-
ast heiðninni þar. Þetta þykir ægilega
kúl. Þar klæða menn sig upp í brynjur
og stofna svona bönd og reyna að
syngja á íslensku sem er voðalega
hallærislegt. Og núna er allt í einu
bara komið eitthvert svona band sem
syngur á íslensku af því að okkur er
það eðlislægt og erum ekkert að fara
í grímubúninga. Þetta smellur alveg
inn hjá þeim og þeim finnst svolítið
til þess koma að venjulegir menn,
innan gæsalappa, komi bara og geti
sagt: „Heyrðu, hættiði nú að rembast,
við erum svona í alvörunni.“ Þetta
er skemmtilegt,“ segir Snæbjörn
sem bítur í skjaldarrendur og býr
sig undir að herja á umheiminn með
félögum sínum.
toti@frettatiminn.is
Dr. Gunni segir að ef Deerhunter hefðu komið á Airwaves hefðu þeir
verið eitt af stóru númerunum þar. „En þeir fylla samt ekki Höllina.“
Grænlenskt krútt og kexruglaður Finni
Dr. Gunni er
spenntur fyrir
Deerhunter og
krúttinu Nive
Nielsen.
Fjórir af sex Skálmaldar-
mönnum vígreifir með góðan
samning í vasanum. Aðdá-
endur þeirra geta næst heyrt
í þeim á NASA þann 29. apríl
þegar þeir troða upp með
Sólstöfum.
Íslenska víkingametalsveitin Skálmöld hefur gert samning við austurríska plötu-
fyrirtækið Napalm Records. Fyrsta plata sveitarinnar, Baldur, fer því í alþjóðlega
dreifingu í sumar. Það er skammt stórra högga á milli hjá Skálmaldarmönnum sem
fara í mánaðarlangt tónleikaferðalag um Evrópu í haust þar sem þeir ætla að sýna
fólki á meginlandinu hvernig alvöru menn bera sig að með hljóðfærin.
Lj
ós
m
yn
d/
H
ar
i
Fréttablaðið greindi frá því í gær
á baksíðunni að Steindi jr. væri
orðinn nýr gullkálfur Stöðvar 2.
Áhorfið á fyrsta þátt hans í
nýrri þáttaröð hefði verið
25 prósent í aldurshópnum
12 til 49 ára, samkvæmt
bráðabirgðatölum frá
Capacent. Rauntölur
birtust í gær og
samkvæmt
þeim er Steindi
jr. með 15,9
prósent áhorf.
Það er 9,1
prósentustigi
minna en Frétta-
blaðið sagði frá
í gær.
Uppblásið áhorf Steinda jr.
í Fréttablaðinu
62 dægurmál Helgin 15.-17. apríl 2011