Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.03.2011, Síða 14

Fréttatíminn - 18.03.2011, Síða 14
C ISV eru óháð, alþjóðleg sjálfboðaliða- liðasamtök sem standa fyrir sumarbúð- um fyrir börn og unglinga víðs vegar um heiminn á hverju ári, þar á meðal á Íslandi. Fjölmiðlakonan Margrét Erla hefur nánast alist upp með samtökun- um, sem byggjast á þeirri hugsjón að börn frá ólíkum löndum fái að kynnast og mynda vináttubönd og að þannig megi stuðla að friði í heiminum. „Ég kynntist CISV-samtökunum þannig að vinkona mömmu frétti af því að það vantaði stelpu til að fara til Ameríku og benti á mig af því að henni fannst ég svo hress og skemmti- leg,“ rifjar Margrét Erla upp en hún fór alls fjórum sinnum út í sumarbúðir CISV sem barn og unglingur, auk þess sem hún tók þátt í ungmennaráðstefnu á veg- um CISV í Reykjavík. „Ég fór í sumarbúðir til Mary- land þegar ég var tólf ára. Þrettán ára fór ég í unglinga- skipti til Svíþjóðar þar sem ég bjó í næsta nágrenni við strútabúgarð í birkiskógi í Smálöndum, eins og Emil í Kattholti. Fjórtán ára fór ég í jólabúðir (Youth Meeting) í Austurbæjarskóla sem var skólinn minn á þeim tíma. Sextán ára var ég „JC“, þ.e. aðstoðarleiðbeinandi í sumarbúðum fyrir ellefu ára börn, í Noregi, þar sem ég borðaði rosamikið brauð og kom heim eins og brauðönd. Sautján ára fór ég í nám- stefnubúðir (Seminar) í Tékklandi, þar sem við hjálpuðum til á geðspít- ala í nágrenninu á hverjum degi. Svo tók ég smá pásu en fór í fyrrasumar sem fararstjóri til Mexíkó. Á skírdag í ár verður einmitt fluttur þáttur eftir mig um Mexíkóferðina á Rás 2. Ég mæli með honum fyrir þá sem eru að fara út með CISV í sumar og líka þá sem hafa farið út og vilja bara grenja aðeins við útvarpið!“ Hætti að vera feimin „CISV kennir manni margt. Allt í einu fór ég, tólf ára, að fylgjast með heimsfréttum. Samtökin minnka heiminn fyrir manni. Maður verður meðvitaðri um fordóma í kringum sig. Helsti lærdómurinn er samt að ólíkt fólk geti grínast og unnið saman, þrátt fyrir tungumálaörðug- leika. Svo lærir maður að taka tillit til annarra en líka að standa á sínu og láta ekki vaða yfir sig. Þar að auki kynntist ég magadansinum í CISV- búðum og núna er ég magadans- kennari. Ég hef æft tungumálin sem ég kann, sem hefur komið sér afar vel í fjölmiðlavinnunni minni. Einu sinni var ég með útvarpsþátt um heimspopptónlist sem ég viðaði að mér í gegnum CISV-vinina. Ég hætti að vera feimin og vinn núna fyrir mér í sjónvarpi og sem uppistandari og er í sirkus – svo fátt eitt sé nefnt. Að standa á eigin fótum og kynnast fólki á sínum eigin forsendum frá tólf ára aldri sýnir manni hvers maður er megnugur og hvar takmarkanir manns liggja.“ Margrét segir að ferðin til Mexíkó hafi verið ein sú eftirminnilegasta af öllum CISV-ferðunum. „Sumarið í Mexíkó var gjörsam- lega frábært í alla staði, þrátt fyrir að ég hafi aldrei verið í búðum þar sem upp komu svona mikil slys og veikindi. Ítalski fararstjórinn veiktist mjög alvarlega í fyrstu vikunni og var svo send heim til Ítalíu, alla leið frá Mexíkó, með sjúkraflugi. Aðeins ein stelpa í ítalska hópnum talaði ensku í upphafi búða og hún var meira og minna frá þar sem hún ökklabrotnaði, svo að við fararstjór- arnir, með okkar lágmarks ítölsku-, spænsku- og latínukunnáttu, gerðum okkar besta til að hjálpa þeim hópi. Fararstjórahelgina kom svo nýi ítalski fararstjórinn, Pier Fran- cesco, að hitta okkur og við höfðum öll ákveðið að þykjast vera frá öðru landi en við vorum. Ég þóttist vera sænski fararstjórinn og svo fram- vegis. Ég kynnti mig, sagðist heita Margrét og vera frá Svíþjóð. Á eftir mér var það svo Rebekka sem sagðist vera frá Íslandi. Ítalski farar- stjórinn hoppaði hæð sína og sagði: „Ó, NEI! Þú vera frá Íslandi! Ég hafa búið þar! OG ÞEGAR ÞÚ KOMST INN Í LÍF MITT BREYTTIST ÉG!” Þá eyðilagði ég, litli Íslendingurinn, allt grín og sagði: VIÐ ERUM AÐ LJÚGA! ÉG ER FRÁ ÍSLANDI! En já, þarna vorum við stödd, í pínulitlu þorpi, á karókíbar með kappaksturs- bílaþema, að syngja Pál Óskar. Full- komið rugl.“ Truflandi fataskipti Margrét Erla segir það frábæra reynslu að fara út sem fararstjóri og sér hálfpartinn eftir því að hafa ekki farið fyrr. „En svona er þetta. Á meðan maður er ungur og í skóla nýtir maður sumarfríin til vinnu. Það var frábært að „gefa aftur til samtak- anna“ á þennan hátt með því að veita fjórum krökkum tækifæri til að fara. Það er líka svo fáránlega gaman að vera fararstjóri Það eru ekki margir sem geta sagt „svo fór ég til Mexíkó í mánuð bara til að leika mér með snillakrökkum“. Því miður get ég ekki farið í sumar en ætla „deffó“ að smella mér í snilld sumarið 2012.“ En hvað skyldi hafa verið það erfiðasta við þetta starf? „Það sem var erfiðast var að vera til staðar fyrir alla þessa krakka. Ég var ekki bara að hugsa um „mín“ börn, heldur líka fjörutíu og fjögur önnur. Þau voru ellefu til tólf ára, mjög ólík innbyrðis, bæði í karakter og þroska. Á sama deginum var maður að takast á við fyrstu unglingabólurnar, fyrstu ást- arsorgina eða skotið, rosa heimþrá, lús og svo bara almennan kýting. Síðan þarf að takast á við menningar- árekstra í daglega lífinu. Síðast voru til dæmis stelpur í búðunum mínum sem meikuðu ekki að skandinavísku stelpurnar skiptu um föt fyrir framan þær og það þurfti að taka á því af þolinmæði og tillitssemi.“ Hún segist hiklaust mæla með því að foreldrar sendi börnin sín út með CISV-samtökunum. „Foreldrar mínir myndu taka undir það. Systir mín fór í búðir til Egyptalands þegar hún var tólf ára, í unglingabúðir til Argentínu fjórtán ára og er á leiðinni til Kólumbíu á ráðstefnu í ár. Þetta er þroskandi lífs- reynsla og eins og ferðalag í kringum hnöttinn. Öll menningin sem maður kynnist og þroskinn sem maður öðlast við að búa um stund í svona margþættu menningarsamfélagi er dásamlegur. Í ellefu ára sumarbúðunum dvelja börnin hjá innfæddum fjölskyldum fyrstu helgina eftir að þau koma út og svo aftur um miðbik dvalarinnar. „Þegar ég horfi til baka eru fjöl- skylduhelgarnar mikilvægur hluti af ferðalaginu,“ segir Margrét Erla. „Það er frábært að fá tækifæri til að kynnast menningu landsins sem maður heimsækir í gegnum fjöl- skyldulífið. Eftir alla þessa CISV- reynslu á ég um það bil 250 vini víðsvegar um heiminn og það er ómetanlegt. Svo er þetta svo ótrúlega gaman!“ Hvað skiptir mestu máli við undir- búning slíkrar dvalar? „Að kynnast ferðafélögunum eins vel og hægt er, því að þátttakendurn- ir þurfa að treysta hver öðrum. Svo þarf að byrja á því að opna hugann og búa sig undir rosalegt ævintýri. Og muna að fara í sprautur!“ Íslenski hópurinn: Margrét Erla, Baldur, Aron, Árný og Sara, uppi á Mánapýramíd- anum í Mexíkó. Sungu Pál Óskar á karókíbar í Mexíkó Margrét Erla Maack, fjölmiðlakona, uppistandari og magadanskennari, var farar- stjóri í svokölluðum CISV-sumarbúðum fyrir ellefu ára börn í Mexíkó í fyrrasumar. Sjálf fór hún fór margsinnis í sumarbúðir á vegum CISV sem barn og unglingur. Hún sagði Heiðdísi Lilju Magnúsdóttur frá sumarbúðaævintýrum liðinna ára. Heiðdís Lilja Magnúsdóttir hlm@frettatiminn.is CISV (Children International Summer Villages) eru alþjóðleg sjálfboðaliðasamtök, óháð pólitískum og trúarlegum skoðunum, sem stofnuð voru árið 1951 af bandaríska barnasálfræðingnum Doris Allen. Samtökin byggjast á þeirri hugsjón að hægt sé að stuðla að friði í heiminum með því að börn frá ólíkum löndum fái að kynnast og mynda vináttubönd. CISV stendur fyrir sumar- búðum ellefu ára barna á hverju ári víðs vegar um heiminn, en einnig eru í boði sumarbúðir fyrir unglinga og ráðstefnur fyrir ungmenni, svo nokkuð sé nefnt. Þess má geta að dr. Doris Allen var tilnefnd til Friðarverðlauna Nóbels árið 1979, sama ár og Móðir Theresa hlaut verðlaunin. Nánari upplýsingar um CISV- samtökin má nálgast á www.cisv.is og www.cisv.org Vilja stuðla að friði í heiminum Eftir alla þessa CISV- reynslu á ég um það bil 250 vini víðsvegar um heiminn og það er ómetanlegt. Svo er þetta svo ótrúlega gaman! 14 viðtal Helgin 18.-20. mars 2011

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.