Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.03.2011, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 18.03.2011, Blaðsíða 20
landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Komdu við í næsta útibúi, hringdu í 410 4000 eða stofnaðu til reglubundins sparnaðar í Einkabankanum á landsbankinn.is. „ Ég held að maður verði bara að byrja einhvers staðar, byrja á þúsundkallinum.“ Reglubundinn sparnaður er ein besta leiðin til að spara. Þú setur þér skýr markmið og ákveður hve háa upphæð þú vilt spara mánaðarlega. Byrjaðu að spara strax í dag. J ó n s s o n & L e ’m a c k s • jl .i s • s Ía n B I h f . ( L a n d s B a n k I n n ) , k t . 4 7 1 0 0 8 - 0 2 8 0 Álitsgjafar Björk Eiðsdóttir Benedikt Bóas Hinriksson Hrund Þórsdóttir Sigurlaug Didda Jónsdóttir Brynja Björk Garðarsdóttir Halldóra Anna Hagalín Magnea Sif Agnarsdóttir Svanur Már Snorrason Íris Dögg Pétursdóttir Helga Vala Helgadóttir Lilja Katrín Gunnarsdóttir Ragnheiður M. Kristjónsdóttir Stefán Hrafn Hagalín Arnór Bogason Símon Birgisson Jón Oddur Guðmundsson Vignir Jón Vignisson Krista Hall Aðalbeikonsnáðar Íslands 1 Egill Gillzenegger 2 Ásgeir Kolbeins 3 Sölvi Tryggvason 4 Arnar Grant 5 Karl Berndsen 6 Þorbjörn Þórðarson 7 Sveinn Andri Sveinsson 8 Böðvar Þór Eggertsson, „Böddi“ klippari 9 Logi Geirsson 10 Geir Ólafsson E itt af því sem jafn-réttisbaráttan hefur haft í för með sér er að karlmenn geta líka ver- ið skinkur og í raun gilda sömu viðmið um karlkyns skinkurnar og konurnar. Íslenskir nýyrðasmiðir voru ekki lengi að setja saman karlkynsorð yfir karlskinkur og hinn 16. febrúar í fyrra var orðið „beikonsnáði“ skráð á Slangurorðabók Snöru.is með eftirfarandi orðskýr- ingu: „karlkyns skinka, gaur sem hugsar of mikið um útlitið.“ Þótt Egill „Gillzenegger“ Einarsson hafi ekki jafn afgerandi sérstöðu og Ásdís Rán í kvennadeildinni er hann engu að síður og alls ekki að ósekju orðinn einhvers konar Herra Viðmið þegar kemur að því að flokka og greina beikonsnáða. Gillz trónir efstur á Topp 10-listanum yfir íslenska beikonsnáða. Og ætla má að minni spámenn í beikonpælingum horfi til Egils sem fyrirmyndar rétt eins og skinkurnar mæna aðdáunar- augum á parmaskinkuna Ásdísi Rán. Eðlilega, þar sem Egill hefur skrifað einar þrjár bækur um það hvernig fólk getur skinkað sig upp og skarað fram úr í heimi fallega fólksins. Ekki kemur heldur mjög á óvart að í öðru sætinu sé yfirhnakki Íslands, sjálfur rauði turninn, Ásgeir Kolbeins. Ásgeir er fagurkeri sem leggur mikið upp úr útlitinu og gæti sjálfsagt orðið litlu síðri innan- hússhönnuður en Bjarnheiður Hannesdóttir en mörgum er enn í fersku minni þegar Ásgeir „ældi“ í óeiginlegri merkingu yfir ljóta innréttingu í þætt- inum Innlit Útlit á Skjá einum. Óneitanlega hlýtur hins vegar að vekja umhugsun og athygli að sjónvarpsstjarnan Sölvi Tryggvason tapaði öðru sætinu naumlega í hendur Ás- geirs. Sölvi er snyrtimennskan holdi klædd, vel lyktandi og óaðfinnanlegur jafnt á skjánum sem utan hans. Sölvi hefur nánast, að eigin sögn, einn síns liðs komið three-piece suit í tísku á ný, hugsar vandlega um hárið á sér en skilur sig meðal annars frá öðrum lykil-beik- onsnáðum vegna þess hversu einlægur og auðmjúkur hann er í framkomu. Karlremba hefur nefnilega svolítið viljað brenna við beikonsnáðana og Sölvi er því á vissan hátt eyland þar sem eiginlega enginn keppir við Sölva í karl- mennskumýkt nema sjálfur Bubbi Morthens. Sölvi Tryggvason „Eina skinkan sem gengur alltaf með Dostojevskí og Tolstoy í handtöskunni.“ Kalli Berndsen „Hver segir að karlmenn geti ekki verið skinkur. Kalli er frum- kvöðull. Alltaf með gífurlegt magn af kremum framan í sér og vel snyrtur skalli og skegg. Toppurinn á klakanum.“ Gillzenegger „Gillz – sama og Kalli plús gel mínus skegg.“ „Sykurpúðinn Egill Þykki Einarsson er skemmtilega skinkaður sykurmoli.“ Ásgeir Kolbeins „Ásgeir Kolbeins er verðugur fulltrúi strákanna enda veit hann eflaust GPS-punkta allra sólbaðsstofa í bænum.“ Þorbjörn Þórðarson „Heldur dökku litarafti allan ársins hring, hárgreiðslan alltaf í föstum skorðum og geislandi sjálfstraustið gæti lýst upp svartasta skammdegið. Á það sameiginlegt með Sölva kollega sínum að báðir gætu þær kastað fjölmiðlaferlinum fyrir starf sem tískumódel.“ „Hann er tanaður í döðlur og til í hvað sem er, eins og segir í textanum.“ Sveinn Andri Sveinsson „Sveinn Andri representar miðaldra skinkurnar og gerir það með stæl. Alltof tan- aður miðað við aldur og í alltof þröngri sundskýlu, bara svona almennt burtséð frá aldri.“ Beikonsnáðarnir Þegar orðinu „skinka“ er slegið upp á Slangurorðabókinni á Snara.is koma upp ýmsar skilgreiningar. Skinka er meðal annars sagt vera „orð yfir flotta stúlku“ en líka: „(e. ham) er brauðálegg, en er einnig oft notað um stelpur sem farða sig mikið. Flestar með dökkt, svart eða aflitað hár. Þær klæðast aðeins merkjaföt- um og stunda ljós reglulega.“ Þegar kemur að orðsifjafræð- inni hallar snarlega á skink- urnar en eftir því sem næst verður komist er „skinka“ íslensk mynd af enska orðinu „skank“ sem notað er yfir druslur og lauslætisdrósir og ein skýringin á „skinku“ í Slangurorðabók- inni er „lauslát stúlka sem er eins og barbie dúkka í útliti“. Skinkurnar hafa orðið þeim sem leggja orð í slangurbelginn á Snara.is tilefni til alls kyns orðaleikja og þannig er talað um „út- runnin skinka“ sem konu „yfir fertugt með aflitað hár“. Þá er „skinkuhorn“ sagt vera „pirruð „skinka“ sem hefur allt á hornum sér“ og malakoff er samkvæmt sömu orða- bók rauðhærð skinka. Skinkan skilgreind Lj ós m yn d H ar i Lj ós m yn d H ar i Lj ós m yn d H ar i 20 úttekt Helgin 18.-20. mars 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.