Fréttatíminn - 18.03.2011, Side 32
Hamfaratjón
Jónas
Haraldsson
jonas@
frettatiminn.is
HELGARPISTILL
F
Fólk um allan heim hefur staðið á öndinni
vegna hinna ógnvænlegu náttúruhamfara í
Japan á dögunum, jarðskjálftans gríðarlega
og flóðbylgjunnar í kjölfar hans. Þúsundir
létust og þúsunda er saknað. Eyðilegging
kjarnorkuvers veldur skiljanlegum ótta
enda hefur þurft að flytja fjölda fólks burtu
vegna geislunarhættu. Raunar er eyðilegg-
ing mannvirkja svo yfirþyrmandi að erfitt
hlýtur að vera að meta slíkt tjón.
Þó hefur það verið reynt. Eignatjón í kjöl-
far risaskjálftans í Japan er nú talið ganga
næst eignatjóninu sem varð þegar fellibyl-
urinn Katrína skall með öllu afli á New Or-
leans í ágúst árið 2005 og sjór gekk á land.
Þar varð fjárhagstjónið mest í þeim nátt-
úruhamförum sem orðið hafa í seinni tíð,
er talið hafa numið 71,2 milljörðum dollara
eða sem svarar rúmlega 8.200 milljörðum
íslenskra króna, að því er fram kom í frétt
Morgunblaðsins fyrr í vikunni.
Eignatjónið vegna stórskjálftans og flóð-
bylgjunnar í Japan er talið vera á bilinu 14,5
til 34,6 milljarðar dollara eða um það bil
1.700 til 4.000 milljarðar íslenskra króna.
Skekkjumörkin eru því veruleg sem helg-
ast auðvitað af því að umfang hamfaranna
og tjón er ekki að fullu komið fram. Í fyrr-
greindri frétt eru raunar sagðar líkur til
þess að eignatjónið í Japan muni, þegar upp
er staðið, verða meira en í New Orleans og
nágrenni, þ.e. meira en 8.200 milljarðar ís-
lenskra króna. Sumir hafa jafnvel spáð því
að það muni nema sem svarar tugþúsund-
um milljarða íslenskra króna.
Tölurnar vegna tjónsins eru stjarnfræði-
legar og erfitt að setja þær í samhengi. Samt
voru þessar fjárhagslegu hamfaratölur á
einhvern hátt kunnuglegar. Eftir ofurlitla
umhugsun mundi pistilskrifari eftir lýs-
ingu á tjóni af völdum hamfara sem kom-
ust í þennan ógnvænlega flokk, að vísu af
völdum manna en ekki náttúru, sem lítt
eða ekki verður við ráðið. Sigurður Þórðar-
son, fyrrverandi ríkisendurskoðandi, sagði
nefnilega í fyrrasumar að beint fjárhagstjón
vegna bankahrunsins á Íslandi næmi um
10.000 milljörðum króna.
Sagði hann að þar hefði vegið þyngst
7.800 milljarðar króna vegna virðisrýrnunar
eigna bankanna, um 40% af heildareignum.
1.400 milljarðar vegna virðisrýrnunar hluta-
bréfa í fjármálafyrirtækjum, þar sem virðis-
rýrnunin er 1.800 milljarðar en 400 milljarð-
ar dregnir frá þeirri tölu vegna hlutabréfa
sem bankarnir keyptu í sjálfum sér. Segir
ríkisendurskoðandinn fyrrverandi að tap
ríkissjóðs, þar með talið gjaldþrot Seðla-
banka Íslands, nemi 600 milljörðum króna.
Tap peningamarkaðssjóða hafi verið um 160
milljarðar og tap annarra fyrirtækja á land-
inu 200 milljarðar króna.
Fjárhagstjón af völdum örfárra manna í
agnarsmáu landi var því meira en af mestu
náttúruhamförum sem riðið hafa yfir heim-
inn, meira en af versta fellibyl sem sögur
fara af og eins og sakir standa metið umtals-
vert meira en af því ógnartjóni sem Japanar
standa nú frammi fyrir, þótt það kunni að
breytast. Fjárhagstjónið af völdum glæfra-
starfsemi íslensku bankanna slær enn frem-
ur margfalt út tjón af öðrum stórskjálftum
í heiminum og tjón af fellibyljum sem og
fjárhagstjónið vegna árásarinnar á tvíbura-
turnana í New York fyrir tæpum áratug.
Öll þess skelfing stenst ekki fjárhagslegan
samanburð við ógnir af völdum örfárra Ís-
lendinga, þar sem á ferð voru víkingar með
fulla vasa af peningum í stað sverða og axa,
eins og Sigurður lýsti þeim söfnuði. Hér
er að sjálfsögðu ekki litið til manntjóns af
völdum hamfara, sem aldrei verður bætt.
Svo menn átti sig á 10.000 milljörðum
króna þá er sú upphæð tæplega sjöföld
þjóðarframleiðsla Íslendinga árið 2008 og
nemur verðmæti 43 ára útflutnings sjávar-
útvegs hér á landi, þ.e. alls þess sem vænta
má að við fáum fyrir sjávarafurðir okkar
fram til ársins 2054. Ríkisendurskoðandi
fyrrverandi mat það svo í fyrra að íslensk
þjóð bæri fjórðung til þriðjung af tjóninu.
Hitt væri tap erlendra aðila.
Íslensk þjóð er vön náttúruhamförum og
stendur þá saman sem einn maður. Það þarf
hins vegar engan að furða þótt erfiðara sé
að þétta raðirnar þegar ógnarhamfarirn-
ar, fjárhagslegar að sönnu, eru af manna
völdum.
Te
ik
ni
ng
/H
ar
i
–einfalt og ódýrt
TILBOÐ MÁNAÐARINS
GULI MIÐINN
20% AFSLÁTTUR
AF ALLRI LÍNUNNI
Spönginni • Hólagarði • Hagkaup Skeifunni • Hagkaup Akureyri • www.apotekid.is
TILBOÐIÐ GILDIR ÚT MARS
Málþing uM Heddu gabler
í þjóðleikHúsinu
Miðasala Hverfisgötu I 551 1200 I leikhusid.is
í kassanuM
sunnudaginn 20/3 kl.15
Ba Clemetsen, stjórnandi Ibsenhátíðarinnar
í Noregi: ”Hedda gabler World wide – sett
med norske øyne”.
Umræður um sýninguna og verkið með
þátttöku Kristínar Eysteinsdóttur leikstjóra,
Ilmar Kristjánsdóttur leikkonu og Bjarna
Jónssonar, þýðanda og dramatúrgs.
Málþingið er öllum opið og aðgangur ókeypis.
Misstu ekki af spennandi tónlistarkokteil frá Katalóníu þar sem rúmba,
hiphop og flamenco blandast í iðandi fjöri.
Ármúla 13a | Borgartúni 26 | 540 3200 | www.mp.is
MP banki er meginbakhjarl Vetrarhátíðar í ReykjavíkOjos de brujo
á Listahátíð í Hörpu, 27. maí
fyrir viðskiptavini
MP banka í mars.
Almennt verð 3.900 kr.
Sérstakt tilboðsverð
2.900 kr.
Hafðu samband. Við hjálpum þér að velja rétta kortið.
FÁÐU ÞÉR
MASTERCARD
HJÁ OKKUR
HVAÐA KORT HENTAR ÞÉR?
kreditkort.is | Ármúla 28
32 viðhorf Helgin 18.-20. mars 2011