Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.03.2011, Síða 50

Fréttatíminn - 18.03.2011, Síða 50
50 dægurmál Helgin 18.-20. mars 2011 Þ að er minna í húfi í lífi Heddu Gabler nú en þegar Ibsen skapaði þessa lífsleiðu forréttindadrós fyrir rúm- um 120 árum. Í uppsetningu Kristínar Eysteinsdóttur leik- stjóra er því sem næst búið að „aftengja“ stét t av it undina í þessu ofurborgara- lega verki. Þannig er Hedda nútímans lítt þjökuð af stöðu sinni, að öðru leyti en því að hún hefur sjálf skapað sér óbærilegt fangelsi út úr einskærum leið- indum. „Uppreisn“ hennar eða órói beinist því síður gegn ríkjandi kerfi heldur er rótin hrein sjálfsást og frekja. Þegar minna er í húfi fyrir aðalhetjuna verður háskinn í verk- inu skiljanlega minni – þrátt fyrir vopnaburð og rennandi blóð – og samúðin með henni líka. Hedda Gabler, leikin af Ilmi Kristjáns- dóttur, birtist áhorfendum eins og siðlaus tík, sem skýtur allt niður tilfinningalega og keyrir sjálfa sig og fólkið í kringum sig fram á brún hyldýpisins. Hún er lítt sympatískur karakter hér en Ilmur heldur athygli áhorfendanna vel. Hedda er fáguð og naív með ríkulega sjálfseyðingarhvöt – hnyttin í tilsvörum en ekkert tálkvendi. Hennar stíl mætti meira kenna við fýlu- stjórnun. Eiginmanninn Tesman leikur Valur Freyr Einarsson og gerir það á al- gjörlega brilljant máta. Samleikur hans og Ilmar – og ekki síður Kristbjargar Kjeld sem leikur Júlíönu Tesman af sinni snilli, var frábær. Tesman er skýrt mótuð persóna niður í minnsta látbragð og þagnir, í senn fyrirlitlegur, saklaus gunga og algjört fórn- arlamb. Það er gaman að sjá Stefán Hall Stefánsson í hlutverki Ellerts Lövborgs; þar fetar hann nýjar brautir en mætti vel ganga lengra. Brynhildur Guðjónsdóttir leikur Theu Elvsted, frúna sem speglar hlutskipti Heddu svo vel. Mér þætti raunar mjög for- vitnilegt sjá Brynhildi í hlutverki Heddu ein- hvern daginn; þessi stelpulega fórnarfrú fer henni ekkert sérstaklega vel. Mér hugnaðist einnig lítt Eggert Þorleifsson í spjátrungs- legu hlutverki Brakks lögmanns og fannst straumurinn á milli hans og Heddu meira skrítinn en spennandi. Eggert er í lófa lagið að fá áhorfendur til að kíma en þyrfti að vera talsvert ægilegri til að þjóna sýningunni. Senuþjófur sýningarinnar er Harpa Arnar- dóttir sem leikur þernuna sem líður um allt eins og draugur – eina sýnilega ógnin við framferði aðalpersónunnar er þernan sem heyrir allt og sér. Umgjörð sýningarinnar er býsna flott. Búningar Filippíu Elísdóttur eru eftir- minnilegir og vekja ótal hughrif. Leikmynd Finns Arnar nýtist vel og nýtur sín líka. Ég var sérlega hrifin af glerbúrinu sem Halldór Örn Óskarsson ljósahönnuður umbreytti meistaralega. Þýðing Bjarna Jónssonar fannst mér afar forvitnileg og það væri reglulega gaman ef hún kæmi út á bók – þar er fróðlegur brunnur fyrir sam- anburðarfræðinga framtíðarinnar. Pælum í því. Tónlist Barða Jóhannssonar kórónar síðan allt með ógnarþunga og dramatík. Kristín Eysteinsdóttir leikstjóri er þekkt fyrir kröftugar og vogaðar sýningar en mér finnst þessi missa ögn marks. Hún stendur og fellur með aðalsöguhetjunni en „fallið sjálft“ er einfaldlega ekki nógu hátt, hyldýp- ið ótrúverðugt og því erfitt að heillast upp úr skónum. Kristrún Heiða Hauksdóttir Þannig er Hedda nútímans lítt þjökuð af stöðu sinni, að öðru leyti en því að hún hefur sjálf skapað sér óbærilegt fangelsi út úr einskærum leiðindum. Hedda Gabler  eftir Henrik Ibsen Leikstjóri: Kristín Eysteinsdóttir Þjóðleikhúsið HELGARBLAÐ Ókeypis alla föstudaga Þóra Einarsdóttir sópran • Ágúst Ólafsson bassi/Pílatus Andri Björn Róbertsson bassi/Jesús • Sigríður Ósk Kristjánsdóttir alt Benedikt Kristjánsson tenór/guðspjallamaður Mótettukór Hallgrímskirkju Alþjóðlega barokksveitin í Den Haag Stjórnandi Hörður Áskelsson J.S.Bach BWV 245 Listvinafélag Hallgrímskirkju - 29. starfsár Miðasala í Hallgrímskirkju • Sími: 510 1000 • Miðaverð: 4.900 kr./3.900 kr. Miðasala Hofi Akureyri • Sími: 450 1000 • Miðaverð: 3.900 kr. www.menningarhus.is www.listvinafelag.is Sunnudaginn 3. apríl 2011 kl. 17 Minningartónleikar um Áskel Jónsson söngstjóra f. 5. apríl 1911. Hallgrímskirkja Reykjavík Menningarhúsið Hof Akureyri Laugardaginn 2. apríl 2011 kl. 17 Föstudaginn 1. apríl 2011 kl. 20 Jóhannesarpassía Vappaðu með mér Vala Dagskrá til heiðurs Ásu Ketilsdóttur og sýning á æskuteikningum hennar. Fram koma auk Ásu: Rósa Þorsteinsdóttir, Steindór Andersen, Bára Grímsdóttir, börn úr Dalskóla og félagar úr Kvæðamannafélaginu Iðunni. Kynnir er Skúli Gautason. Laugardaginn 19. mars kl. 14 – 17 Allir velkomnir! Bland í poka Menningarmiðstöðin Gerðuberg Gerðubergi 3-5 111 Reykjavík Sími 575 7700 gerduberg@reykjavik.is www.gerduberg.is Tónleikar Kristjönu Stefáns og Kjartans Valdemarssonar. Miðaverð 2.000 kr. Föstudaginn 18. mars kl. 20 Dægurperlur samtímans í jazzbúningi  PlötuHorn Dr. Gunna Field recordings: Music from the Ether  Úlfur Eldjárn Auk þess að vera í Apparat Organ Quartet hefur Úlfur samið músík fyrir leiksvið og sjónvarp, m.a. í Hlemmavídeó. Á þessari plötu er tónlist sem kviknaði fyrst í leiksýningunni Eterinn og myndlistarsýningunni Innan seilingar. Tónlistin er fáanleg í stærra sam- hengi í bókverkefninu Manifestations (bók + CD + DVD), en diskurinn einn og sér stendur vel fyrir sínu. Í tónlistinni mætast fornöld og framtíð, kirkjuorgel og vélmenni, klassík og framúrstefna. Útkoman er aðgengileg og ánægjuleg, minnir stundum á dular- fulla músík úr ítölskum hryllingsmyndum og náttúruundrið Moondog. Flott stöff frá miklum hæfileikamanni. Ghosts  Just Another Snake Cult Þórir Bogason er Just Another Snake Cult, þótt hann fái hjálp þegar mikið liggur við. Fyrsta platan hans var ein af þeim bestu í fyrra, en þessi (sem fæst bara á netinu) er safn afgangslaga sem hann tók upp heima hjá sér á Skólavörðustíg. Þórir er frábærlega efnilegur (enda tilnefndur bjartasta vonin) og á Ghosts leikur hann sér með efnivið úr dótakassa rokksögunnar. Auk laga sem minna á poppaða sýrunýbylgju plötunnar hans, fáum við lög sem t.d. minna á Smile-tímabil Brians Wilsons og gufupopp Julees Cruise. Þetta er gott nasl á meðan beðið er eftir næstu „alvöru“ plötu frá þessum spennandi listamanni. Happiness  Hurts Tveir velsnyrtir Bretar eru hljómsveitin Hurts og á leiðinni aftur til Íslands. Komu á síðastu Airwaves en spila nú í Vodafone- höllinni á sunnudaginn. Hurts eru miklir eitís-bolt- ar. Allra versta popptónlist sögunnar var framleidd á því tímabili og því ekki við góðu að búast þegar hermt er eftir þeim horror. Tónlist Hurts er verulega slepjuleg á köflum,Theo Hutchcraft syngur væmnar ballöður titrandi röddu ofan á þunglyndislegar hljóðgerflamottur Adams Andersons – allt yfir- hlaðið og dautt, Spandau Ballet á hestasterum. Skemmtilegra er bandið í Duran-legu kraftpoppi eins og smellinum Better Than Love. Hurts eru mitt á milli unglingapopps og fulltíða rokks og svínvirka á markhópinn.  lEikDóMur HEDDa GablEr Snúið upp á stofudramað Samleikur Kristbjargar Kjeld og Ilmar Kristjánsdóttur er frábær. Háskalítil en forvitnileg sýning.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.