Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.03.2011, Page 51

Fréttatíminn - 18.03.2011, Page 51
Á hljómgrunnur.is er að finna aðgengi- legt yfirlit yfir tónlistarviðburði sem eru fram undan. Rokk, djass, popp, klassík og allt þar á milli. Föstudagur 18. mars Skuggamyndir frá Býsans og Borislav Zgurovski Salurinn, Kópavogi kl. 20 Einn fremsti harmoníuleikari Búlgaríu, Boris- lav Zgurovski, verður gestur hljómsveitarinnar Skuggamyndir frá Býsans á þessum einu tónleikum. Aðgangur 2.000 kr. A Band On Stage spilar ‘80 Café Rósenberg kl. 22 A Band on Stage hefur æft upp þema-pró- gramm. Síðast var það Nick Cave en nú er það níundi áratugur síðustu aldar sem er undir. Aðgangur 1.000 kr. Valdimar, Hljómsveitin Ég og Spacevestide Sódóma Reykjavík kl. 22 Valdimar hafa verið að bæta hratt í aðdáenda- hóp sinn undanfarið með vasklegri framgöngu á tónleikum, vopnaðir lögum sem komu út í september á hinni frábæru plötu, Undra- landi. Hljómsveitin Ég kom rækilega á óvart með nýjustu plötu sinni, Lúxus Upplifun, sem kom út um svipað leyti og plata Valdimars. Spacevestide sjá svo um að hita mannskapinn upp, retro-rokk í anda The Doors. Laugardagur 19. mars Agent Fresco, Cliff Clavin og IKEA Satan Sódóma Reykjavík kl. 16 og 22 Tvípunktur er haldinn einn laugardag í hverjum mánuði og er fyrirkomulagið þannig að haldnir eru tvennir tónleikar sama daginn. Fyrri tónleikarnir eru áfengislaus skemmtun sem fer fram kl. 16 og eru þeir opnir öllum aldurshópum. Síðari tónleikarnir fara fram um kvöldið en þeir eru ætlaðir fyrir 18 ára og eldri. Tribute-tónleikar Bjössa Biogen Tjarnarbíó kl. 18 Hópur vina Bjössa setur saman tónleika með rafrænni tónlist, videólist og alls kyns uppá- komum tengdum tónum, víddum og litum. Allt það besta úr íslenskri raftónlist á sex tíma tónleikum. Þeir sem koma fram eru: Andre & Árni Vector, Yagya, Stereo Hypnosis, Skurken, Bix, Futuregrapher, Quadruplos, Ruxpin, Agzilla, Tanya & Marlon, Frank Murder, Orang Volante, Tonik, Thor, Mummi (Video Artist) Allir gefa vinnu sína. A Band On Stage spilar ‘80 Café Rósenberg kl. 22 Sama dagskrá og á föstudagskvöld. Sjá ofar. sunnudagur 20. mars Á klassískum nótum Norræna húsið kl. 15.15 Á tónleikunum leikur færeyski píanóleikarinn Jóhannes Andreasen ásamt fjórum blásurum úr blásaraoktettinum Hnúkaþey, þeim Eydísi Franzdóttur óbóleikara, Ármanni Helgasyni klarínettuleikara, Önnu Sigurbjörnsdóttur hornleikara og Kristínu Mjöll Jakobsdóttur fagottleikara. Á efnisskrá eru þrjár skærustu perlur tónbókmenntanna fyrir píanó og blásara. Aðgangur 1.500 kr., 750 kr. náms- menn og öryrkja Söngsveitin Fílharmónía Fella- og Hólakirkja kl. 20 Söngsveitin Fílharmónía flytur, ásamt Bach- sveitinni í Skálholti, í fyrsta sinn á Íslandi glæsilegt en lítt þekkt stórverk, ‘Missa votiva’ eftir barokktónskáldið Jan Dismas ZELENKA.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.