Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.05.2011, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 27.05.2011, Blaðsíða 38
30 viðhorf Helgin 27.-29. maí 2011 Austurströnd 3, 170 Seltjarnarnesi. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Framkvæmda- stjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. Undanfarna viku hefur Kastljós flutt upp- lýsandi fréttaskýringaröð Jóhannesar Kr. Kristjánssonar um skelfilegan heim íslenskra sprautufíkla. Þar hefur meðal annars komið fram að stór hluti þeirra sem lengst eru leiddir sprautar sig með löglegum efnum, oftast fengnum eftir krókaleiðum frá lyfjaverslunum landsins. Framsetning Jóhannesar er áhrifa- mikil en þetta eru því miður ekki nýjar fréttir. Það hefur lengi verið vitað að lyf á borð við rítalín og contalgin eru mjög útbreidd í fíkni- efnaheiminum. Heilbrigðisyfirvöld hafa undanfarin ár þrengt veru- lega aðgengið að þessum lyfjum en það hefur ekki dugað til. Í Kastljósinu hefur verið kallað eftir því að reglurnar verði hertar enn frekar. Heimildir innan Landlæknisembættisins herma að það sé einmitt í skoðun. Þetta eru kunnuglegar hugmyndir í baráttunni gegn misnotkun fíkniefna. Ýmsir hafa látið sig dreyma um að hægt sé að loka Íslandi fyrir innflutningi ólöglegra fíkniefna með því að fjölga í fíkniefnadeild lögreglunnar og efla gæslu við hafnir og á flugvöllum. Þetta er misskilningur. Það er ekki raunhæft að eftirspurnin hverfi með því að skrúfa fyrir framboðið. Vandi sprautufíkla mun hvorki minnka né hverfa með hertu eftir- liti með útgáfu lyfseðla. Stríðið gegn fíkniefnum hefur alltof lengi snúist um framboð þeirra fremur en eftirspurn. Vandamálið er ekki að fíkniefnasalar selja skólabörnum dóp. Vandinn er að skólabörn kaupa dópið. Sem betur fer hafa þau undanfarin ár keypt sífellt minna af því. Neyslan hefur farið minnkandi ár frá ári og byrjar síðar en áður. Ákveðin merki eru um að kannabisreykingar kunni að vera vaxandi á nýjan leik meðal elstu barna í grunnskóla og hefur verið hart brugðist við því. Almennt hafa þó rannsóknir sýnt að yfirgnæfandi meirihluti íslenskrar æsku hegðar sé betur en foreldrar þeirra gerðu þegar þeir voru ungir. Vondu frétt- irnar eru hins vegar þær að þeir sem eiga í vanda eru í mun verri málum en áður. Sprautufíklar á Íslandi eru að öllum líkindum orðnir hátt í 1.000 talsins. Það er geigvænleg tala. Fíknin er ekki aðeins djöfulleg fyrir viðkomandi ein- stakling. Oftast hefur hún skelfileg áhrif á fjölskyldur þeirra líka. Börn, systkin, foreldar, ömmur og afar, þetta er fólkið sem verður verst úti. Er svikið, svívirt og stolið frá. Allt til að fíkillinn geti útvegað sér næsta fix. Þetta þarf ekki að vera svona. Sprautu- fíklar eru nú nánast meðhöndlaðir eins og skíturinn á skósólum samfélagsins. Það þarf að ná þeim inn fyrir garðinn á ný. Leiðin til þess er að gefa þeim efnin og hreinar nálar undir eftirliti fagfólks í heilbrigðisgeiranum. Fíklarnir þyrftu þá ekki að selja sig, ljúga eða stela til að eiga fyrir efnunum. Álagið af fíkn þeirra myndi ekki koma niður á vandalausum og minnka á fjölskyldur þeirra. Að deila óhreinni nál með hættu á lifrarbólgu- eða HIV-smiti yrði úr sögunni. Tengsl væru komin á við heilbrigðisstarfsfólk og meðferð þar með líklegri. Ávinningurinn er margfaldur. Þörf á viðhorfsbreytingu Ókeypis efni og sprautunálar Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is U Fíknin er ekki aðeins djöfulleg fyrir viðkomandi einstak- ling. Oftast hefur hún skelfileg áhrif á fjölskyldur þeirra líka. Fært til bókar Ólafur og Davíð snúa bökum saman Undarlegustu bandalög geta orðið til þar sem fornir féndur snúa bökum saman. Nýjasta dæmið um slíkt er samstaða Davíðs Oddssonar, ritstjóra Morgun- blaðsins, og Ólafs Arnarsonar, pistlahöf- undar á Pressunni. Ólafur hefur í greinum sínum sent Davíð marga pilluna og hætt er við að ritstjórinn hafi á stundum hugs- að þessu afsprengi Clausen-ættarinnar þegjandi þörfina. Nú bregður hins vegar svo við að þeir Ólafur og Davíð hafa fundið sér sameiginlegt skotmark, Stein- grím J. Sigfússon fjármálaráðherra, auk þess sem Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra fær sinn skerf. Ólafur segir beinlínis að í skýrslu um endurreisn bankanna, sem Steingrímur hafi reynt að fela fyrir þingi og þjóð, komi fram svart á hvítu að fjármálaráðherrann hafi selt íslensk heimili í ánauð til útlendra vogunarsjóða í febrúar 2009. Málið er ekki flókið, segir Ólafur. Skuldabréfasöfn voru flutt úr gömlu bönkunum í þá nýju á afslætti sem nam 60-70 prósentum. Stefna ríkisstjórnar Geirs H. Haarde hafi verið að afslátturinn gengi til íslenskra heimila og fyrirtækja. Strax eftir að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms. J. Sigfússonar hafi tekið við völdum hafi verið horfið frá þessari stefnu og þess í stað gengið til samninga við erlenda kröfuhafa um það hversu stóran hluta afsláttarins væri mögulegt að láta ganga til baka til kröfuhafanna í gegnum skilanefndir. „Kröfuhafarnir, sem fengu veiðileyfi á skuldara frá íslenskum stjórnvöldum, eru vogunarsjóðir, sem keyptu kröfurnar á spottprís. Slíkir fjár- festar eru kallaðir „hrægammar““ .... „Þeirra hagsmunir felast í því að kreista sem mest úr úr íslensku bönkunum – og þar með íslenskum heimilum og fyrir- tækjum,“ segir Ólafur. Leiðarahöfundur Morgunblaðsins er á sömu nótum en þar er talað um að Jóhanna og Stein- grímur hafi sigað erlendum kröfuhöfum í gegnum hina föllnu íslensku banka gegn íslenskum fyrirtækjum og almenn- ingi. „Þarna virðast á ferðinni einhver alvarlegustu afglöp sem sést hafa hjá pólitískum leiðtogum,“ segir í leiðaranum þar sem vísað er í fréttaskýringu blaðsins um að gengið hafi verið gegn alvarlegum aðvörunum Fjármálaeftirlitsins um að „veigamikil rök væru gegn því að þrotabú gömlu bankanna færu með virkan eigna- hlut í í nýju bönkunum.“ Leitað til eldfjallasérfræðings Ef stóru alþjóðlegu sjónvarpsstöðvarnar leita álits Íslendings kemur aðeins einn maður til greina, Ólafur Ragnar Gríms- son forseti. Litlu virðist skipta hvert tilefnið er. Aðrir ráðamenn hafa verið lítt sýnilegir. Forsetinn þótti standa sig vel í viðtölum við erlenda fréttamenn í Icesave-málinu. Skiljanlegt var að frétta- mennirnir leituðu álits forsetans enda lék hann stórt hlutverk í því máli, vísaði lög- um frá Alþingi í tvígang í þjóðaratkvæða- greiðslu. Það liggur hins vegar ekki eins beint við að hringja í forsetann til þess að fá sérfræðiálit hans á eldgosum. Samt er það gert. Hér eru fjölmargir sérfræð- ingar um hegðun eldgosa, jarðfræðingar með áratugareynslu. Forsætisráðherra kallar ríkisstjórn sína saman til þess að bregðast við vanda vegna hamfaranna. Samt er hvorki hringt í forsætisráðherr- ann né jarðfræðingana, ekki einu sinni jarðfræðinginn í ríkisstjórninni, Steingrím J. Þótt Ólafur Ragnar hafi hvorki setið ríkisstjórnarfundinn né hafi sérfræði- menntun í eldfjallafræðum hringja sjón- varpsrisarnir í forsetann og stjórnmá- lafræðiprófessorinn fyrrverandi. Í fyrra svaraði hann til um Eyjafjallajökulsgosið og bætti við ógnarspá um væntanlegt Kötlugos. Þegar gosið hófst í Grímsvötn- um leitaði CNN upplýsinga hjá forseta Íslands. Ólafur Ragnar hikaði hvergi og sagði að Evrópubúar ættu alls ekki von á jafn miklum töfum á flugumferð og varð í kjölfar Eyjafjallajökulsgossins í fyrra. „Þetta er öðruvísi gos,“ sagði Ólafur Ragnar, „þetta verður ekkert í líkingu við það sem gerðist í fyrra.“ Miðað við þróun gossins virðist hinn sjálfskipaði eldfjalla- sérfræðingur hafa haft rétt fyrir sér. T ölvuleikir, hátæknivörur, hug-búnaður, kvikmyndir og fleiri afurðir hugvits eru ört vaxandi hluti okkar útflutnings. Hugtakið hug- verkaiðnaður hefur stundum verið notað til að ná utan um þennan geira sem nýtir fyrst og fremst menntun og hugvit okkar sem hráefni. Þessi iðn- aður er eitt besta tækifæri Íslendinga til að vaxa á sjálfbæran hátt og efla samkeppnishæfni okkar í alþjóðlegu umhverfi. Ísland hefur mikla burði til vaxtar á sviði hugverkaiðnaðar. Í nýsköpun- arvog Evrópu má sjá ýmsa þætti sem styðja vel við nýsköpun á þeim sviðum á Íslandi. Má þar nefna að innviðir á Ís- landi eru góðir og hlutfallsleg framlög hins opinbera til rannsókna og þróunar eru há. Sama nýsköpunarvog sýnir hins vegar að í sam- anburði við önnur lönd eru efnahagsleg áhrif nýsköp- unar lítil og nýsköpunarfyrirtæki of fá. Hvað veldur því að þrátt fyrir að ýmsar forsendur séu fyrir hendi, þá nýtast tækifærin ekki til ávinnings sem skyldi? Ein ástæðan er skortur á starfsfólki með góða þekk- ingu og færni í atvinnulífstengdum greinum, en slíkt starfsfólk er grunnurinn að nýsköpun og öflugu starfi í hugverkaiðnaði. Þetta á sérstaklega við um fjölda tæknimenntaðra, en þar stöndum við því miður ná- grannalöndum okkar að baki. Áhrif þessa sjást skýrt í dag: Á meðan glímt er við mikið atvinnuleysi eru fjölmörg fyrirtæki í þeirri stöðu að þau geta ekki vaxið á Íslandi vegna skorts á tæknimenntuðu starfsfólki. Þarna verður Ísland af dýrmætum tæki- færum til að nýta sér ávinning af þeim grunni sem er til staðar, jafnframt því að mikil hætta er á að fyrirtæki verði að flytja úr landi eða a.m.k. flytja hluta starfseminnar úr landi. Aukin verðmætasköpun er forsenda þess að hægt sé að bæta lífskjör á Ís- landi og gildir þá einu hvort horft er til ráðstöfunarfjár heimilanna eða fjár- mögnunar velferðarsamfélagsins. Nýt- ing náttúruauðlinda er í eðli sínu tak- mörkuð svo að horfa þarf til fleiri þátta til að standa undir aukinni verðmæta- sköpun. Menntun og hugvit eru auðlindir sem nýta þarf til framtíðar, en þetta eru líka auðlindir sem vel má stækka á nokkrum árum með hlut- fallslega litlum tilkostnaði í gegnum aukna menntun í atvinnulífstengdum greinum. Fjárfesting í góðri mennt- un er ein besta leið sem völ er á til að halda atvinnuleysi í skefjum og efla verðmætasköpun. Þetta á bæði við um einstaklinga sem geta styrkt verulega stöðu sína á vinnumarkaði með góðri háskólamenntun í atvinnulífs- tengdum greinum, sem og atvinnulífið og samfélagið í heild sinni. Horfum því til framtíðar og fjárfestum í menntun og hugviti til að skapa meiri verðmæti úr öllum þeim auð- lindum sem þjóðin ræður yfir og ekki síst þeirri auðlind sem fólkið sjálft er. Vaxtartækifæri Fjárfestum í menntun og hugviti til framtíðar Dr. Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.