Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.05.2011, Blaðsíða 62

Fréttatíminn - 27.05.2011, Blaðsíða 62
... minn karakter er notaður til að pynta aðra því hann skilur ekki sárs- aukann.” L eikarinn Tómas Lemarquis fer með eitt af tveimur aðalhlut- verkum í spænsk-frönsku kvikmynd- inni Painless sem tekin verður upp í Barcelona í haust. Myndin segir frá börnum með sjúkdóm sem gerir það að verkum að þau finna ekki til sársauka. Tveimur persónum er teflt saman; önnur finnur ekki til til- finningalega en karakter Tómasar skynjar ekki líkamlegan sársauka. „Þetta eru heimspekilegar spurn- ingar um hvort það sé sársaukinn sem gerir okkur mannleg,“ segir Tómas. Kvikmyndin gerist á tímum Frankós og er frumraun leikstjór- ans Juans Carlos Medina. Að baki myndinni standa meðal annars Canal+ og dreifingarfyrirtækið Wild Bunch. „Í sögunni taka nasistar yfir sjúkrahúsið þar sem börnin eru og minn karakter er notaður til að pynta aðra því hann skilur ekki sárs- aukann. Það er ákveðinn hryllingur í þessari mynd. Ég er búinn að vera í strangri líkamsþjálfun og missa mörg kíló fyrir þetta hlutverk.“ Tómas hefur reynt ýmislegt til að koma sér á framfæri sem leikari í Evrópu og segir að nú loksins rofi til. „Ég er búinn að reyna fyrir mér í átta ár og nú er ég með umboðs- menn í Þýskalandi, Frakklandi og Danmörku. Það hefur verið mikil hreyfing í gegnum þann þýska undanfarið.“ Tómas var nýlega á kvik- myndahátíðinni í Cannes að kynna indversku myndina Chatrak. Hann lék líka í þýskri sjónvarpsþáttaröð á dögunum og segir fleiri verkefni í pípunum. thora@frettatiminn.is  bíó Tómas Lemarquis með aðaLhLuTverk í spænskri mynd  ragnhiLdur sTeinunn snýr afTur á skjáinn í hausT Gerir þætti um unga og framúrskarandi Íslendinga Ef maður pælir í því þá er þetta náttúrlega eitt- hvað sem RÚV á að gera. Andri á flandri Útvarpsmaðurinn glaðbeitti, Andri Freyr Viðarsson, sem hefur verið í miklu stuði á Rás 2 ásamt Guðrúnu Dís Emilsdóttur í þættinum Virkir morgnar, verður á skjánum í sumar með nýjan þátt, Andri á flandri. Þátturinn hefur göngu sína þegar Kastljós fer í sumarfrí í júlí og Andri verður þá á sínu flandri á föstudags- kvöldum hjá RÚV. Í þáttunum þvælist Andri um landið og kynnist landi og þjóð á sinn skemmtilega einlæga hátt. Þættirnir eru sagðir vera nokkurs konar Stiklur nýrra kynslóða þar sem Andri fetar á vissan hátt í djúp spor Ómars Ragnarssonar. Þ etta er búið að vera æðis-lega skemmtilegt og það eru líka alger forréttindi að geta virkilega gefið sér góðan tíma með hverjum og einum, hitt fjölskyldu og vini viðkomandi og komist að einhverjum góðum leyndarmálum sem viðmæland- inn segir manni kannski ekki alveg sjálfur,“ segir Ragnhildur Steinunn sem gerði það gott í Kastljósi um árabil áður en hún tók sér langt barneignarfrí. „Ég hef getað lagt aðeins meira í þetta og farið dýpra heldur en maður getur gert þegar maður er í ein- hverjum dagstengdum málum.“ Ragnhildur Steinunn segir að sér finnist ekki nógu mikið gert af því að fjalla um ungt og framúrskarandi fólk á Íslandi og þaðan sé hugmyndin að þáttunum komin. „Þannig að ég ákvað að ráðast í þetta. Að búa til átta þætti um fólk sem mér finnst vera að gera góða hluti. Hvort sem það er í íþróttum, tónlist, leiklist eða annarri list. Þannig að þetta er ungt fólk úr öllum áttum. Sumir eru hérna heima en aðrir komnir til útlanda í nám eða vinnu. Þætt- irnir hafa ekki enn fengið nafn þannig að allar hugmyndir eru vel þegnar. Ég held að það erfiðasta við þetta allt saman sé að finna nafnið en þeir hafa gengið undir vinnuheitinu Ungir Íslendingar.“ Ragnhildur Steinunn segist hafa lagt upp með að fá að kynn- ast lífssýn ungu Íslendinganna, draumum þeirra og væntingum og hvaða leiðir þau hafa farið að markmiðum sínum. „Ef maður pælir í því þá er þetta náttúrlega eitthvað sem RÚV á að gera. Og ég geri ráð fyrir að þættirnir geti orðið söguleg heimild þegar fram í sækir enda er ég tilbúin að veðja á að þetta fólk eigi eftir að verða enn meira áberandi í framtíðinni. Þannig að ég held að við séum líka að búa til góðar heimildir fyrir ókomin ár.“ Litla stúlkan hennar Ragn- hildar Steinunnar tók sín fyrstu fjögur skref um daginn, móður- inni til mikillar gleði. „Hún fer sér samt hægt og hefur látið þar við sitja,“ segir Ragnhildur Steinunn og bætir því við að sú stutta sé að byrja á leikskóla. „Kostur- inn við að gera þætti eins og þessa er að þegar maður er með lítið barn ræður maður svolítið tímanum sjálfur, hvenær maður fer í upp- tökur, og getur líka unnið meira heiman frá sér.“ toti@frettatiminn.is Í aðalhlutverki á Spáni Sjónvarpsstjarnan Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir hefur síðustu tvo mánuði verið á fleygi- ferð innanlands og utan við gerð nýrra sjónvarpsþátta þar sem hún ræðir við unga og efnilega Íslendinga sem hafa lagt út á framabrautina. Ragnhildur Steinunn hefur lítið sést á skjánum undanfarin misseri. Hún mætir tvíefld í sjónvarpið í haust eftir langt barneignarfrí. Mannréttindi í gosmekki Gosið í Grímsvötnum hefur truflað daglegt líf víða þótt mest hafi vitaskuld mætt á þeim sem búa í nágrenni við eldstöðina. Flugsamgöngur gengu úr skorðum og um tíma hafði fólkið hjá Íslands- deild Amnesty International nokkrar áhyggjur af því að gosmökkurinn myndi trufla 50 ára afmælishátíð sam- takanna sem haldin verður á Hótel Borg á laugardaginn. Gert var ráð fyrir líflegri þátttöku Jóns Gnarr borgar- stjóra í hátíðahöldunum auk þess sem grínarinn Pétur Jóhann var á dagskrá. Báðir voru þeir erlendis í vikunni og útlitið á tímabili dökkt en góðu heilli komst flug í samt lag í tæka tíð. Ari hvergi af baki dottinn Hugskot, eignarhaldsfélag sem var að stærstum hluta í eigu Ara Edwald, forstjóra 365 miðla, hefur verið lýst gjaldþrota. Félagið átti 1% hlut í 365 fyrir hrun. Ari sjálfur er þó hvergi nærri af baki dottinn enda ennþá forstjóri 365 og þar fyrir utan skráður fyrir 6,17% eignarhlut í vinnuveitanda sínum, 365 miðlum. Tómas Lemarquis fær nóg af verkefnum í Evrópu og er með umboðsmenn í þremur löndum. Lj ós m yn d: Ce lin e N ie sz aw er Ragnhildur Steinunn hefur verið á þeytingi við efnisöflun fyrir þætti sína um unga og framúrskarandi Íslendinga sem fara í loftið í haust. Betra loft betri líðan Airfree lofthreinsitækið • Eyðir frjókornum og svifryki • Vinnur gegn myglusveppi og ólykt • Eyðir bakteríum og gæludýraflösu • Er hljóðlaust og sjálfhreinsandi Hæð aðeins 27 cm Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is Í sumar er opið virka daga frá kl. 9 -18 54 dægurmál Helgin 27.-29. maí 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.