Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.05.2011, Blaðsíða 58

Fréttatíminn - 27.05.2011, Blaðsíða 58
Þetta er mynd um rithöfundinn og stefnur og strauma í heiminum 50 menning Helgin 27.-29. maí 2011 Halldór Halldórs- son stefnir að því að sýna brot úr nýrri heimildar- mynd sinni um tengdaföður sinn, Halldór Laxness. Laxness í stærra samhengi  halldór laxness ný heimildarmynd h eimildarmyndahátíðin Skjaldborg verður haldin með pomp og pragt á Patreksfirði um hvítasunnuhelgina. Dagskráin er þétt og áhugaverð en meðal annars er fyrirhugað að sýna úr ókláraðri heimildarmynd um Halldórs Laxness sem tengda- sonur hans, Halldór Halldórsson, vinnur nú að. Heimatökin ættu að vera nokkuð hæg fyrir Halldór sem er eigin- maður kvikmyndagerðarkonunnar Guðnýjar, dóttur skáldsins. „Það er hann sem hefur verið að pukrast við þetta og ég hef bara látið honum í té þær myndir sem hann þarf,“ segir Guðný aðspurð um innihald myndarinnar. „Þetta er mynd um Halldór og pólitíkina í kringum hann, þótt hún fjalli líka um verk hans að einhverju marki,“ segir Halldór. „Þær myndir sem gerðar hafa verið um Halldór hingað til hafa verið svolítið lókal í eðli sínu og ekkert skrýtið við það en nú er hugmyndin að færa hann meira í alþjóðlegt samhengi.“ Halldór bendir á að Laxness hafi dvalið mikið erlendis. Marga mán- uði á ári nánast alla sína tíð. „Hér er bara maður sem kemur úr Mosfells- dal. Hann ferðast víða og ætlar sér að gera stóra hluti. Lærir tungu- mál, kynnir sér allt sem hann getur. Verður síðan vinstrisinni og fylgir í raun trendi sem þá er í gangi. Eftir stóru kreppuna 1929 voru margir á því að það væri bara annað hvort kommúnisminn eða nasisminn. Kapítalisminn gat ekki gengið. Og svo fellur hann nú á því seinna um ævina. Þannig að þetta er mynd um rithöfundinn og stefnur og strauma í heiminum.“ -þþ l ögreglukór Reykjavíkur hefur sent frá sér sinn þriðja geisladisk. Óhætt er að segja að löggurnar syngj- andi séu með húmorinn í lagi því diskurinn heitir GAS, eða góðir alþýðusöngvar. Kórinn er einnig samkvæmur sjálfum sér og fer út fyrir hefðina í lagavali með því að takast nú á við annað en hefðbundinn kórsöng. Á GAS flytur kórinn lög og ljóð íslenskra farand- söngvara á borð við Bergþóru Árnadóttur, Bubba, Megas, KK og Hörð Torfason. Úrval einsögvara kemur fram með kórnum á disknum þar sem Sigríður Thorlacius, Sigurður Guðmundsson, Sigtryggur Baldursson, Jónas Sigurðsson, Elvar Örn Friðriks- son, Steingrímur Karl Teague og Samúel Jón Samú- elsson hefja upp raust sína. Í lögunum á disknum er tekist á við áleitnar spurn- ingar og fjallað um siðgæði, óréttlæti, fordóma, mann- vonsku og smáborgarahátt.  lögreglukórinn gas Syngur um óréttlæti og fordóma Lögreglumönnum í Reykjavík er margt til lista lagt eins og kór þeirra ber með sér. Ævisagan sett upp sem söngleikur Maður myndi ekki lýsa æskuárum tískufrömuðarins Coco Chanel sem dans á rósum. Hún var munaðarlaus, ólst upp í nunnuklaustri en átti sér svo sannarlega drauma sem seinna urðu að veruleika. Nú hefur verið settur upp söngleikur sem byggist á áhugaverðu lífi hennar og verður sýndur í London í næsta mánuði. Stjórnandi er André Previn og Sara Kestelman leikur Coco. Miðasala er ný- hafin á söngleikinn og rjúka fyrstu mið- arnir nú út á 4.000 krónur stykkið. Spilaðu með og láttu sólina leika við þig! SÓLAR Lottó Verð á mann frá: 88.844 kr. Sólarlottó - Almería Hálft fæði innifalið! m.v. 2 fullorðna og 2 börn 17. júní - vika
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.