Fréttatíminn - 27.05.2011, Síða 58
Þetta er
mynd um
rithöfundinn
og stefnur
og strauma í
heiminum
50 menning Helgin 27.-29. maí 2011
Halldór Halldórs-
son stefnir að því
að sýna brot úr
nýrri heimildar-
mynd sinni um
tengdaföður sinn,
Halldór Laxness.
Laxness í stærra
samhengi
halldór laxness ný heimildarmynd
h eimildarmyndahátíðin Skjaldborg verður haldin með pomp og pragt á
Patreksfirði um hvítasunnuhelgina.
Dagskráin er þétt og áhugaverð en
meðal annars er fyrirhugað að sýna
úr ókláraðri heimildarmynd um
Halldórs Laxness sem tengda-
sonur hans, Halldór Halldórsson,
vinnur nú að.
Heimatökin ættu að vera nokkuð
hæg fyrir Halldór sem er eigin-
maður kvikmyndagerðarkonunnar
Guðnýjar, dóttur skáldsins. „Það
er hann sem hefur verið að pukrast
við þetta og ég hef bara látið honum
í té þær myndir sem hann þarf,“
segir Guðný aðspurð um innihald
myndarinnar.
„Þetta er mynd um Halldór og
pólitíkina í kringum hann, þótt hún
fjalli líka um verk hans að einhverju
marki,“ segir Halldór. „Þær myndir
sem gerðar hafa verið um Halldór
hingað til hafa verið svolítið lókal í
eðli sínu og ekkert skrýtið við það
en nú er hugmyndin að færa hann
meira í alþjóðlegt samhengi.“
Halldór bendir á að Laxness hafi
dvalið mikið erlendis. Marga mán-
uði á ári nánast alla sína tíð. „Hér er
bara maður sem kemur úr Mosfells-
dal. Hann ferðast víða og ætlar sér
að gera stóra hluti. Lærir tungu-
mál, kynnir sér allt sem hann getur.
Verður síðan vinstrisinni og fylgir í
raun trendi sem þá er í gangi. Eftir
stóru kreppuna 1929 voru margir
á því að það væri bara annað hvort
kommúnisminn eða nasisminn.
Kapítalisminn gat ekki gengið. Og
svo fellur hann nú á því seinna um
ævina. Þannig að þetta er mynd um
rithöfundinn og stefnur og strauma
í heiminum.“ -þþ
l ögreglukór Reykjavíkur hefur sent frá sér sinn þriðja geisladisk. Óhætt er að segja að löggurnar syngj-
andi séu með húmorinn í lagi því diskurinn heitir GAS,
eða góðir alþýðusöngvar. Kórinn er einnig samkvæmur
sjálfum sér og fer út fyrir hefðina í lagavali með því að
takast nú á við annað en hefðbundinn kórsöng.
Á GAS flytur kórinn lög og ljóð íslenskra farand-
söngvara á borð við Bergþóru Árnadóttur, Bubba,
Megas, KK og Hörð Torfason. Úrval einsögvara
kemur fram með kórnum á disknum þar sem Sigríður
Thorlacius, Sigurður Guðmundsson, Sigtryggur
Baldursson, Jónas Sigurðsson, Elvar Örn Friðriks-
son, Steingrímur Karl Teague og Samúel Jón Samú-
elsson hefja upp raust sína.
Í lögunum á disknum er tekist á við áleitnar spurn-
ingar og fjallað um siðgæði, óréttlæti, fordóma, mann-
vonsku og smáborgarahátt.
lögreglukórinn gas
Syngur um óréttlæti og fordóma
Lögreglumönnum í Reykjavík er margt til
lista lagt eins og kór þeirra ber með sér.
Ævisagan
sett upp sem
söngleikur
Maður myndi ekki lýsa æskuárum
tískufrömuðarins Coco Chanel sem dans
á rósum. Hún var munaðarlaus, ólst upp í
nunnuklaustri en átti sér svo sannarlega
drauma sem seinna urðu að veruleika.
Nú hefur verið settur upp söngleikur
sem byggist á áhugaverðu lífi hennar og
verður sýndur í London í næsta mánuði.
Stjórnandi er André Previn og Sara
Kestelman leikur Coco. Miðasala er ný-
hafin á söngleikinn og rjúka fyrstu mið-
arnir nú út á 4.000 krónur stykkið.
Spilaðu með og láttu
sólina leika við þig!
SÓLAR
Lottó
Verð á mann frá:
88.844 kr.
Sólarlottó - Almería
Hálft fæði innifalið!
m.v. 2 fullorðna og 2 börn
17. júní - vika