Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.05.2011, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 27.05.2011, Blaðsíða 30
2 ferðir Helgin 27.-29. maí 2011 Gönguferðin þín er á utivist.is Skoðaðu ferðir á utivist.is S væðið sem Fjallabak vísar til er hálendis- svæðið norðan Mýrdals- jökuls og allt norður að Tungnaá. Svæðið er á virku eldstöðvabelti og ber allt ummerki eftir eldsumbrot síðustu árþúsundin. Þótt eldgos hafi gert okkur allnokkrar skráveifur upp á síðkastið er því ekki að neita að eldvirknin á stóran þátt í að móta hér stórkostlegt landslag og gera náttúru okkar jafn heillandi og raun ber vitni. Möguleikar á gönguleið- um að Fjallabaki eru óþrjótandi, en staðsetning og uppbygging skála markar möguleika á gönguleiðum þar sem gist er í skálum við góðar aðstæður. Hér verða nokkrar vin- sælar leiðir skoðaðar nánar. Sveinstindur – Skælingar Gönguleiðin um Sveinstind og Skælinga hefur unnið sér sess sem ein af fegurstu gönguleiðum lands- ins. Hún er gott dæmi um leið sem opnast göngufólki með uppbygg- ingu skála, en Útivist hefur gert upp á smekklegan hátt gamla gangna- mannakofa á leiðinni sem er í sjálfu sér ævintýri að gista. Gangan hefst á Sveinstindi þar sem stórfenglegt útsýni tekur á móti göngumönnum, en síðan er leiðin þrædd niður með Skaftá þar sem mosaþekjur og sér- stakar hraunmyndanir gleðja aug- að. Gist er í gömlum gangnamanna- kofum sem hafa verið gerðir upp á smekklegan hátt þannig að þeir eru nánast eins og hluti af náttúrunni. Á fyrsta degi er algengt að ekið sé að Langasjó og gengið á Sveins- tind. Langisjór er af mörgum talinn eitt fegursta fjallavatn Íslands og af tindi Sveinstinds er útsýni eftir vatninu endilöngu og yfir breiður Vatnajökuls. Í góðu skyggni sér vel til allra átta, til suðurs niður með Skaftá og yfir Lakagíga og til vest- urs víða yfir Fjallabak og jafnvel allt að Hofsjökli. Af tindinum er hægt að ganga beint niður í skálann sem kúrir austan fjallsins. Á öðrum degi er gengið niður með Skaftá um mosabreiður og gil allt þar til komið er að skálanum í Skælingum. Hér þarf að gæta þess vel að fylgja göngustígum í gegnum mosann og beita ekki göngustöfum af óvarkárni, því náttúran hér er við- kvæm. Í Skælingum eru sérkenni- legar hraunmyndanir sem heilla hvern þann sem þangað kemur. Á lokadegi göngunnar er farið eft- ir Eldgjá og ef vel viðrar er algengt að tekinn sé aukakrókur á tind Gjá- tinds. Eldgjá er fylgt að vegi áður en stefnan er tekin á Hólaskjól, en þar rekur Veiðifélag Skaftárhrepps góða gistiaðstöðu. Strútsstígur Um sunnanvert Fjallabak liggur fal- leg gönguleið frá Hólaskjóli í austri og vestur í Hvanngil. Margt kætir hug og anda á þessari leið. Fagrir fossar verða á vegi göngumanna og fögur fjallasýn. Farið er um víð- feðmt dalverpi í Hólmsárbotnum þar sem Torfajökull gnæfir við him- in og hin rómaða Strútslaug bíður göngumanna. Óhætt er að segja að umhverfi skálans við Strút sé draumaland göngumannsins með ótal möguleikum á skemmtilegum gönguleiðum. Oft er dvalið tvær nætur í Strúti til að kynnast betur þessu skemmtilega svæði. Göngu- leiðin liggur síðan áfram í Hvanngil og nú, eftir endurbyggingu Dalakof- ans, er hægt að lengja gönguna um einn dag með því að ganga þangað úr Hvanngili, en þar á milli er hæfi- leg dagleið. Á fyrsta degi er ekið í Hólaskjól og gangan hafin þar, en áfangastaður fyrsta daginn er í Álftavötnum. Enn finnum við gamlan gangnamanna- kofa sem hefur verið endurbyggður af félagsmönnum í Útivist. Álftavötn þykja einstaklega fallegur staður, gróðursæll og friðsæll. Úr Álftavötnum er haldið með Syðri-Ófæru og undir hlíðar Svarta- hnjúksfjalla. Áfram liggur leiðin um Hólmsárbotna og að Strútslaug þar sem göngumönnum býðst að fara í bað. Frá lauginni er haldið að Strúts- skála þar sem gist er um nóttina. Sé tekinn aukadagur í Strúti bjóð- ast þar ótal möguleikar, en úr Strúti er farið vestur yfir Veðurháls með Mýrdalsjökul á vinstri hönd. Gengið eftir Mælifellssandi hjá Slysaöldu Gönguleiðir að Fjallabaki Að öðrum landsvæðum ólöstuðum er Fjallabak eitt vinsælasta hálendissvæði landsins. Hvort heldur er ferðast gangandi eða á jeppa eftir mismunandi torfærum slóðum býður Fjallabak upp á fjölda skemmtilegra möguleika. og þaðan yfir Kaldaklofskvísl að Hvanngil. Þeir sem kjósa að lengja gönguna með því að fara í Dalakofann halda áfram fram hjá Álftavatni um Gras- haga og Ljósártungur í Dalakofann og gista þar áður en haldið er til byggða. Laugavegurinn Vart er hægt að fjalla um göngu- leiðir að Fjallabaki án þess að nefna Laugaveginn, en án nokkurs vafa er hann þekktasta gönguleið lands- ins. Göngumenn víðsvegar úr heim- inum koma til Íslands til þess að ganga þessa rómuðu leið. Á þess- ari leið má sjá allt það helsta sem Fjallabak býr yfir; jarðhita, hraun, fíngerðan fjallagróður, sanda, tign- arleg fjöll og jökla. Flestir byrja þessa leið í Land- mannalaugum, þótt einnig þekk- ist að hefja gönguna í Þórsmörk. Á fyrsta áfanga göngunnar úr Land- mannalaugum í Hrafntinnusker er nokkur hækkun, en leiðin ekki löng. Eftir það er haldið niður í land- inu, fyrst í Álftavötn eða Hvanngil, þaðan yfir sanda í Emstrur og loks úr Emstrum um Almenninga í skóg- lendið í Þórsmörk. Í Þórsmörk er hægt að gista í Húsadal, þar sem Farfuglar standa fyrir rekstri, í Langadal, þar sem Ferðafélag Ís- lands rekur gistiaðstöðu, eða í Básum á Goðalandi þar sem Útivist hefur byggt upp gistiskála og gott tjaldsvæði. Umhverfi Dalakofans Á undanförnum árum hefur Úti- vist endurnýjað og byggt við Dala- kofann en sá skáli er rétt norðan Laugafells og austan Heklu. Segja má að skálinn sé við jaðar háhita- svæðisins sem kennt er við Torfa- jökul. Sú staðsetning gerir skálann sérlega heppilegan til bækistöðva- ferða þar sem gist er nokkrar nætur á sama stað og gengið út frá skála. Jarðhitasvæðið í nágrenninu býður upp á áhugaverðar dagsgöngur til náttúruskoðunar. Þarna er að finna mikið af því sem margir telja hvað mest heillandi í íslenskri náttúru. Staðsetning Dalakofans býður þó upp á ýmislegt fleira. Hægt er að sjá fyrir sér fjölda tenginga við aðra skála að Fjallabaki, en ágæt dagleið er úr Dalakofanum í Landmanna- helli, Hrafntinnusker, Álftavatn, Krók og Hungurfit svo eitthvað sé nefnt. Hér eru því möguleikar á að flétta saman margvíslegar göngu- leiðir þar sem gist er í skálum allar nætur. Með tjald og bakpoka Þeir sem eru tilbúnir að axla bak- poka og bera með sér tjald hafa marga möguleika að fótum sér og raunar aðeins hugmyndaflug og hugsanlega þekking á landinu sem setur takmarkanir. Hér verður látið nægja að benda á einn valkost. Sú leið byrjar í Landmannalaugum og þaðan er gengið inn með Jökulgili í Hattver. Heppilegast er að ganga uppi í fjöllunum með því að fara á Skalla og þannig í Hattver, því ef Jökulgilið er gengið þarf að þvera jökulána nokkuð oft eftir því hvern- ig hún leggst sitt tilhvorrar hliðar í gilinu. Úr Hattveri er gengið við jað- ar Torfajökuls í Strútslaug og þaðan áfram í skálann við Strút. Þetta er skemmtileg en krefjandi gönguleið, en vert er að hafa í huga að á þess- um slóðum getur reynt á kunnáttu í að rata og almennri fjallamennsku. Eins er rétt að vekja athygli á að innan friðlands að Fjallabaki er óheimilt að tjalda utan skipulagðra tjaldsvæða nema að fengnu leyfi landvarðar. Við Ljósárfoss að Fjallabaki. Ljósmynd/Margrét Fannberg Í nágrenni Dalakofans. Ljósmynd/Fanney Gunnarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.