Fréttatíminn - 27.05.2011, Blaðsíða 30
2 ferðir Helgin 27.-29. maí 2011
Gönguferðin þín er á utivist.is
Skoðaðu ferðir
á utivist.is
S
væðið sem Fjallabak
vísar til er hálendis-
svæðið norðan Mýrdals-
jökuls og allt norður
að Tungnaá. Svæðið er
á virku eldstöðvabelti og ber allt
ummerki eftir eldsumbrot síðustu
árþúsundin. Þótt eldgos hafi gert
okkur allnokkrar skráveifur upp
á síðkastið er því ekki að neita að
eldvirknin á stóran þátt í að móta
hér stórkostlegt landslag og gera
náttúru okkar jafn heillandi og raun
ber vitni. Möguleikar á gönguleið-
um að Fjallabaki eru óþrjótandi, en
staðsetning og uppbygging skála
markar möguleika á gönguleiðum
þar sem gist er í skálum við góðar
aðstæður. Hér verða nokkrar vin-
sælar leiðir skoðaðar nánar.
Sveinstindur – Skælingar
Gönguleiðin um Sveinstind og
Skælinga hefur unnið sér sess sem
ein af fegurstu gönguleiðum lands-
ins. Hún er gott dæmi um leið sem
opnast göngufólki með uppbygg-
ingu skála, en Útivist hefur gert upp
á smekklegan hátt gamla gangna-
mannakofa á leiðinni sem er í sjálfu
sér ævintýri að gista. Gangan hefst
á Sveinstindi þar sem stórfenglegt
útsýni tekur á móti göngumönnum,
en síðan er leiðin þrædd niður með
Skaftá þar sem mosaþekjur og sér-
stakar hraunmyndanir gleðja aug-
að. Gist er í gömlum gangnamanna-
kofum sem hafa verið gerðir upp á
smekklegan hátt þannig að þeir eru
nánast eins og hluti af náttúrunni.
Á fyrsta degi er algengt að ekið
sé að Langasjó og gengið á Sveins-
tind. Langisjór er af mörgum talinn
eitt fegursta fjallavatn Íslands og
af tindi Sveinstinds er útsýni eftir
vatninu endilöngu og yfir breiður
Vatnajökuls. Í góðu skyggni sér vel
til allra átta, til suðurs niður með
Skaftá og yfir Lakagíga og til vest-
urs víða yfir Fjallabak og jafnvel allt
að Hofsjökli. Af tindinum er hægt
að ganga beint niður í skálann sem
kúrir austan fjallsins.
Á öðrum degi er gengið niður
með Skaftá um mosabreiður og gil
allt þar til komið er að skálanum í
Skælingum. Hér þarf að gæta þess
vel að fylgja göngustígum í gegnum
mosann og beita ekki göngustöfum
af óvarkárni, því náttúran hér er við-
kvæm. Í Skælingum eru sérkenni-
legar hraunmyndanir sem heilla
hvern þann sem þangað kemur.
Á lokadegi göngunnar er farið eft-
ir Eldgjá og ef vel viðrar er algengt
að tekinn sé aukakrókur á tind Gjá-
tinds. Eldgjá er fylgt að vegi áður
en stefnan er tekin á Hólaskjól, en
þar rekur Veiðifélag Skaftárhrepps
góða gistiaðstöðu.
Strútsstígur
Um sunnanvert Fjallabak liggur fal-
leg gönguleið frá Hólaskjóli í austri
og vestur í Hvanngil. Margt kætir
hug og anda á þessari leið. Fagrir
fossar verða á vegi göngumanna
og fögur fjallasýn. Farið er um víð-
feðmt dalverpi í Hólmsárbotnum
þar sem Torfajökull gnæfir við him-
in og hin rómaða Strútslaug bíður
göngumanna. Óhætt er að segja
að umhverfi skálans við Strút sé
draumaland göngumannsins með
ótal möguleikum á skemmtilegum
gönguleiðum. Oft er dvalið tvær
nætur í Strúti til að kynnast betur
þessu skemmtilega svæði. Göngu-
leiðin liggur síðan áfram í Hvanngil
og nú, eftir endurbyggingu Dalakof-
ans, er hægt að lengja gönguna um
einn dag með því að ganga þangað
úr Hvanngili, en þar á milli er hæfi-
leg dagleið.
Á fyrsta degi er ekið í Hólaskjól og
gangan hafin þar, en áfangastaður
fyrsta daginn er í Álftavötnum. Enn
finnum við gamlan gangnamanna-
kofa sem hefur verið endurbyggður
af félagsmönnum í Útivist. Álftavötn
þykja einstaklega fallegur staður,
gróðursæll og friðsæll.
Úr Álftavötnum er haldið með
Syðri-Ófæru og undir hlíðar Svarta-
hnjúksfjalla. Áfram liggur leiðin um
Hólmsárbotna og að Strútslaug þar
sem göngumönnum býðst að fara í
bað. Frá lauginni er haldið að Strúts-
skála þar sem gist er um nóttina.
Sé tekinn aukadagur í Strúti bjóð-
ast þar ótal möguleikar, en úr Strúti
er farið vestur yfir Veðurháls með
Mýrdalsjökul á vinstri hönd. Gengið
eftir Mælifellssandi hjá Slysaöldu
Gönguleiðir
að Fjallabaki
Að öðrum landsvæðum ólöstuðum er Fjallabak eitt vinsælasta
hálendissvæði landsins. Hvort heldur er ferðast gangandi eða á
jeppa eftir mismunandi torfærum slóðum býður Fjallabak upp á
fjölda skemmtilegra möguleika.
og þaðan yfir Kaldaklofskvísl að
Hvanngil.
Þeir sem kjósa að lengja gönguna
með því að fara í Dalakofann halda
áfram fram hjá Álftavatni um Gras-
haga og Ljósártungur í Dalakofann
og gista þar áður en haldið er til
byggða.
Laugavegurinn
Vart er hægt að fjalla um göngu-
leiðir að Fjallabaki án þess að nefna
Laugaveginn, en án nokkurs vafa
er hann þekktasta gönguleið lands-
ins. Göngumenn víðsvegar úr heim-
inum koma til Íslands til þess að
ganga þessa rómuðu leið. Á þess-
ari leið má sjá allt það helsta sem
Fjallabak býr yfir; jarðhita, hraun,
fíngerðan fjallagróður, sanda, tign-
arleg fjöll og jökla.
Flestir byrja þessa leið í Land-
mannalaugum, þótt einnig þekk-
ist að hefja gönguna í Þórsmörk. Á
fyrsta áfanga göngunnar úr Land-
mannalaugum í Hrafntinnusker
er nokkur hækkun, en leiðin ekki
löng. Eftir það er haldið niður í land-
inu, fyrst í Álftavötn eða Hvanngil,
þaðan yfir sanda í Emstrur og loks
úr Emstrum um Almenninga í skóg-
lendið í Þórsmörk. Í Þórsmörk er
hægt að gista í Húsadal, þar sem
Farfuglar standa fyrir rekstri, í
Langadal, þar sem Ferðafélag Ís-
lands rekur gistiaðstöðu, eða í
Básum á Goðalandi þar sem Útivist
hefur byggt upp gistiskála og gott
tjaldsvæði.
Umhverfi Dalakofans
Á undanförnum árum hefur Úti-
vist endurnýjað og byggt við Dala-
kofann en sá skáli er rétt norðan
Laugafells og austan Heklu. Segja
má að skálinn sé við jaðar háhita-
svæðisins sem kennt er við Torfa-
jökul. Sú staðsetning gerir skálann
sérlega heppilegan til bækistöðva-
ferða þar sem gist er nokkrar nætur
á sama stað og gengið út frá skála.
Jarðhitasvæðið í nágrenninu býður
upp á áhugaverðar dagsgöngur til
náttúruskoðunar. Þarna er að finna
mikið af því sem margir telja hvað
mest heillandi í íslenskri náttúru.
Staðsetning Dalakofans býður
þó upp á ýmislegt fleira. Hægt er að
sjá fyrir sér fjölda tenginga við aðra
skála að Fjallabaki, en ágæt dagleið
er úr Dalakofanum í Landmanna-
helli, Hrafntinnusker, Álftavatn,
Krók og Hungurfit svo eitthvað sé
nefnt. Hér eru því möguleikar á að
flétta saman margvíslegar göngu-
leiðir þar sem gist er í skálum allar
nætur.
Með tjald og bakpoka
Þeir sem eru tilbúnir að axla bak-
poka og bera með sér tjald hafa
marga möguleika að fótum sér og
raunar aðeins hugmyndaflug og
hugsanlega þekking á landinu sem
setur takmarkanir. Hér verður látið
nægja að benda á einn valkost. Sú
leið byrjar í Landmannalaugum og
þaðan er gengið inn með Jökulgili
í Hattver. Heppilegast er að ganga
uppi í fjöllunum með því að fara á
Skalla og þannig í Hattver, því ef
Jökulgilið er gengið þarf að þvera
jökulána nokkuð oft eftir því hvern-
ig hún leggst sitt tilhvorrar hliðar í
gilinu. Úr Hattveri er gengið við jað-
ar Torfajökuls í Strútslaug og þaðan
áfram í skálann við Strút. Þetta er
skemmtileg en krefjandi gönguleið,
en vert er að hafa í huga að á þess-
um slóðum getur reynt á kunnáttu í
að rata og almennri fjallamennsku.
Eins er rétt að vekja athygli á að
innan friðlands að Fjallabaki er
óheimilt að tjalda utan skipulagðra
tjaldsvæða nema að fengnu leyfi
landvarðar.
Við Ljósárfoss að Fjallabaki. Ljósmynd/Margrét Fannberg
Í nágrenni Dalakofans. Ljósmynd/Fanney Gunnarsdóttir