Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.05.2011, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 27.05.2011, Blaðsíða 6
WWW.SKJARGOLF.IS Eldgosið sveiflaði gengi flugfélaga Eldgosið í Grímsvötnum hefur fjarað út eftir kröftuga byrjun. Gosaskan truflaði þó flugumferð í Evrópu en ekkert í líkingu við það sem var vegna gossins í Eyjafjallajökli í fyrra. Mest áhrif hafði gosið á flug á Íslandi og Grænlandi en einnig í Skotlandi, Norður- Englandi og Þýskalandi. Grímsvatnagosið olli lækkun á hlutabréfaverði flugfélaga sem starfa á svæðinu og lækkuðu verð þeirra strax um 3-5% á mánudaginn þegar fjármálamarkaðir voru opnaðir, eftir að fréttir bárust af upphafi þess um helgina. Gengi hlutabréfa flugfélaga hefur hins vegar verið að hækka á ný eftir að fréttir bárust af rénun gossins, að því er fram kemur hjá Greiningu Íslandsbanka. Áhrifin af eldgosinu á ferðamannaþjónustu í Evrópu virðast ætla að verða mun minni en áhrifin af eldgosinu í Eyjafjallajökli í fyrra en það gos olli töfum á um 100 þúsund flugferðum, hafði áhrif á ferðir um 10 milljónir manns og kostaði flugfélögin um 1,7 milljarða dollara, eða sem nemur um 200 milljörðum íslenskra króna. -jh Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstofnun kirkjunnar, vonast til að lands- menn taki vel í söfnun stofnunarinnar sem hófst í gær, fimmtudag. Ljósmynd/Hari  Söfnun HjálparStofnun kirkjunnar Okkar helstu skjól- stæð- ingar eru ungar barnafjöl- skyldur á bótum og mikið veikir einstak- lingar. t ilgangurinn með þessari söfnun er að safna fjármagni til að vera með úttektarkort frekar en matarpoka fyrir þá sem leita til okkar. Með því erum við að verða við áskorun stjórnvalda og þeirra sem þurfa hjálp og telja það niðurbrot að þurfa að standa í röð til að fá hjálp,“ segir Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstofnun kirkjunnar, um söfnun sem hrint var af stað með þætti á Stöð 2 í gærkvöld. Vilborg segir að Hjálparstofnun kirkjunnar vilji jafn- framt gerast talsmaður þeirra sem standa höllum fæti í samfélaginu. „Við viljum fjalla um fátækt og gera það hispurlaust,“ segir Vilborg. Aðspurð um fjárhæðir sem Hjálparstofnun kirkj- unnar þarf mánaðarlega til að sinna þeim sem leita til hennar segir Vilborg upphæðina vera á bilinu sjö til tíu milljónir ef vel ætti að vera. „Þetta eru nokkur hundruð fjölskyldur. Það varð sprengja í nýjum umsóknum í janúar 2009 en síðan hefur þetta haldist nokkuð jafnt og fjöldi þeirra sem leitar til okkar í fyrsta sinn hefur minnkað að undanförnu. Síðan er auðvitað hópur sem stóð illa fyrir kreppu og stendur enn verr í dag. Okkar helstu skjólstæðingar eru ungar barnafjölskyldur á bótum og mikið veikir einstaklingar,“ segir Vilborg. Aðspurð hvenær úttektarkortin líti dagsins ljós seg- ist Vilborg vonast til að það verði fljótlega. „Það er verið að vinna umsóknir og meta hversu mikla hjálp hver og einn þarf. Það er auðvitað mismunandi eftir aðstæðum. Þetta er mikið púsl,“ segir Vilborg. Hjálparstofnun kirkjunnar hefur sent greiðsluseðla í alla heimabanka upp á 2.400 krónur en auk þess eru frjáls framlög vel þegin. Að auki verður hægt að hringja í styrktarnúmer eða svokölluð 900-númer í söfnuninni á Stöð 2 á fimmtudaginn og síðan áfram á meðan söfnunin stendur yfir. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Safna til að koma úttektar- kortum af stað Hjálparstofnun kirkjunnar stendur fyrir söfnun sem hófst form- lega á Stöð 2 í gærkvöld. Tilgangurinn er að safna peningum og fjalla hispurslaust um fátækt á Íslandi. Helgin 27.-29. maí 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.