Fréttatíminn - 27.05.2011, Blaðsíða 8
Fjórðungur með háskólapróf
Rúmlega 56 þúsund
manns á aldrinum 16-74
hafa lokið háskólanámi,
eða um fjórðungur íbúa á
Íslandi á sama aldursbili.
Háskólamenntuðum hefur
fjölgað nokkuð frá árinu
2003, þegar þeir voru
22% íbúa, að því er Hagstofan greinir frá. Um 36% íbúa hafa lokið starfs- og
framhaldsmenntun, þ.e. lokið námi á framhaldsskólastigi sem er a.m.k. tvö ár
að lengd eða lokið námi á viðbótarstigi, alls tæplega 81 þúsund manns. Þeir
sem eingöngu hafa lokið styttra námi, þ.e. grunnmenntun, eru tæplega 86
þúsund talsins. Það eru 39% íbúa og hefur fækkað úr 42% árið 2003. Á höfuð-
borgarsvæðinu hafa 33% íbúa eingöngu lokið grunnmenntun en 30% hafa
lokið háskólamenntun. Utan höfuðborgarsvæðisins hafa 49% íbúa aðeins
lokið grunnmenntun og 16% lokið háskólamenntun. Yngri konur eru mun
líklegri til að hafa lokið háskólanámi en yngri karlar. Rúmlega 41% 25-29 ára
kvenna hafa lokið háskólamenntun en tæplega 23% karla á sama aldri. - jh
Eigum nokkur eintök af vel með
förnum Sorento, frá kr. 1.850.000
- 3.690.000 - bensín eða dísil.
Verð frá kr. 1.850.000
3.500 kg dráttargeta
Eigum nokkra sérlega sparneytna
Kia cee’d dísilbíla, árg. 2008,
ekna í kringum 50-60.000 km.
Verð: kr. 2.190.000
Opið virka daga kl. 9-18
notaðra bílaÚRVAL
Allt að 70% fjármögnun í boði
Laugardaga kl. 12-16
Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík
Sími 590 2100 · askja.is
TÍMALAUS KLASSÍK
Í úTSKrifTArgjöf
Skagen
herraúr
kr. 24.900
Skagen
dömuúr
kr. 23.900
PI
PA
R\
TB
W
A
•
S
ÍA
•
1
11
30
1
www.jonogoskar.is LAUgAvegUr / SMárALind / KringLAn
Nóatúni 4 · Sími 520 3000
www.sminor.is
A
T
A
R
N
A
Siemens
þvottavélar,
þurrkarar og
uppþvottavélar
á tilboðsverði.
Hreint & klárt
í maí
Öflugur greiðendavefur með hagnýtum
upplýsingum s.s.
• Yfirlit mála
• Samkomulög
• Greiðslur með korti
• Góð ráð og margt fleira
Þjónustuver 440 7700
www.ekkigeraekkineitt.is
Aflaverðmæti 23,4 milljarðar
Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 23,4 milljörðum
króna á fyrstu tveimur mánuðum ársins samanborið
við 21,1 milljarð á sama tímabili í fyrra. Aflaverðmæti
hefur því aukist um 2,3 milljarða eða 10,8% á milli ára,
að því er fram kemur hjá Hagstofu Íslands. Aflaverð-
mæti botnfisks var í lok febrúar orðið 13,2 milljarðar
og dróst saman um 18,7%. Verðmæti þorskafla var um
7,7 milljarðar og dróst saman um 18,3%. Aflaverðmæti
ýsu nam tæpum 1,9 milljörðum og dróst saman um
34,9%, en verðmæti karfaaflans nam 1,7 milljörðum,
sem er 6,1% samdráttur. Verðmæti ufsaaflans dróst
saman um 19,4% milli ára í 679 milljónir. Verðmæti
flatfiskafla nam tæpum 1,6 milljörðum króna í janúar
til febrúar 2011, sem er 25,4% aukning. Aflaverðmæti
uppsjávarafla jókst um 143,4% milli ára og nam
rúmum 8,4 milljörðum. Má rekja þá verðmætaaukn-
ingu til aukins loðnuafla. Verðmæti hans nam 7,3
milljörðum króna og jókst um 357% milli ára. -jh
Þ að er alveg klárt að kyn-ferðislegt ofbeldi er ein af stærstu ógnum sem steðja
að börnum á Íslandi. Rannsóknir
sýna að allt að fjórtán prósent af
stelpum verða fyrir kynferðislegu
ofbeldi fyrir átján ára aldur og þótt
talan sé nokkuð lægri hjá strákum
þá eru þessar tölur alltof háar,“
segir Stefán Ingi Stefánsson,
framkvæmdastjóri Unicef á Íslandi.
Samtökin kynntu í gær viðamikla
skýrslu um stöðu barna á Íslandi.
Stefán Ingi segir að kynferðislegt
ofbeldi sé erfitt og flókið mál og
ekki sé hlaupið að því að taka á því.
Það þýði þó ekki að það eigi ekki að
gera neitt. „Við verðum að berjast
gegn þessu með öllum tiltækum
ráðum,“ segir Stefán Ingi.
Í skýrslunni er gagnrýnt hversu
fáar rannsóknir hafi verið unnar og
hversu litlu eða nær engu fé hafi
verið varið til forvarna í þessum
málaflokki. Stefán Ingi segir að
það þurfi að gera nýjar rannsóknir.
„Það liggur fyrir mikið af gögnum
sem hægt er að greina. Það hefur
verið gert gagnvart öðrum ógnum
sem að börnum okkar steðja,“ seg-
ir Stefán Ingi og bendir þar til að
mynda á neyslu áfengis, tóbaks og
vímuefna. „Þar hefur verið unnið
aðdáunarvert starf sem hefur skil-
að miklum árangri, eins og til að
mynda með minnkandi unglinga-
drykkju. Slíkt gerist ekki fyrir til-
viljun heldur vegna þess að unnið
er í því. Og það kostar peninga,“
segir Stefán Ingi og vill að ein-
hver taki ábyrgð á því að minnka
kynferðislegt ofbeldi gagnvart
börnum. „Við eigum slysavarnaráð
og manneldisráð. Þetta eru hlutar
af öðrum stofnunum með skýr
hlutverk að reyna að lækka tíðni
þeirra ógna sem heyra undir þær.
Þetta vantar fyrir kynferðislegt
ofbeldi gegn börnum. Grasrótar-
samtök eins og Blátt áfram, Dreka-
slóð, Stígamót og fleiri hafa unnið
frábært starf en það þarf að koma
meira frá opinberum aðilum,“ segir
Stefán Ingi.
Spurður hvort stjórnvöld dragi
lappirnar í þessum málaflokki vill
Stefán Ingi ekki ganga svo langt að
segja það. „Stjórnvöld hafa mikinn
áhuga á þessu máli og hafa gert
margt gott, til að mynda í aðgerðar-
áætlunum gegn mansali, heimilis-
ofbeldi og kynferðisofbeldi. Það er
stefna í gangi en það þarf að hrinda
henni í framkvæmd.“
Um tilgang skýrslu Unicef segist
Stefán Ingi vonast til að hún verði
jákvætt innlegg í umræðuna um
stöðu barna. „Svona heildarskýrsla
hjálpar okkur að sjá hlutina í sam-
hengi og til að ræða hlutina áfram.
Við erum boðin og búin að halda
áfram og hjálpa til eins og við
getum,“ segir Stefán Ingi en bendir
þó á að forvarnir og fjármagn í
forvarnir sé það sem skipti mestu
máli.
„Það þarf að skoða verklagsregl-
ur – hvernig brugðist er við tilkynn-
ingum. Það þarf að opna umræðuna
því gerendur nærast á þögninni.
Það þarf að tala til gerendanna og
skoða áhrif kláms og hvaða teng-
ingar klám hefur við ofbeldi. Það er
til mikið af góðum sérfræðingum
hér sem geta lagt hönd á plóginn,“
segir Stefán Ingi.
Unicef SkýrSla Um StöðU barna á ÍSlandi
Vilja aukið fé í for-
varnir gegn kynferðis-
ofbeldi á börnum
Framkvæmdastjóri Unicef á Íslandi segir kynferðislegt ofbeldi eina þá stærstu ógn sem steðjar
að börnum á Íslandi. Hann vill markvissar aðgerðir til að fyrirbyggja ofbeldið.
Staða barna
á Íslandi
2011
Það þarf að opna
umræðuna því
gerendur nærast á
þögninni. Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri Unicef, segir allt til alls á Íslandi til að
minnka kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Ljósmynd/Hari
Forsíða
skýrsl-
unnar
Staða
barna á
Íslandi
2011.
Óskar Hrafn Þorvaldsson
oskar@frettatiminn.is
8 fréttir Helgin 27.-29. maí 2011