Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.05.2011, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 27.05.2011, Blaðsíða 40
35C Ú Útþrá er rík í mínum betri helmingi. Þótt þeirri góðu konu þyki vænt um land sitt vill hún gjarna komast utan, að minnsta kosti annað veifið. Allt er það gott og blessað og raunar þakkarvert. Vegna þessa áhuga hennar höfum við víða ratað. Þótt ég þumb- ist stundum við læt ég yfirleitt undan og kann ekki síður að meta ferðirnar en hún þegar á áfangastað er komið. En til þess að komast til hinna ýmsu landa þarf að fljúga. Við búum úti í ballar- hafi og eigum vart annan kost. Ferjusigl- ingar eru ekki inni í myndinni nema til há- tíðabrigða. Flugið er um margt þægilegur ferðamáti. Það skilar fólki hratt og örugg- lega langar vegalengdir. En það fylgir því vesen að fljúga. Þeir sem búa annars staðar á Norðurlöndunum, svo ekki sé talað um þá sem heima eiga á meginlandi Evrópu og ætla að bregða sér bæjarleið, geta hent far- angri í bílskottið, fest krakkana í aftursæt- ið, spennt beltin og brunað af stað. Annar kostur er að taka lest, sitja í rólegheitum og sjá skóga, vötn og engi líða hjá. Slíkur munaður stendur eyjarskeggjum ekki til boða. Það þarf að mæta út á flugvöll tveimur tímum fyrir brottför. Takmark- aður farangur er leyfilegur, eða sem nemur tösku á mann. Útsjónarsamir geta troðið góssi í handtösku sem taka má með inn í vélina. Biðraðir eru algengar við brottför frá landinu enda fara flestar flugvélar af landi brott á sama tíma. Ástandið í Leifsstöð á morgnana er því eins og í þokkalega stórri flugstöð en á öðrum tímum sólarhringsins fer ein og ein flugvél. Vandi okkar hjónanna er hins vegar sá að við eigum erfitt með að mæta á réttum tíma. Þótt leiðbeiningarnar segi að mæta skuli tveimur tímum fyrir brottför tekst okkur það ekki. Stundum mætum við klukkutíma áður en vélin á að fara og stundum er enn styttra í brottför. Það þýðir að við fáum oft sæti á vondum stöðum og oftar en ekki sitt á hvorum stað í vélinni, konan í miðjusæti í sætaröð 16 og ég í miðjusæti í sætaröð 25. Miðjusæti eru óþægilegri en önnur og ætti ekki að selja á sama verði. Einu sinni vorum við svo seint á ferð, á leið frá London, að senda þurfti sér- stakan bíl með okkur að vélinni. Það er ekki til fyrirmyndar en tekið skal fram að þetta var fyrir tíma víðtækra öryggisráðstafana sem fylgdu í kjölfar hryðjuverkaárásanna á Bandaríkin fyrir tæpum áratug. Í öðru tilviki vönduðum við okkur alveg sérstaklega. Þá vorum við á leið til Peking, í 11-12 tíma flug. Við vorum ákveðin í því að fá sæti saman þennan hálfa sólarhring í samfelldu flugi. Því tókum við okkur saman í andlitinu og mættum á Keflavíkurflugvöll tveimur tímum fyrir flug. Það kom okkur á óvart hversu fáir biðu afgreiðslu þar sem um 500 manna breiðþotu var að ræða, enda kom í ljós að við vorum síðust, eins og venjulega. Hinir höfðu mætt 3-5 tímum fyrir brottför til þess að tryggja sér sæti. Við fengum því ekki sæti saman og sátum í eins konar biðröð í þotunni breiðu, sitt í hvorri sætaröðinni. Við lendingu í Kína- veldi var tilkynnt að sömu sætanúmer giltu á bakaleiðinni. Á heimleið frá evrópskri borg á dögunum ákváðum við að leggja lykkju á leið okkar út á flugvöll. Við þóttumst bæði vita hvað það þýddi enda vorum við síðust allra á völlinn, öftust í biðröð þeirra sem biðu af- greiðslu. Allar líkur voru á því að tuttugu sætaraðir yrðu á milli okkar í fluginu. Svo varð að vera, þetta var okkur að kenna, enn einu sinni. Því kom okkur þægilega á óvart þegar við sáum númerin á sætunum okkar, 35 B og C. Við fengum sæti saman, þrátt fyrir allt. Ástæðu fyrir þessu örlæti afgreiðslustúlkunnar á flugvellinum sáum við þegar við gengum aftur eftir vélinni. Sætaröð númer 35 var sú aftasta í vélinni, við klósettin. Við fengum mið- og gang- sætið. Konan fórnaði sér í miðsætið. Ég fékk ganginn enda talsvert handleggja- og lappalengri. Flugfélagið var erlent og þéttleiki sæta eins og í hefðbundnu lágfargjaldaflugi. Þeir sem sestir voru gátu sig vart hrært. Svo þröngt er milli sæta í þessum vélum að varla er hægt að skipta um skoðun. Verstur er aftasti bekkurinn, við klósettin, og verstu sætin eru sennilega tvö öftustu gangsætin, jafnvel verri en öll miðsæti vélarinnar. Hægt er að halla aftur bökum allra sæta í flugvélinni nema í öftustu röð, líka sætunum í næstöftustu röð. Þetta er þolanlegt í flugtaki. Þá ber öllum að hafa sætisbökin upprétt. Farþeginn fyrir framan mig skellti sínu sætisbaki aftur um leið og leyfilegt var. Ég gat talið hárin í hvirflinum á manninum. Hann var sem betur fer ekki með flösu. Hárafarið á honum dró því ekki að gagni úr matarlyst þegar kvöldverður var borinn fram. Það breytti kannski ekki öllu því örðugt var að hreyfa handleggina til að matast. Með lagi var þó hægt að draga þá alveg að síðum og smeygja þeim upp með bringunni og tína molana með þeim hætti upp í sig. Teygja varð fingurna fram, út frá viðbeinunum, með fullkominni varúð þó til þess að rekast ekki í hvirfilhárin á farþeganum í sætinu fyrir framan. Örðugra var að koma í sig vökva vegna hættu á að fá innihald bollans yfir sig. Ekki batnaði ástandið þegar leið á flugið og aukning varð á salernisferðum farþega. Bumbukallar og mjaðma- og barmbreiðar konur voru beinlínis í andlitinu á mér. Ég gat illa vikið mér undan þunganum þar sem ég sat klemmdur af farþeganum fyrir framan. Kostir gangsætisins, þ.e. að smeygja fæti fram, nýttust ekki. Þess í stað dró ég hnén upp undir höku, eða eins langt og komist varð án þess að reka þau í herða- blöðin á hallandi manninum. Konan slapp betur. Sætisbakið framan við hana var óhreyft allan tímann og ég varði hana að mestu fyrir klósettförum. Úr prísundinni losnaði ég ekki fyrr en flugfreyja tilkynnti að vélin væri að lækka flugið í átt á Keflavíkurflugvelli. Farþegar voru vinsamlega beðnir að setjast í sæti sín, spenna beltin og koma sætisbökum í upp- rétta stöðu. Náladofinn gekk ég frá borði og blóð var tæpast farið að renna í handleggina á mér þegar eiginkona mín, konan með útþrána, hnippti í mig. „Þetta var æðislegt,“ sagði hún og átti líklega frekar við ferðina í heild en setu bónda síns í sæti 35C, „pöntum okk- ur aðra ferð um leið og við komum heim.“Te ik ni ng /H ar i Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Fylgist með störfum Stjórnlagaráðs og hafið áhrif á endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins. Bein útsending frá sameiginlegum fundi ráðsins er á hverjum fimmtudegi kl. 13 á vefsíðu ráðsins: www.stjornlagarad.is. Fundirnir eru opnir almenningi. Öll gögn ráðsins má finna á vefsíðunni. Stjórnarskrá lýðveldisins varðar okkur öll Stjórnlagaráð, Ofanleiti 2, 103 Reykjavík - sími: 422-4400 - netfang: skrifstofa@stjornlagarad.is - vefslóð: www.stjornlagarad.is Vefslóð Stjórnlagaráðs: www.stjornlagarad.is Þóra Einarsdóttir Finnur Bjarnason Garðar thór CortEs ÁGúst ólaFsson jóhann smÁri sævarsson siGrún hjÁlmtýsdóttir hulda Björk Garðarsdóttir auður Gunnarsdóttir siGríður ósk kristjÁnsdóttir snorri Wium valGErður Guðnadóttir kolBEinn jón kEtilsson viðar Gunnarsson hljómsvEitarstjóri: daníEl Bjarnason lEikstjóri: ÁGústa skúladóttir frumsýning 22. október 2011 W. a. moZart miðasala hefst á mánudag kl. 12 í hörpu, á www.harpa.is og í síma 528 5050 32 viðhorf Helgin 27.-29. maí 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.