Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.05.2011, Blaðsíða 39

Fréttatíminn - 27.05.2011, Blaðsíða 39
Helgin 27.-29. maí 2011 Háskólinn á Akureyri býður framhaldsnám á öllum sviðum: Heilbrigðisvísindasvið ▶ Diplómu- og meistaranám í heilbrigðisvísindum - M.S. í heilbrigðisvísindum - Diplómunám í heilbrigðisvísindum (40 einingar) Hug- og félagsvísindasvið ▶ Heimskautalögfræði L.L.M/M.A. ▶ Nám til kennsluréttinda ▶ Menntunarfræði - Diplómunám í menntunarfræðum (60 einingar) - M.Ed. í menntunarfræðum - M.A. í menntunarfræðum viðskipta- og raunvísindasvið ▶ M.S. í auðlindafræði ▶ M.S. í viðskiptafræði Engin skólagjöld, skrásetningargjald fyrir skólaárið kr. 45 þúsund. Nánari upplýsingar á www.unak.is eða í síma 460 8000 viltu læra meira? www.unak.is Umsóknarfrestur er til 5. júní Fært til bókar Valdabarátta Mogginn þykist sjá valdabaráttu innan raða VG og þar takist helst á um for- mennsku, þegar Stein- grímur J. Sigfússon hættir, ráðherrarnir Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavars- dóttir. Fjarri lagi var, segir vefur blaðsins, að einhugur og sættir ríktu á flokksráðs- fundi Vinstri grænna sem fram fór um síðustu helgi. Flokkurinn hefur orðið fyrir umtalsverðum áföllum að undan- förnu og helst þeim að þrír þingmenn, Lilja Mósesdóttir, Atli Gíslason og Ás- mundur Einar Daðason, sögðu sig úr þingflokki hans. Meirihluti ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og VG hangir því á einum manni. Hver og einn þingmaður hefur því í raun neitunarvald. Mikið hefur mætt á Steingrími flokksformanni í fjármálaráðuneytinu enda staðan á ríkiskassanum bágborin eftir hrun. Það bætist ofan á innanflokksdeilurnar. For- maðurinn er því lúinn. Moggi heldur því fram að Steingrímur styðji mennta- og menningarmálaráðherrann Katrínu til frekari pólitískrar vegsemdar en Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra og for- maður Alþýðubandalagsins sáluga, styðji dóttur sína. Það þarf engum að koma á óvart en Svavar er enn sterkur innan raða vinstri manna. Katrín hverfur raunar af hinum pólitíska vettvangi um hríð en hún á von á barni, svo sem kunn- ugt er. Svandís leysir hana af á meðan á fæðingarorlofinu stendur. Allar þessar vangaveltur byggjast þó á því að Stein- grímur gefi stólinn eftir. Hann hefur ekki gefið neinar vísbendingar í þá veru og vill væntanlega sitja í formannssætinu að minnsta kosti á meðan á ríkis- stjórnarsamstarfinu stendur. Tvö ár eru í þingkosningar – ef ekki fækkar frekar í stuðningsliði stjórnarinnar. Alþjóðlegur gosmiðill Vefur Morgunblaðsins, mbl.is, hefur um langt skeið verið mest lesni vefur landsins. En hróður hans fer víðar. Heimsbyggðin leitar þangað þegar mikið liggur við. Í frétt á vefnum kom fram að liðlega 584 þúsund notendur heimsóttu hann í liðinni viku en venjulega sækja þangað um 360 þúsund notendur viku- lega. „Aldrei hafa verið fleiri notendur á mbl.is á einni viku en fyrra metið var frá þeirri viku sem Eyjafjallajökull gaus ásamt því að rannsóknarskýrsla Alþingis var gefin út í apríl í fyrra. Þá hafði aldrei mælst viðlíka umferð á mbl.is, eða yfir 500 þúsund notendur. Gosið í Gríms- vötnum hófst á sjöunda tímanum sl. laugardag og fór umferð inn á fréttavef mbl.is þá strax að aukast verulega en heimsóknir voru 50-60 þúsund talsins á hverri klukkustund á laugardagskvöldið. Innan við 60% notenda í vikunni voru frá Íslandi en nærri fjórðungur var frá Bandaríkjunum,“ segir þar. Af þessu má sjá að Moggavefurinn verður alþjóðlegur – að minnsta kosti þegar náttúruöflin láta til sín taka svo einhverju nemur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.