Fréttatíminn - 27.05.2011, Side 39
Helgin 27.-29. maí 2011
Háskólinn á Akureyri býður
framhaldsnám á öllum sviðum:
Heilbrigðisvísindasvið
▶ Diplómu- og meistaranám í heilbrigðisvísindum
- M.S. í heilbrigðisvísindum
- Diplómunám í heilbrigðisvísindum (40 einingar)
Hug- og félagsvísindasvið
▶ Heimskautalögfræði L.L.M/M.A.
▶ Nám til kennsluréttinda
▶ Menntunarfræði
- Diplómunám í menntunarfræðum (60 einingar)
- M.Ed. í menntunarfræðum
- M.A. í menntunarfræðum
viðskipta- og raunvísindasvið
▶ M.S. í auðlindafræði
▶ M.S. í viðskiptafræði
Engin skólagjöld,
skrásetningargjald fyrir skólaárið kr. 45 þúsund.
Nánari upplýsingar á www.unak.is eða í síma 460 8000
viltu læra
meira?
www.unak.is Umsóknarfrestur er til 5. júní
Fært til bókar
Valdabarátta
Mogginn þykist sjá valdabaráttu innan
raða VG og þar takist helst á um for-
mennsku, þegar Stein-
grímur J. Sigfússon
hættir, ráðherrarnir
Katrín Jakobsdóttir
og Svandís Svavars-
dóttir. Fjarri lagi var,
segir vefur blaðsins,
að einhugur og sættir
ríktu á flokksráðs-
fundi Vinstri grænna
sem fram fór um síðustu
helgi. Flokkurinn hefur orðið
fyrir umtalsverðum áföllum að undan-
förnu og helst þeim að þrír þingmenn,
Lilja Mósesdóttir, Atli Gíslason og Ás-
mundur Einar Daðason, sögðu sig úr
þingflokki hans. Meirihluti ríkisstjórnar
Samfylkingarinnar og VG hangir því á
einum manni. Hver og einn þingmaður
hefur því í raun neitunarvald. Mikið
hefur mætt á Steingrími flokksformanni
í fjármálaráðuneytinu enda staðan á
ríkiskassanum bágborin eftir hrun. Það
bætist ofan á innanflokksdeilurnar. For-
maðurinn er því lúinn. Moggi heldur því
fram að Steingrímur styðji mennta- og
menningarmálaráðherrann Katrínu til
frekari pólitískrar vegsemdar en Svavar
Gestsson, fyrrverandi ráðherra og for-
maður Alþýðubandalagsins sáluga,
styðji dóttur sína. Það þarf engum að
koma á óvart en Svavar er enn sterkur
innan raða vinstri manna. Katrín hverfur
raunar af hinum pólitíska vettvangi um
hríð en hún á von á barni, svo sem kunn-
ugt er. Svandís leysir hana af á meðan á
fæðingarorlofinu stendur. Allar þessar
vangaveltur byggjast þó á því að Stein-
grímur gefi stólinn eftir. Hann hefur ekki
gefið neinar vísbendingar í þá veru og
vill væntanlega sitja í formannssætinu
að minnsta kosti á meðan á ríkis-
stjórnarsamstarfinu stendur. Tvö ár
eru í þingkosningar – ef ekki fækkar
frekar í stuðningsliði stjórnarinnar.
Alþjóðlegur gosmiðill
Vefur Morgunblaðsins, mbl.is,
hefur um langt skeið verið mest lesni
vefur landsins. En hróður hans fer víðar.
Heimsbyggðin leitar þangað þegar mikið
liggur við. Í frétt á vefnum kom fram að
liðlega 584 þúsund notendur heimsóttu
hann í liðinni viku en venjulega sækja
þangað um 360 þúsund notendur viku-
lega. „Aldrei hafa verið fleiri notendur
á mbl.is á einni viku en fyrra metið var
frá þeirri viku sem Eyjafjallajökull gaus
ásamt því að rannsóknarskýrsla Alþingis
var gefin út í apríl í fyrra. Þá hafði aldrei
mælst viðlíka umferð á mbl.is, eða yfir
500 þúsund notendur. Gosið í Gríms-
vötnum hófst á sjöunda tímanum sl.
laugardag og fór umferð inn á fréttavef
mbl.is þá strax að aukast verulega en
heimsóknir voru 50-60 þúsund talsins á
hverri klukkustund á laugardagskvöldið.
Innan við 60% notenda í vikunni voru
frá Íslandi en nærri fjórðungur var frá
Bandaríkjunum,“ segir þar. Af þessu má
sjá að Moggavefurinn verður alþjóðlegur
– að minnsta kosti þegar náttúruöflin láta
til sín taka svo einhverju nemur.