Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.05.2011, Blaðsíða 44

Fréttatíminn - 27.05.2011, Blaðsíða 44
 MatartíMinn Megrunarkúr fyrir fólk í allsnægtarsaMfélöguM P ollýanna var góður kennari í hófsemd. Með hennar aðferðum geturðu sagt næst þegar þú verður svöng/svangur; O, það eru nú örugglega margir svengri en ég. Þetta gefur þér eilítið andrúm til að velta fyrir þér mun á milli góðrar matarlystar, græðgi og hungurs. Og með æfingunni munt þú læra að innbyrða mat með mismunandi hætti eftir því hvað við á: Þú gælir við matarlystina, seður hungrið en segir græðginni að halda kjafti. Og þar sem þið eruð í raun aldrei hungruð þá færast matarsiðir ykkar hægt og bítandi yfir á svið gælanna. Það er hin eiginlega lífsnautn. Að fá að gera allt vel og gera allt fallega. Erfðir og umhverfi, matur og hreyfing En samkennd Pollýönnu hálpar okkur líka að setja hluti í samhengi. Ef þú ert of feit/ur ertu líklega of feit/ur af sömu ástæðu og flestir aðrir eru of feitir. Það eru nánast engar líkur til þess að efnaskiptin í þér séu öðruvísi en hjá öðru fólki svo að það tekur því ekki að eyða orðum á það. Við skulum gera samning: Skoð- aðu allar myndir sem þú kemst yfir úr fanga- búðum nasista og þegar þú hefur fundið einn feitan fanga skaltu opna fyrir þann möguleika að vegna brenglaðra efnaskipta fitnir þú, sama hversu lítið þú borðar. Fólk á Íslandi hefur fitnað mikið og ört síðustu þrjá áratugi. Holdafar ræðst af tvennu; erfðum og umhverfi. Í þróunarsögu mannsins eru þrír áratugir aðeins leiftur. Það eru engar líkur til þess að rekja megi fitusöfnunina til stökkbreyttra gena. Sökin liggur í umhverf- inu; neyslunni. Fitusöfnun er samspil tveggja þátta; of lítillar hreyfingar eða brennslu og of mikillar neyslu á mat. Og þar sem þú ert meira og minna nákvæmlega eins og annað fólk – og þar sem fólk fór almennt að fitna upp úr 1980 – geturðu beitt tiltölulega einfaldri mælistiku á hreyfingu þína og matarneyslu; færðu þetta aftur um 30 ár. Aftur til fortíðar Horfðu á heimili þitt: Eru sófarnir dýpri en þeir voru hjá ömmu? Borðar þú kannski í sóf- unum? Eru diskarnir stærri en hjá ömmu? Er ískápurinn fullur af mat sem þú endar oftast með að henda? Fylgstu með daglegri virkni: Notar þú lyftu oftar en amma? Styður þú þig við handrið á leið niður stiga, ferðu á bíl út í búð, syndirðu í sundi eða siturðu bara í heita pottinum? Skoðaðu innkaupakörfuna: Hversu mikið af eldamennskunni hefur þú flutt af heim- ilinu og til iðnaðareldhúsa? Náðu þessari eldamennsku aftur heim til þín. Þú þarft að byggja upp heilbrigðar samvistir við mat. Þær færðu ekki nema með því að kynnast mat og kunna að fara með hann. Kauptu aðeins hrá- efni til eldamennsku. Og áttaðu þig á hversu lítinn hluta verslunarinnar þú notar. Afgang- urinn af hilluplássinu er matur sem var ekki til fyrir 1970 – og mest af honum ekki heldur fyrir 1980. Þetta er maturinn sem fólk er almennt að fitna af. Og þetta er umfang hans; hann tekur um 85 prósent af hillunum. Þú verður því að eyða þeirri hugsun að þú getir borðað eins og hinir gera almennt. Þú verður að setja þér þín eigin mörk. Hættu Þegar neyslubreytingar síðustu þriggja áratuga eru skoðaðar sést gríðarleg aukning í gosdrykkju og sætindaáti. Ef þetta hefur almennt þyngt fólk þá á það einnig við um þig. Hættu því að drekka gos og borða nammi og þú munt missa hálft kíló á viku þar til þú sígur inn fyrir kjörþyngd. Lærðu af drykkjusjúklingum og reyndu ekki að trappa niður neysluna. Hættu alveg. Þegar þér hefur tekist að halda þig frá nammi og gosi í þrjá mánuði áttar þú þig á að þú saknar þess ekki. Þér finnast þær málamiðl- anir sem þú vilt gera í dag hlægilegar.  allsnægtir Hvernig Hægt er að lifa af  fáeinar reglur fyrir HófsaMan kúr 36 matur 1Hættu alveg að drekka gos eða sykraða drykki (Nema þú búir þá til sjálf/ur: Límonaði er safi úr 6 sítrónum, börkur af þremur, 4 msk. sykur og 1,5 lítri vatn; geymt í ísskáp þar til límonaðið verður ískalt. Gos út úr búð er eins og eitthvað úr Grímsvötnum í samanburði). 2 Hættu alveg að borða nammi. Nammi er eins og gos. Það gefur meiri lífsgleði að neita sér um það en að borða það. 3Ekki borða kökur nema þær sem þú bakar sjálf/ur og ekki borða ís nema þú búir hann til sjálf/ur. Það eykur tilfinningu þína fyrir mat og matseld að standa í þessu en fyrst og fremst eru engar líkur til að þú notir jafn mikinn sykur og er í tilbúnum kökum, kexi og ís. 4Ekki kaupa neinn tilbúinn mat sem hefur verið sykraður eða saltaður fyrir þig (þetta strokar út megnið af fram- leiðsluvörum MS og Slátur- félagsins). 5Borðaðu bara góðan mat! Njóttu þeirrar matarlystar sem gosið og nammið skilur eftir. Fylltu hana með öllu því sem þér dettur í hug. Lestu um mat og matarsiði, prófaðu ókunna rétti. Haltu matardagbók – ekki til þess að telja kaloríur heldur til að hvetja þig áfram í að borða fjölbreyttan mat og spennandi. Eftir að þú venur þig af sykrinum munu bragðlaukarnir vakna upp og fara að skynja fínlegri tóna tilverunnar og heill heimur opnast fyrir þér (sem þung tjöld sykursins birgðu þér sýn á). 6Farðu hófsamlega með kúrinn þinn. Ekki messa yfir öðru fólki. Þiggðu allan mat í húsum annarra og hældu honum, sama hversu sætur eða búðarkeyptur hann er. Páll postuli ráðlagði frum- kristnum að borða frekar í heimboðum kjöt sem ekki var slátrað samkvæmt gyðing- legum stöðlum, en að hanga í stífustu trúarsetningum. Gestrisni og vinátta er mikil- vægari en vigtin. 7Notaðu bíl bara í neyð – í stað þess að ganga bara í neyð. Farðu í heilsu- bótargöngu. Ef þeir leiðist að horfa á fuglana og sjóinn og skýjafarið og dásama síkvikan breytileika sköpunarverksins fáðu þér ipod og taktu inn alla þá músík sem þú átt eftir að uppgötva eða hlustaðu á hljóðbækur – en þá aðeins meistaraverk; engan sykur eða feitmeti. 8Hlustaðu aldrei á einkaþjálfara eða fólk sem vill selja þér ein- hverjar lausnir. Þú þarft ekki meiri neyslu – Wold Class er neysla – heldur minni. 9Viktaðu þig á sama tíma á hverjum degi. Horfðu fram hjá dagsveiflum. Fylgstu með vikumeðaltalinu. Hófsemdarkúrinn Sjö lyklar að velgengni Helgin 27.-29. maí 2011 Eins og fótboltinn hefur á okkar tímum orðið farvegur vangaveltna um tilgang samfélags, mátt hópsins og getu einstaklingsins; þá hefur megrunarkúrinn gleypt hina almennu umræðu um mat og hollustu. Við beygjum okkur undir þessa staðreynd og hér er okkar fyrsta tilraun: Hófsemdarkúrinn; losnið við hálft kíló á viku! Eða fyrir þá áköfu: Kraftaverkakúrinn; losnið við 26 kíló á einu ári! Lífsbarátta hinna hófsömu er ekki alltaf auðveld og stundum þarf að beita hörku; ekki síst þegar hætta er á mægðum við óhófslið og nýríka sukkara. Breska konungs- fjölskyldan beit þannig Wallis Simpson af sér og hjó erfðaprinsinn Edward af sér eins og hönd sem hneykslaði. Óhóf frú Simpson skemmdi ekki góðan fatasmekk prinsins en kom fram í nýjunga- girni og græðgi á öðrum sviðum. Hér eru hjónin til dæmis með nýjum vini árið 1937. Ljósmyndir/Nordic Photos/Getty Images Hófsemd er ekki lífsafneitun. Hófsemdin lengir lífið og auðgar það. Fyrir hvert kíló af nammi og lítra af gosi sem við neitum okkur um opnast magarými til að borða miklu fjöl- breyttari, óvæntari, líflegri og kátari mat. Valið er því ekki á milli tómrar eða fullrar körfu heldur spurning um með hverju þú vilt fylla körfuna þína? Þórir Bergsson og Gunnar Smári Egilsson matur@frettatiminn.is Matur Sá hófsami lifir Til að finna leiðsögn um hvernig megi lifa af í allsnægt- um verður millistéttin í dag að horfa til erfðastéttanna í Evrópu, aðalsins; fólks sem hefur ekki af efnahags- legum ástæðum þurft að neita sér um neitt kynslóðum saman. Nú er loks ljós tilgangurinn með tilvist þessa fólks. Það hefur öldum saman þreifað fyrir sér í lífsstíl og neyslu; og eftir mikið brottfall, miklar iðrakvalir og andlegar óhófsraunir má merkja nokkuð skýrar niðurstöður þessarar tilraunar. En fyrst skulum við minnast allra þeirra ístrubelgja sem féllu í valinn á leiðinni; of- drykkjumanna og partíljóna. Það er fyrir fórn- fúsan lífsstíl þeirra sem við vitum að það er ekki gott markmið, þegar við komumst í álnir, að breyta öllum dögum í sunnudaga, hátíðis- daga – kjötkveðjuhátíð. Ýmist glutruðu þessir menn niður ættarauði sínum í lifanda lífi eða ólu börn sín upp við slíkt óhóf og eftirlátssemi að þau átu sjálf sig út á gaddinn. Og ef þessir menn höfðu auðgast óhóflega, svo mjög að það skipti í raun engu hversu mikið þeir átu eða svölluðu, þá koðnaði heilsa þeirra niður og þeir hrukku upp af á miðjum aldri, börn þeirra urðu mæðin og löt, feit og sótt- sækin; og eftir eina, tvær, þrjár kynslóðir dóu þessar ættir út – nema þær mægðust við einhvert af hófsemdar- fólkinu. Kunnust af hófsemdarfólkinu er Windsor-ættin; breska konungsfjölskyldan. Þar er enginn feitur. Þar ganga karlarnir í jökkum með ermabótum, svo þeir end- ist lengur. Þeir líta jakka sömu augum og bíla. Ef þú átt nóga peninga þá kaupir þú þér auðvitað besta bílinn. Og ef þú ert svo heppinn að eiga besta bílinn dugar hann í 25 ár og þú þarft ekki að tala við bílasala nema fjórum sinnum á öld. Þetta er hugmyndin á bak við lúxus-varning. Hann er vel hannaður og úr bestu efnum, hann byggist á þraut- reyndri tækni og gömlum hefðum. Þess vegna endist hann og frelsar eigandann frá því að þurfa að hanga úti í búð. Nýríkt fólk, sem kaupir bestu bílana en endurnýjar þá svo árlega, hefur þannig algjörlega misskilið lærdóm sögunnar: Kosturinn við að efnast er að þurfa að versla minna – ekki meira. Maturinn sem Windsorar bjóða upp á gengur fram af nýríkum fyrir hversu óspennandi og venjulegur hann er. Þar er ekkert fusion, engir heilsteiktir mjólkurgrísir, engar ísbombur og engin goja-ber (eða hvað það nú er sem er í tísku hverju sinni). Og eftir hófstilltan ábæti er fólki boðið í göngu. Útimálning Málaðu í allt sumar! Mikið úrval
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.