Fréttatíminn - 12.04.2013, Side 12
6,3%
Fastir
vextir
Óverðtryggðir
innlánsvextir m.v.
36 mánaða bindingu
2,5%
Fastir
vextir
Verðtryggðir
innlánsvextir m.v.
36 mánaða bindingu
Nýjung í
landslaginu
Við bjóðum fjölbreytt úrval innláns
reikninga með föstum vöxtum.
Hafðu samband og kynntu þér málið.
Ármúli 13a / Borgartún 26 / 540 3200 / www.mp.is
Óverðtryggðir innlánsreikningar með föstum vöxtum.
Verðtryggðir innlánsreikningar með föstum vöxtum.
3 mánuðir 4,8%
6 mánuðir 5,0%
12 mánuðir 5,2%
24 mánuðir 5,4%
36 mánuðir 6,3%
60 mánuðir 6,4%
36 mánuðir 2,5% 60 mánuðir 2,75%
GeðheilbriGðismál Úrræði skortir fyrir fanGa með lanGvinna GeðsjÚkdóma
Veikustu föngunum er ekki sinnt
Engin geðheilbrigðisáætlun
er til staðar fyrir fanga á
Íslandi þrátt fyrir ítrekaðar
ábendingar um að hana skorti
sárlega. Sakhæfir fangar
með geðræn vandamál verða
útundan í kerfinu. Tals-
maður fanga á Litla Hrauni
segir ólíðandi að fangar með
alvarlega geðsjúkdóma séu
vistaðir í fangelsi.
f angi á Litla Hrauni reyndi að skera sig á háls nýverið. Flytja þurfti fangann á sjúkra-
hús til að sauma skurðinn en hann
var það grunnur að fanginn var ekki
í lífshættu. Heimildamaður Frétta-
tímans innan veggja fangelsisins
segir að um sé að ræða einn af
fjölmörgum föngum sem eiga við
geðræn vandamál að stríða en fá
takmarkaða geðheilbrigðisþjónustu
vegna þess að þeir eru vistaðir í
fangelsi en ekki á geðdeild. Hvorki
fangelsismálastjóri né forstöðu-
maður Litla Hrauns vildu tjá sig um
málið.
Aðeins er rúm vika síðan fangi á
Litla Hrauni, Þorvarður Davíð Ólafs-
son, svipti sig lífi. Þorvarður Davíð
var dæmdur til fjórtán ára fangelsis-
vistar fyrir tilraun til manndráps.
Hann var um tíma vistaður á geð-
deild en var fluttur aftur í fangelsið
þó öllum væri ljóst að hann ætti við
alvarleg geðræn vandamál að etja.
Jón Ólafsson, formaður Afstöðu
– félags fanga á Litla Hrauni, segir
geðheilbrigðisþjónustu í fangelsinu
fyrir neðan allar hellur. „Okkur
finnst vanta úrræði. Það á ekki
að vista fanga hér ef þeir eiga við
alvarleg geðræn vandamál að etja,“
segir hann. Spurður hvernig veik-
ustu föngunum sé sinnt, þeim sem
mesta andlega aðstoð þurfa, er svar
Jóns einfalt: „Þeim er ekki sinnt.“
Hann segir að ef fangar samþykkja
að taka geðlyf fái þeir lyfin gjarnan
í forðasprautu. Ekki sé hins vegar
Formaður Félags fanga á Litla Hrauni segir að föngum með alvarleg geðræn vandamál sé ekki sinnt sem skyldi. Ljósmynd/Hari
hægt að þvinga meðferð
upp á fanga. „Ekki nema
þeir séu sviptir sjálfræði.
Það auðvitað þekkist
líka. En yfirleitt, ef menn
eru taldir sakhæfir þá
hafa þeir eitthvað um
það að segja hvort þeir
fá meðferð,“segir Jón.
Honum finnst fangelsi
ekki rétti staðurinn fyrir
þá fanga sem eru með
alvarlega geðsjúkdóma.
„Þeir þurfa miklu meiri
aðstoð en fæst hér,“
segir hann.
Forstöðumaður Litla
Hrauns, Margrét Frí-
mannsdóttir, segir
umdeilanlegt hvað sé
nægjanleg geðheilbrigð-
isþjónusta. Hún bendir
hins vegar á að fangelsis-
málayfirvöld hafi reynt
að fá aukið fjármagn til
að bæta hana. Aldrei
þurfi fangar þó að bíða
lengur en tvær vikur eft-
ir viðtali við geðlækni.
Páll Matthíasson,
framkvæmdastjóri
geðsviðs Landspítala,
viðurkennir að sýn geð-
sviðs á vandann sé önn-
ur en sýn fangelsisyfir-
valda. „Okkar afstaða
er sú að ekki sé eðlilegt
og ekki lögum sam-
kvæmt að fangi afpláni
dóm á sjúkrastofnun,“
segir hann. Fangar hafa
þó eins og aðrir rétt
á því að leggjast inn á
geðdeildir til meðferðar
en þeir eru útskrifaðir
aftur í fangelsi að henni
lokinni.
Í ljósi þess að nýtt
fangelsi rís brátt á
Hólmsheiði finnst Páli
blasa við að þar verði
byggð sérstök sjúkra-
deild sem heyri undir
Fangelsismálastofnun.
Þar gætu sakhæfir
fangar með langtíma
geð- og persónuvanda
verið vistaðir og fengið
stöðuga geðheilbrigðis-
þjónustu.
Erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
Sjö sjálfsvíg
Ekki er haldið utan um hversu
oft fangar þurfa að leggjast inn
á geðdeildir á meðan á afplánun
stendur, hvorki hjá Landspítal-
anum né Fangelsismálastofnun.
Hjá fangelsismálayfirvöldum
fékkst hins vegar uppgefið að
sjö fangar hafa framið sjálfsvíg
innan veggja íslenskra fangelsa á
síðustu tuttugu árum.
Á síðasta ári voru að
jafnaði 2 fangar vistaðir á sjúkra-
stofnun eða annarri stofnun
á degi hverjum. Þar undir eru
hjúkrunarheimili fyrir aldraða,
einstaka meðferðarheimili og
venjulegar sjúkrastofnanir.
Geðlæknir í hlutastarfi
Einn geðlæknir er í 20% starfi á
Litla Hrauni og heimsækir hann
fangelsið tvisvar í mánuði. Bið
eftir viðtali við geðlækni er því
mest tvær vikur fyrir fanga þar.
Auk þess starfa hjá fangelsinu
fleiri sérfræðingar, svo sem
sálfræðingar og geðhjúkrunar-
fræðingur.
Samtökin Geðhjálp hafa lengi
gagnrýnt aðbúnað fanga með
geðræn vandamál. Nú í haust
komu fulltrúar Geðhjálpar á
fund allsherjarnefndar Alþingis
og lögðu til að gerð verði geð-
heilbrigðisáætlun fyrir fanga á
Íslandi. Ekkert hefur verið aðhafst
síðan.
Þeim er ekki sinnt.
12 fréttir Helgin 12.–14. apríl 2013