Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.04.2013, Síða 14

Fréttatíminn - 12.04.2013, Síða 14
 Barnavernd vímuefni hafa skaðleg áhrif á Börn í móðurkviði Sextíu tilkynningar um ófædd börn í hættu B arnaverndaryfirvöld-um bárust tæplega sextíu tilkynningar á síðasta ári þar sem talið var að heilsu eða lífi ófædds barns væri stefnt í hættu. Í flestum tilfellum er um að ræða verðandi mæður með fíknivanda. „Það eru alveg dæmi um að þær séu í dag- legri neyslu þegar þær koma í fyrsta viðtalið til okkar,“ segir Valgerður Lísa Sigurð- ardóttir, ljósmóðir á Land- spítalanum. Hún er fulltrúi kvennadeildar í sérstöku teymi sem fylgir eftir verð- andi mæðrum sem eiga sögu um neyslu vímuefna eða eiga við geðræn vandamál að etja. Í flestum tilvikum hætta konur neyslu eftir að þær komast að því að þær eru óléttar. „Þær þurfa mikinn stuðning og mikla hjálp. En það er ánægjulegt hvað mörgum gengur vel,“ segir Valgerður. Ef verðandi móðir heldur áfram í virkri neyslu fer hún í eftirlit á mæðra- vernd Landspítalans þar sem um áhættumeðgöngu er að ræða. Þar fá verðandi foreldrar stuðning og hvatn- ingu til að breyta um lífsstíl. Það eru gömul sannindi og ný að neysla vímu- efna á meðgöngu er skaðleg barninu og fer áfengi þar fremst í flokki. Alkóhól veldur mestum fósturskaða þar sem það fer í alla vefi líkamans og sama magn mælist í blóði móður og barns. Börn mæðra í neyslu eru líklegri til að fæðast fyrir tímann, hafa minni fæðingarþyngd og meiri líkur eru á þroskafrávikum. Eftirfylgni í mæðraverndinni felur einnig í sér vímuefnaleit í þvagi. Síðustu árin hafa um þrjá- tíu barnshafandi konur árlega verið í eftirliti á Landspítal- anum vegna vímuefnaneyslu allt að ár aftur í tímann. „Við þeim blasa stór verkefni, að verða móðir og að glíma við fíknisjúkdóminn,“ segir hún. Sumar þeirra fara í fíkniefna- meðferð á meðgöngunni, ým- ist í innlögn eða dagmeðferð. Valgerður segir dæmi þess að nýfædd börn sýni fráhvarfseinkenni eftir fæðingu. Þannig eru dæmi um að grunur leiki á vímu- efnaneyslu móður skömmu fyrir fæðingu hjá konum sem ekki hefur verið vitað að væru í neyslu. Samkvæmt barnaverndarlögum er skylt að tilkynna til barnavendaryfir- valda ef grunur leikur á að barni, einnig barni sem er enn í móðurkviði, sé stofnað í hættu. Þannig þurfa ljósmæð- ur sem vinna með verðandi mæðrum í neyslu að tilkynna það. „Við reynum að gera þetta í samráði við foreldrana, þeir vita þá af tilkynningunni og fá að lesa það yfir ef þeir vilja,“ segir Valgerður. Því má ætla að stærsti hluti tilkynninga um að heilsu eða lífi ófædds barns sé stofnað í hættu berist frá heilbrigðis- stofnunum. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Auknar líkur eru á þroskafrávikum hjá börnum mæðra sem neyta vímuefna á meðgöngu. Flestar konur hætta notkun vímuefna þegar þær komast að því að þær eru barnshafandi. Hjá öðrum er fíknin öðru yfirsterkari, þær þurfa gríðarlegt aðhald og jafnvel er vikulega gerð vímuefnaleit í þvagi þeirra til að minnka líkur á að barnið verði fyrir skaða. Þær þurfa mik- inn stuðning og mikla hjálp. Heilsa eða líf ófædds barns í hættu Tilkynningar til barnaverndaryfirvalda um allt land Ár Fjöldi tilkynninga 2011 75 2012 56 Tilkynningar til Barnaverndar Reykjavíkur Ár Fjöldi tilkynninga 2011 40 2012 32 Valgerður Lísa Sigurðardóttir ljós- móðir hefur síðustu sex ár fylgt eftir óléttum konum sem hafa verið í vímuefna- neyslu. Yfirleitt eru þetta ungar konur. Ljósmynd/Hari Velferð heimilanna Sanngjörn leiðrétting skulda Heilbrigði og velferð í forgangi Samfylkingin Verið velkomin! Frambjóðendur og þingmenn Samfylkingarinnar í Reykjavík verða í kosningamiðstöðinni Laugavegi 18b, frá kl. 13 til 16 á morgun, laugardag, og ræða við kjósendur um stefnumálin í kosningabaráttunni. Veitingar að hætti hússins bakaðar kjúklingabringur Prófaðu bökuðu kjúklingabringurnar, fylltar með ferskum kryddjurtum og rjómaosti. Gottimatinn.is 14 fréttir Helgin 12.–14. apríl 2013

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.