Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.04.2013, Side 21

Fréttatíminn - 12.04.2013, Side 21
viðhorf 21 Helgin 12.-14. apríl 2013 H vernig gengur í skól-anum?“ Spyrja foreldrar skólabarna hvern annan á mannamótum. Svörin eru fjöl- breytt en þó er algengt í samtal- inu að fyrir komi orðið: Heppni. „Það gengur vel, en hann er líka mjög heppinn með kennara.“ Sterk tengsl eru milli ánægju for- eldra með umsjónarkennarann og ánægju með skólastarfið í heild sinni. Það er eðlilegt, enda er um- sjónarkennarinn mikill áhrifa- valdur í lífi nemandans og sam- skiptin mest við hann. Er það þá svo, að heppni með kennara skipti öllu? Ég vil svara með annarri spurningu: Á skólakerfið ekki að vinna að því að auka gæði kennsl- unnar, svo að öll börn geti hrósað happi yfir góðum kennara? Gæði skólastarfs eiga ekki að byggja á heppni. Þau byggja sannarlega á góðum kennurum, metnaðar- fullu þróunarstarfi, símenntun og stjórn un. En líka á því að vakta skólastarfið með árangursmati, könnunum, mælingum og skim- unum og bregðast strax við þegar eitthvað fer aflaga. Hvatning og framfarir Í Reykjavík er unnið að f jöl- breyttu gæðamati skóla- og frí- stundastarfs. Innra mat (sjálfs- mat) vinna starfsstaðirnir sjálfir og nýta niðurstöður til stöðugra umbóta. Ytra mat (heildarmat) er framkvæmt af skóla- og frí- stundasviði og niðurstöðurnar nýta skólarnir til umbóta. Hluti af gæðamati er að kanna ánægju og viðhorf og í rúmlega áratug hefur borgin aflað upplýsinga um viðhorf foreldra til leik- og grunn- skólastarfs, og nú nýlega einnig til frístundastarfs. Niðurstöður eru teknar alvarlega og leitast er við að styrkja þá þætti sem koma veikir út. En þær eru líka not- aðar til að draga fram gott starf til hvatningar fyrir skóla og frí- stundaheimili að gera enn betur. Jákvæð þróun, hvert sem litið er Síðustu misserin hefur ánægja foreldra vaxið með nær alla þætti leikskóla, grunnskóla og frístundastarfs, sem ber fag- mennsku starfsfólks glæsilegt vitni. Skimanir í lestri og stærð- fræði í yngstu árgöngum sýna að sífellt fleiri nemendur hafa náð góðum tökum á námi sínu. Síð- ustu ár hafa grunnskólar tekið þátt í Skólapúlsinum sem kannar virkni, líðan og bekkjaranda hjá 6.-10. bekkingum. Það er gleðilegt að nær allt sem tengist líðan og Gæði skólastarfs eiga ekki að byggja á heppni Að kunna gæði að meta sjálfsmynd barna og unglinga hefur þróast í jákvæða átt síðustu misserin. Einelti í skólum og vanlíðan nemenda hefur minnkað frá því að mælingar hófust, og bekkjarbragur er betri. Það hvetur okkur til að halda áfram á sömu leið. Yfirgripsmikið heildarmat hefur verið framkvæmt á grunnskólum síð- ustu ár til að meta gæði skólastarfs, t.d. skólabrag, stjórnun og gæði ein- stakra kennslustunda. Þetta mat er bæði gagnlegt og hvetjandi og leiðir fram stöðugar og góðar framfarir í miklum meirihluta skóla. Leikskól- arnir hafa um árabil nýtt fjölbreyttar aðferðir til innra mats og á döfinni er einnig heildarmat byggt á viðmiðum um gæði leikskólastarfs. Gæði í frístundastarfi En við viljum gera betur. Á samein- uðu sviði leikskóla, grunnskóla og frí- stundastarfs eru ný umbótaverkfæri í smíðum. Unnið er að mótun gæðavið- miða um starf frístundaheimila og fé- lagsmiðstöðva. Nær öll börn í yngstu bekkjum grunnskólans njóta þess að leika og læra í vönduðu umhverfi frí- stundaheimila og því mikilvægt að frí- stundastarf hafi skýr viðmið um hvað telst til gæða. Ungt fólk flykkist í tóm- stunda- og félagsfræðinám og mikil gerjun er í umræðunni um hlutverk þessarar ungu fagstéttar í að stuðla að alhliða þroska barna og unglinga. Hér erum við, þangað ætlum við Ef ekkert er mælt og metið, þá vitum við lítið hvar við stöndum og enn síður hvert skal stefna. Með markvissu mati ætlum við okkur að finna leiðir til að bæta gæði skóla- og frístundastarfs. Séu niðurstöðurnar nýttar til umbóta eignumst við betri skóla og frístunda- miðstöðvar, þar sem öll börn og ung- lingar njóta sín og þar sem framfarir þeirra og góð líðan eru ofar öllu. Oddný Sturludóttir borgarfulltrúi og formaður skóla- og frístundaráðs Gæði skólastarfs eiga ekki að byggja á heppni. Þau byggja sannarlega á góðum kennurum, metn- aðarfullu þróunarstarfi, símenntun og stjórnun. En líka á því að vakta skólastarfið með árang- ursmati, könnunum, mælingum og skimunum og bregðast strax við þegar eitthvað fer aflaga. landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Gefðu sparnað í fermingargjöf Fermingarkortið er inneignarkort sem hentar þeim vel sem vilja gefa sparnað í fermingargjöf. Landsbankinn greiðir 5.000 króna mótframlag þegar fermingarbörn leggja 30.000 krónur eða meira inn á Framtíðargrunn. Fermingarkortið er gjöf sem leggur grunn að árhag framtíðarinnar. Kortið kemur í fallegum gjafaumbúðum og fæst án endurgjalds í útibúum Landsbankans.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.