Fréttatíminn - 12.04.2013, Page 26
með því að við lágum öll í grasinu og hlóg-
um og hlógum. Þetta var síðasti brandarinn
hans Erics.“
Átti ekkert nema barnavagn frá Tony
Scott
Eric og Björg höfðu verið með sameigin-
legan bankareikning en illindin og ágirndin
í öðrum aðstandendum hans urðu til þess að
hún sagðist ekki kæra sig um neitt og bauð
þeim að bítast um það sem hann lét eftir sig.
„Ég kærði mig ekki um neitt vegna þess
að þetta var eitthvað svo ógeðslegt. Hann
var dáinn og allir voru að heimta eitthvað
og reyna að komast með klærnar í eitthvað,“
segir Björg sem sneri aftur til Noregs slipp
og snauð.
„Þetta var eiginlega djók vegna þess að ég
fór þarna úr hálfgerðu Hollywood-lífi alls-
laus til Noregs. Ég var bara með barnavagn-
inn sem leikstjórinn Tony Scott hafði gefið
okkur, eina tösku og grafíkverkin mín. Ekk-
ert annað. Nema tvö málverk eftir Eric sem
enginn annar vildi. Eðlilega þar sem annað
þeirra var af mér nakinni og hitt af Tolla á
ströndinni. Þetta voru myndir sem hinir
kærðu sig ekki um,“ segir Björg og hlær.
„Ég var þarna með stóru brjóstin mín en
þetta var málað áður en Tolli borðaði þau.“
Peningalaus og allslaus þurfti Björg svo
að byrja nýtt líf frá grunni. „Ég hafði verið
með sýningar í Frakklandi og flottu galleríi
í Barcelona en samt vissi eiginlega enginn í
Noregi hver ég var.“
Björg byrjaði því á að ganga á milli gall-
ería og kynna verk sín þar. „Ég labbaði með
barnið í vagninum með myndirnar mínar og
var örugglega svolítið eins og litla stúlkan
með eldspýturnar. „Ég var svo heppinn að
öll galleríin vildu taka verkin mín inn. Þetta
var meira að segja þannig að bara á meðan
ég var að sýna listaverkasölunum myndirnar
kom fólk aðvífandi og vildi endilega kaupa
þau á staðnum. Þannig að þetta gerðist mjög
hratt og verkin byrjuðu strax að seljast. Ég
fór svo að hafa sýningar og gat allt í einu
borgað leiguna og keypt bleyjur. Þetta gekk
svo alltaf betur og betur og alltaf fleiri og
fleiri gallerí í Noregi sem sóttust eftir að fá
verk eftir mig til sölu.“
Á við 2000 manns
Sjö og hálfu ári eftir að Björg kom aftur
heim til Noregs er hún með fimmtán manns
í vinnu og er í raun orðin stórfyrirtæki. Hún
segist ekki anna eftirspurninni eftir grafík-
verkunum í Noregi, selji meira en hún skapi.
Hún hannar einnig skartgripi, föt og töskur.
Skrifar bækur og í tímarit og heldur vinsæla
hvatningarfyrirlestra og stórfyrirtæki hafa
gert mikið af því að fá hana til þess að messa
yfir starfsfólki sínu.
„Þetta er alveg ótrúlegt. Ég er með
eigið gallerí með veitingastað og fólk kemur
þangað frá öllum hlutum Noregs. Ég hef
verið með sýningar í Osaka í Japan, í New
York, Seattle og London. Það er ótrúlegt hvað
þetta hefur gengið hratt. Ég er líka rosalega
heppin með að vera komin með reyndan
framkvæmdastjóra yfir fyrirtækinu. Hann er
fyrrverandi bankastjóri og hefur verið með
2000 undirmenn en núna er hann með mig
og ég er á við 2000 manns þannig að hann
hefur meira en nóg að gera. Ég er með rosa-
lega duglegt fólk í vinnu hjá mér og hef ekki
heyrt um aðra listakonu sem er með fimmtán
starfsmenn. Saga mín er ótrúleg, ævintýri
líkust en ég hef verið voðalega heppin og nýt
þess að eiga æðislega foreldra. Og ævintýrið
heldur bara áfram.“
Konur eru sérstaklega hrifnar af verkum
Bjargar og því sem hún hefur fram að færa
og henni telst til að átján aðdáendaklúbbar
í landinu séu tileinkaðir sér og hún segir
konur kaupa allt sem frá henni kemur. „Ég
er umkring af fallegum konum frá 25 ára til
fertugs. Stundum vildi ég að ég væri karl-
maður,“ segir hún og hlær. „En þá hefði ég
engan tíma fyrir listina en það er aldrei dauð
stund hjá mér.“
Heimshornaflakkarninn að vestan
Björg hefur þvælst um allan heim en finnst
hún aldrei vera heima nema þegar hún
kemur til Íslands. Þegar hún var átta ára fékk
faðir hennar vinnu í Malasíu og þar bjó hún í
þrjú ár auk þess sem fjölskyldan ferðaðist þar
fyrir utan út um allan heim. Þegar hún var
sautján ára bjó hún ein í ár í Mexíkó þar sem
hún kom sér fyrir hjá índíánafjölskyldu og á
námsárunum þvældist hún um Evrópu. „Ég
hef alltaf verið að flytja og verið á flakki en ég
finn það í genunum mínum og því hvernig ég
hugsa að ég er Íslendingur og þegar ég kem
hingað finnst mér ég vera komin heim. Rætur
mínar hér eru sterkar. Ég er stolt af því að
vera Ísfirðingur og veit ekkert betra en að
finna íslenska vinda leika um mig.
Björg segir þrána eftir betri heimi ríkan
þátt í listsköpun sinni og hún er mjög upp-
tekin af því að láta gott af sér leiða. „Ég var
að koma frá Mexíkó þar sem ég setti upp
vinnustofu fyrir fátækar indíánakonur sem
þurfa að vinna fjórtán tíma á dag og fá eigin-
lega ekkert borgað. Börnin þeirra eru ein
og eftirlitslaus á meðan, verða götubörn og
lenda í dópi. Ég bjó innan um þessar konur
í Mexíkó og kom saumastofunni á lagg-
irnar til þess að þær geti haft börnin hjá sér
á meðan þær vinna og þau geti notað tímann
til að læra. Með þessu tekst mér kannski
að hjálpa hundrað manneskjum en það er
allavega betra en ekkert,“ segir Björg sem
hefur einnig komið að uppbyggingu skóla í
Gambíu þar sem hún kom einnig upp sauma-
stofu sem hún segir að hafi gengið vel. „Ég
er með fullt af svona verkefnum í gangi og
það er einhvern veginn ekkert svo mikið sem
maður þarf að gera til þess að geta hjálpað
mörgum.“
Mikilvægt að lifa í núinu
„Ég er með list minni að reyna að hvetja fólk,
kannski aðallega konur þótt körlum veiti
ekkert af hvatningu heldur, til að þora að lifa,
þora að elska og taka þátt í lífinu með því að
vera virkt í núinu. Við eigum ekki að dvelja í
fortíðinni eða hafa áhyggjur af framtíðinni.
Ég lærði það þegar Eric dó að lífið er svo
stutt og þú veist ekkert hversu lengi þú átt
eftir að hafa fólkið sem þér þykir vænt um hjá
þér. Tíminn er svo rosalega dýrmætur. Ég set
þessa hugsun í myndirnar mínar. Ekki búa til
vandamál og ekki láta vandamálin eiga þig.
Ef þú átt við vandamál að stríða þá leysirðu
það og ef þú getur ekki leyst það þá er ekkert
vandamál,“ segir hún og brosir.
Þetta er einnig grunnhugsunin í fyrirlestr-
um Bjargar og hún vill flytja þennan boðskap
hingað heim og stefnir á að gefa út nokkrar
bóka sinna á Íslandi.
„Mér finnst íslendingar besta fólk í heimi.
Og ég meina það! Sama á hverju gengur
halda Íslendingar alltaf áfram, kýla á hlutina
og treysta á að þeir reddist. Ég er svo þakklát
fyrir allt sem mamma og pabbi hafa kennt
mér. Að gefast aldrei upp og ég vil gefa eitt-
hvað til baka og koma boðskap mínum á
framfæri hérna enda veit ég að ég hef breytt
lífi fólks með myndunum mínum. Bækurnar
mínar fjalla mikið um fyrirgefninguna og
mikilvægi þess að geta fyrirgefið og vera
þakklátur fyrir hvern einasta dag.“
Þórarinn Þórarinsson
toti@frettatiminn.is
SÓLARDAGAR
Í PRO OPTIK!
KRINGLUNNI • SPÖNGINNI • SKEIFUNNI
á 25% afslætti
og
26 viðtal Helgin 12.–14. apríl 2013