Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.04.2013, Qupperneq 44

Fréttatíminn - 12.04.2013, Qupperneq 44
44 heilsa Helgin 12.–14. apríl 2013  Heilsa safnar fyrir ljósið og skorar á sjálfa sig Voltaren 11,6 mg/g, hlaup. Inniheldur 11,6 mg af díklófenaktvíetýlamíni. Ábendingar: Staðbundnir bólgukvillar. Skammtar og lyfjagjöf: Fullorðnir og börn 14 ára og eldri: 2-4 g af hlaupi borið á aumt svæði 3-4 sinnum á sólarhring. Mælt er með handþvotti eftir notkun, nema verið sé að meðhöndla hendur. Ef meðhöndla á bráð, minniháttar meiðsli í stoðkerfi skal ekki nota Voltaren lengur en 7 daga án samráðs við lækni. Hafið samband við lækninn ef einkenni eru viðvarandi eða versna eftir meðferð í 7 sólarhringa. Frábendingar: Ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, asetýlsalisýlsýru og öðrum bólgueyðandi gigtarlyfjum (NSAID). Sjúklingar sem hafa fengið astma, ofsakláða eða bráða nefslímubólgu af völdum asetýlsalisýlsýru eða annarra bólgueyðandi gigtarlyfja (NSAID) eiga ekki að nota lyfið. Síðustu 3 mánuðir meðgöngu. Má ekki nota handa börnum og unglingum 14 ára og yngri. Sérstök varnaðarorð: Má eingöngu bera á heila og heilbrigða húð og alls ekki á slímhúðir eða augu. Getur valdið húðertingu. Varast skal mikið sólarljós, notkun samhliða bólgueyðandi lyfjum eða að hylja notkunarsvæðið með loftþéttum umbúðum. Gæta skal sérstakrar varúðar hjá öldruðum eða astma-/ofnæmis-sjúklingum (hefur valdið berkjukrampa). Hætta á meðferð ef útbrot koma fram eftir notkun. Við notkun á stór húðsvæði eykst hættan á almennum aukaverkunum, t.d. á nýru. Við brjóstagjöf eða meðgöngu má eingöngu nota lyfið í samráði við lækni. Lesið leiðbeiningar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfis hafi: Novartis Consumer Health S.A. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ Fæst án lyfseðils Verkir í hálsi og öxlum? V O L1 30 10 2 Verkjastillandi og bólgueyðandi við verkjum í hálsi og öxlum! É g er mjög glöð og stolt að fá að verða 45 ára. Fólk tekur lífinu oft sem sjálfsögðum hlut. Ungdómsdýrkunin er orðin allt of mikil,“ segir Unnur og bendir á að mikilvægt sé að fólk geri sér grein fyrir því að það séu forréttindi að fá að eldast og vera við góða heilsu. Tvítug missti hún móður sína sem þá var aðeins 48 ára að aldri. „Slíkt mótar mann fyrir lífstíð og ég lifi fyrir hvern dag og nýt lífsins betur með aldrinum.“ Síðar veiktist tengdamóðir Unnar af krabbameini og þannig kynntist hún Ljós- inu fyrst. „Það er unnið svo frábært starf hjá Ljósinu sem byggist allt á styrkjum,“ sagði Unnur um ástæður þess að hún vill styrkja Ljós- ið, endurhæfingarmiðstöð fyrr fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandend- ur þeirra. Fram að afmælinu sínu stefnir Unnur að því að ganga 791.3 km, synda 79.13 km, hjóla 791.3 km, gera sjö til þrettán góðverk á mánuði og safna 791.300 kr. fyrir Ljósið. Strax 1. janúar á þessu ári hófst Unnur handa við að ná markmiði sínu og gengur vel og hefur nú þegar gengið 365 km, synt 26 km og hjólað 68 km. Meðal þeirra góðverka sem Unn- ur Guðrún hefur sinnt eru vikulegar ferðir með heimsóknarhund á hjúkrunarheimilið Sunnu- hlíð þar sem hann spígsporar um í rúman klukkutíma, fólki þar til mikillar ánægju. Söfnunarreikningur átaks- ins er númer 137-05-65826 og kennitalan er 590406- 0740. Hægt er að fylgjast með söfnuninni á Facebook-síð- unni sjö níu þrettán. Þakklát að ná 45 ára aldri og lætur gott af sér leiða Unnur Guðrún Unnarsdóttir verður 45 ára þann 7. september næstkomandi og ætlar af því til- efni að hefja söfnun fyrir Ljósið undir yfirskriftinni sjö, níu, þrettán. Stefnan er að safna 791.300 kr. Unni fannst hún verða að gera eitthvað skemmtilegt í tilefni af afmælinu því það ber upp á þessum degi, 7. september 2013. Móðir Unnar lést 48 ára að aldri og hafði það mikil áhrif á Unni sem núna lifir fyrir hvern dag og nýtur lífsins. Á tímabilinu 1. janúar til 7. september ætlar Unnur Guðrún að  ganga 791.3 km  synda 79.13 km  hjóla 791.3 km  safna 791.300 kr. fyrir Ljósið  gera 7-13 góð- verk í hverjum mánuði ÖLL ÖKURÉTTINDI ÖLL VINNUVÉLARÉTTINDI Hafðu samband í síma: 822 45 02 eða www.meiraprof.is Unnur Guðrún Unnarsdóttir ásamt dóttur sinni Þórunni Björk og hundinum Zeldu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.