Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.04.2013, Qupperneq 55

Fréttatíminn - 12.04.2013, Qupperneq 55
 Skákakademían æSiSpennandi keppni álfhólSSkóla og RimaSkóla Háspenna í Grafarvogi  BRidge aðalSveitakeppni BRidgefélagS ReykjavíkuR Norskur strákur nær stórmeistaraáfanga Þrettán ára gutti, Aryan Tari, var hetjan á Opna norska meistaramótinu, sem lauk á dögunum. Aryan fékk 6 vinninga í 9 skákum og náði áfanga að stórmeistaratitli, enda jafngilti frammistaða hans 2585 skákstigum. Norð- maðurinn ungi hafði „aðeins“ 2293 stig fyrir mótið og var ekki einu sinni orðinn FIDE- meistari. Hann tefldi við fimm stórmeistara á mótinu og skellti tveimur, Pap frá Serbíu og Jon Ludvig Ham- mer, næstbesta skákmanni Noregs. Eini Norðmaðurinn sem náð hefur stórmeistaraá- fanga svo ungur er sjálfur Magnus Carlsen! Foreldrar hins unga snill- ings eru frá Íran en hafa búið í Noregi um árabil. Rík skákhefð er í Íran og sumir eru jafnvel þeirrar skoðunar að skákin eigi uppruna sinn í Persíu. Svo mikið er víst að orðasambandið „skák og mát“ er komið úr pers- nesku, „Shah Mat“ sem þýðir bókstaflega: Kóngurinn er bjargarlaus! Mýtan um laufakónginn Margar mýtur eru til í bridge og ein þeirra kom við sögu í spili dagsins í síðustu umferð aðalsveita- keppninnar. Suður spilar 3N og þarf að fá 6 slagi á lauf til að vinna spilið. Út- spil spaði. ♠1087 ♥D2 ♦ÁD ♣ÁS10762 ♠K5 ♥Á1063 ♦G62 ♣8543 ♠ G93 ♥ 975 ♦ K10975 ♣ G9 ♠ ÁD642 ♥ KG84 ♦ 843 ♣ K N S V A Besta leiðin er að spila laufi á drottninguna. Mýtan segir að lauf kóngurinn sé oftar blankur en aðrir kóngar. Þrír sagnhafar stóðu frammi fyrir þessu vandamáli, einn spilaði laufi á ásinn og tók kóng- inn, hinir tveir svínuðu og fóru niður. Hvort mýtan sé sönn eður ei veit enginn, en þetta spil afsannar ekki kenninguna! BÆJARLIND 16 KÓPAVOGUR SÍMI 553 7100 WWW.LINAN.IS OPIÐ MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA 12 - 18 LAUGARD. 11 - 16 SVEFNSÓFAR BREYTIST Í RÚM Á AUGABRAGÐI ÞYKK OG GÓÐ SPRINGDÝNA SV EFNBREIDD 140X200 CM BREYTIST Í RÚM Á AUGABRAGÐI EXTRA ÞYKK OG GÓÐ SPRINGDÝNA SV EFNBREIDD 140X200 CM RÚMFATAGEYMS LA Í SÖKK LI BREYTIST Í RÚM Á AUGABRAGÐI SPRINGDÝNA SV EFNBREIDD 120X200 CM RECAST UNFURLSUPREME Deluxe TILBOÐ KR. 129.900 TILBOÐ KR. 149.900 KR. 119.900 skák og bridge 55Helgin 5.-7. apríl 2013 Þekktur grínisti á leið til landsins Jeff Dunham skemmtir í Laugardalshöll í haust. Ljósmynd/NordicPhotos/Getty Bandaríski grínistinn Jeff Dunham er á leið til landsins og skemmtir Íslendingum í Laugar- dalshöll hinn 20. september næstkomandi. Sýningin er hluti af heimstúrnum „Disorderly Conduct“ sem gæti útlagst á íslensku: „Óspektir á almannafæri“. Það er Sena sem stendur að komu Jeff Dun- ham til Íslands. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að Dunham sé vinsælasti grínisti Bandaríkjanna samkvæmt Time Magazine og einn áhrifamesti skemmtikraftur á Vestur- löndum að mati Forbes. Dunham á eldheita aðdáenda um allan heim og efni frá honum hefur notið gífurlegra vinsælda, hvort sem um er að ræða upptökur á YouTube eða sölu á uppistandi og sjónvarpsþáttum hans á DVD diskum. Þó er ekki hægt að eigna Dunham einum þessa velgengni því að á sviði nýtur hann tryggrar aðstoðar fylgdarliðs, sem eru brúður úr smiðju hans sjálfs. Persónur á borð við Walter, Bubba J, Jose Jalapeño, AJ, Jeff litla og ekki síst Achmed the Dead Terrorist, hæðast að og snúa út úr fyrir Dunham við hvert tækifæri. Jeff Dunham hefur notið það mikilla vinsælda að hann kemur jafnan fram í stórum tón- leikasölum. Hann hefur troðið upp í þremur heimsálfum síðustu ár og var tekjuhæsti grínisti heims árin 2009 og 2010. Um 2.500 miðar verða í boði og kunnir íslenskir grínistar munu hita upp fyrir Dunham. Fyrirkomulag miðasölu verður auglýst innan skamms.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.