Fréttatíminn - 12.04.2013, Page 57
Þvert á það sem maður hafði reiknað með fyrir-
fram er kosningabaráttan fyrir komandi alþingis-
kosningar býsna fjörleg, spennandi og á köflum
bráðskemmtileg. Skemmtigildið liggur ekki síst
hjá formönnum og öðrum frambjóðendum nýju
og minnstu flokkana.
Fimm höfðingjar mættu vaskir til umræðna í
sjónvarpssal í byrjun vikunnar og ef til vill má
kalla þá minni spámenn með jákvæðum formerkj-
um en þeim var smalað saman á þeim forsendum
að þeir bjóða ýmist ekki fram í öllum kjördæmum
eða hafa ekki náð tilskildum fjölda meðmælenda.
Þetta voru þeir Jón Bjarnason, frá Regnbog-
anum, Júlíus Valdimarsson, Húmanistaflokki,
Þorvaldur Þorvaldsson, úr Alþýðufylkingunni,
Pétur Gunnlaugsson, frá Flokki heimilanna og
Sturla Jónsson, fulltrúi flokksins Sturla Jónsson
sem hefur listabókstafinn K.
Skuldavandi heimilanna var efstur á baugi, eðli-
lega þar sem auðveldasta leiðin til þess að krækja
í atkvæði þessi dægrin felst í því að þykjast vilja
allt fyrir heimilin gera og ausa fé úr tómum ríkis-
kassanum yfir þau.
Þessir foringjar eru eins og bestu grínarar enda
lítið fyrir að beygja sig undir þáttastjórnendur
og sjónvarpshefðir. Þeir eru ekki jafn slípaðir og
fjórflokkaliðið. Óheflaðir og mátulega ringlaðir
gjömmuðu þeir hver upp í annan svo unun var á að
horfa. Og ekki virtist þingreynsla skipta sköpum
þarna þar sem Jón Bjarnason smellpassaði í hóp-
inn þótt hann virkaði dálítið utangátta.
Að öðrum ólöstuðum átti Sturla Jónsson þáttinn
og sjálfsagt hefur ekki jafn fyndinn stjórnmála-
maður sloppið í beina útsendingu síðan Ástþór
Magnússon bar saman epli og appelsínur í beinni.
Gott sjónvarp felst ekki síst í skemmtilegum
persónum og leikendum þannig að þeir sem ráða
lögum og lofum í Efstaleiti ættu að hafa vit á því að
hleypa fulltrúum þessa flokka í alla leiðtogaþætti
sem eftir eru. Þeir eru sigurvegarar kosninga-
baráttunnar hvað svo sem á eftir að koma upp úr
kjörkössunum.
Þórarinn Þórarinsson
4 5 6
allt fyrir áskrifendur
fréttir, fræðsla, sport og skemmtun
STÖÐ 2
07:00 Barnatími
10:50 Victourious
11:15 Glee (13/22)
12:00 Spaugstofan (21/22)
12:25 Nágrannar
14:10 American Idol (27/37)
15:00 Týnda kynslóðin (29/34)
15:25 2 Broke Girls (18/24)
15:50 Anger Management (2/10)
16:15 Spurningabomban (16/21)
17:05 Kalli Berndsen - í nýju ljósi (4/8)
17:35 60 mínútur
18:23 Veður
18:30 Fréttir Stöðvar 2
18:55 Stóru málin
19:35 Sjálfstætt fólk
20:10 Mr Selfridge (5/10)
21:00 The Following (11/15)
21:50 Mad Men (1/13) Sjötta
þáttaröðin þar sem fylgst er með
daglegum störfum og einkalífi
auglýsingapésans Dons Drapers
og kollega hans í hinum litríka
auglýsingageira á Madison Avenue
í New York.
22:40 60 mínútur
23:25 The Daily Show: Global Editon
23:50 Suits 2 (1/16)
00:35 Game of Thrones (2/10)
01:30 Boardwalk Empire (7/12)
02:25 The Listener (7/13)
03:05 Breaking Bad (2/13)
03:50 Numbers (6/16)
04:35 Balls of Fury S
4 5 6
allt fyrir áskrifendur
fréttir, fræðsla, sport og skemmtun
06:30 Formúla 1
09:10 Milwall - Wigan
10:50 2013 Augusta Masters
12:45 Formúla 1
14:45 Chelsea - Man. City
16:55 2013 Augusta Masters
23:00 Dominos deildin 2013
00:30 Spænski boltinn
4 5 6
allt fyrir áskrifendur
fréttir, fræðsla, sport og skemmtun
09:10 Arsenal - Norwich
10:50 Newcastle - Sunderland
12:55 Stoke - Man. Utd.
14:55 Reading - Liverpool
16:35 PL Classic Matches
17:00 Sunnudagsmessan
18:15 Newcastle - Sunderland
19:55 Sunnudagsmessan
21:10 Stoke - Man. Utd.
22:50 Sunnudagsmessan
00:05 Everton - QPR
01:45 Sunnudagsmessan
SkjárGolf
06:00 ESPN America
07:00 Ryder Cup 2012 (2:3)
17:50 The Open Championship Official
Film 1972
18:45 Opna breska meistaramótið 2012
02:00 ESPN America
14. apríl
sjónvarp 57Helgin 12.–14. apríl 2013
Í sjónvarpinu Forystumenn Flokkanna
Absúrd leikhús í beinni
ÞVottaefni fyrir hVert tilefni
StórÞVottur
framundan?
hafðu Það fínt
nú er Það SVart
Ekkert jafnast á við
Neutral Storvask til
að komast til botns
í þvottakörfunni.
Hentar fyrir þvott
af öllu tagi.
Silkihönskum, ullarteppum
og dúnúlpum hæfir 30 til
40 gráðu þvottur í höndum
eða vél með Neutral Uld-
og finvask.
Neutral Sort vask varðveitir
svartan glæsileikann svo hann
tapi ekki lit sínum. Upplitað er
bara ekki í tísku þessa dagana.
Fyrir alla muni, ekki láta
þennan lenda í hvíta
þvottinum.
Létt er að flokka
litríka sokka.
nú er Það hVítt haltu lífi í litunum
Ensímin í Neutral Hvid vask
losa þig við erfiða bletti og
óhreinindi. Það skilar sér í
björtum og hvítum þvotti.
Fljótandi Neutral leysist vel
upp og hentar því líka vel í
handþvottinn.
Settu svolítið af Neutral Color
í hólfið og njóttu þess að fá
þvott inn jafn litríkan úr vélinni
aftur. Þetta er kröftugt, þú
notar bara lítið af dufti í
hverja vél. Fljótandi Neutral
Color endist líka og endist.
Astma- og ofnæmisfélagið á Íslandi
mælir með vörum frá Neutral
Dönsku astma- og
ofnæmissamtökin
ÍS
LE
N
SK
A
S
IA
.I
S
N
AT
6
27
19
0
1.
20
13
nánari upplýSingar á neutral.iS