Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.04.2013, Síða 62

Fréttatíminn - 12.04.2013, Síða 62
*Aðalvinningar dregnir úr öllum innsendum skeytum 8. maí 2013. Vinningar verða afhentir í ELKO Lindum, Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 199 kr./SMS-ið. Þú færð 5 mínútur til að svara spurningu. Leik lýkur 5. maí 2013 9. HVER VINNUR ! FJÖLDI AUKAV INNING A VILTU VINNA TRAFFICORAFSKUTLU! 5 LITIR Í BOÐI  Dans Íslenski Dansflokkurinn fagnar fjörutÍu ára afmæli Húmor, galsi og geðveiki Í slenski dansflokkurinn frumsýnir Walking Mad á stóra sviði Borgarleikhússins í kvöld, föstudagskvöld, klukkan 20. Með frumsýning- unni hefst afmælisár Íslenska dansflokksins sem fagnar fjörutíu ára afmæli sínu í ár. Walking Mad er eftir Johan Inger. Walking Mad er gamansamt verk sem fléttar saman húmor, galsa og geðveiki. Verkið krefst mikils af dönsurunum þar sem þeir þurfa að fylgja stigmagnandi takti tón- verksins Boléro eftir Maurice Ravel en samtímis tjá þær miklu tilfinningar sem fylgja verkinu. Johan Inger er einn merkasti danshöfundur Norðurlandanna og hafa verk hans verið flutt um allan heim við miklar vinsældir. Þá fá frumsýningargestir líka að berja augum verkið Ótta eftir Ásgeir Helga Magnússon, Hjör- dísi Lilju Örnólfsdóttur og Unni Elísabetu Gunn- arsdóttur. Verkið var frumsýnt þann 22. nóvember síðastliðinn sem hluti af kvöldinu Á nýju sviði en vegna mikilla vinsælda verður það lagað að stóra sviði Borgarleikhússins og sýnt aftur í nýrri útfærslu. Unnur Elísabet Gunnarsdóttir sést hér ásamt félögum úr ÍD í verkinu Walking Mad. Hún er auk þess einn af höfundum Ótta. 62 menning Helgin 12.–14. apríl 2013

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.