Fréttatíminn - 12.04.2013, Page 76
8 viðhald húsa Helgin 12.–14. apríl 2013
Felixson ehf.
Kt 520104 2240
Felixsonehferöflugtfyrirtækiá
byggingasviðisemsérhæfirsigígluggum.
Viðbyggjumáfagmennskuogvel
skilgreindumverkferlumogáratugareynslu
starfsmannaokkarviðmannvirkjagerð.
Viðbjóðumuppáheildarlausnir.
Viðbjóðumuppáföstverð,tilboð.
Viðbjóðumeinungisuppábestufáanlegu
efnin,vandaðavöru.
Engirbakreikningar.
Viðbjóðumuppáábyrgðirávinnuokkar
samkv.ÍSLstöðlum.
Viðerummjögveltækjumbúnirsemskilar
sérílægraverðitilneytandans.
Viðhöfumíokkarþjónustureyndaarkitekta
ogverkfræðinga.
Felixsonehferöflugtfyrirtækiá
byggingasviðisemsérhæfirsigígluggum.
Viðbyggjumáfagmennskuogvel
skilgreindumverkferlumogáratuga
reynslustarfsmannaokkarvið
mannvirkjagerð.
Viðbjóðumuppáheildarlausnir.
Viðbjóðumuppáföstverð,tilboð.
Viðbjóðumeinungisuppábestufáanlegu
efnin,vandaðavöru.
Engirbakreikningar.
Viðbjóðumuppáábyrgðirávinnuokkar
samkv.ÍSLstöðlum.
Viðerummjögveltækjumbúnirsemskilar
sérílægraverðitilneytandans.
Viðhöfumíokkarþjónustureynda
arkitektaogverkfræðinga.
Áttu gamalt hús sem þarf að
gera við en veist ekki hvar á að byrja?
Fræðslustofa um viðhald og viðgerðir eldri húsa
Endurgjaldslaus ráðgjöf í Árbæjarsafni miðvikudaga
kl. 16 – 18 og á sama tíma í síma 411 6333
Húsafriðunarnefnd – IÐAN fræðslusetur – Minjasafn Reykjavíkur
HÚSVERNDARSTOFA
R étt er að fá hlutlausan sérfræðing til að meta ástand hússins og viðgerðarþörf. Húseigendur eru hvattir til að snúa sér til tækni-manna og fyrirtækja sem framkvæma slíkt mat en framkvæma
það ekki sjálfir né fá fúskara til þess. Sé um minni verk að ræða er hægt
að óska eftir tilboðum frá verktaka, byggðum á verklýsingu. Við stærri
verk eru úttektaraðilar og ráðgjafar oftast fegnir til að fullgera útboðs-
og verklýsingu og standa að útboði. Mikilvægt er að viðurkenndir meist-
arar standi fyrir viðhaldsverkum. Húseigendur verða að forðast eins og
heitan eldinn að skipta við fúskara og töfra- og kraftaverkamenn sem
ekki hafa fullnægjandi fagréttindi.
Alls ekki er víst að sá sem býður lægst í krónum talið sé með hægstæð-
asta tilboðið þegar upp er staðið. Líta þarf til fleiri atriða, svo sem hvort
hann hafi fagréttindi og hvort af honum fari gott orðspor. Má treysta því
að hann hafi bolmagn til að ljúka verkinu? Er hann flekklaus eða með
vafasama fortíð? Hver er framkvæmda- og verkferillinn og hvað sögu
bera fyrri verkkaupar og viðsemjendur honum? Fáið endilega umsagnir
og meðmæli. Það er hægur vandi fyrir ábyrgðarlausa fúskara að bjóða
lágt og lofa miklu. Það er létt að lofa ef vilji og geta til efnda er ekki að
flækjast fyrir mönnum. Um það vitna mörg sorgleg dæmi.
Afla þarf upplýsinga um þessi atriði og vega og meta heildstætt en ekki
bara einblína á tilboðsfjárhæðina. Reyndir, færir og ábyrgir, ráðgjafar
eru helsta trygging, skjöldur og slysavörn verkaupa gagnvart vafasömum
verktökum. Þeir þekkja gjörla til fyrirtækja og manna í bransanum og
verka þeirra og þá reynslu og það orðspor sem af þeim fer. Góður ráðgjafi
er þannig gullsígildi, ekki síður en góður verktaki
Spakvitur maður sagði eitt sinn að munnlegir samningar séu ekki
pappírsins virði sem þeir eru ekki skrifaðir á og eru það orð að sönnu.
Það er beggja aðila hagur að skriflegur samningur sé gerður. Seint verð-
ur nægilega brýnt mikilvægi þess að gera skriflegan samning við verk-
taka. Allt of títt er að enginn skriflegur samningur sé gerður eða að ekki
sé vandað til samningsgerðar. Skapar það hættu á ágreiningi og deilum.
Ef gengið er flausturslega frá verksamningi er hætt við að ágreiningur
rísi og aðilar telji sig fara hallloka. Mikilvægt er að í verksamningi séu
skýr ákvæði um skyldur aðila, verklaunin, verktímann og framvindu
verksins og hvaða verkþætti sé um að ræða. Hafi verið samið um fast
verð getur verktaki almennt ekki krafist hærri verklauna, nema hann
hafi unnið fleiri verkliði en samið var um og með samþykki viðsemjanda.
Ákvæði laga um þjónustukaup gilda um samskipti eigenda íbúðarhús-
næðis og verktaka. Þar er svo mælt fyrir að verktaki eigi ekki að vinna
önnur verk en samningur kveður á um. Ef í ljós kemur að eðlilegt sé að
vinna önnur verk til viðbótar, ber verktaka að tilkynna eiganda um það
og óska eftir fyrirmælum hans. Geri hann það ekki á hann ekki rétt til
aukagreiðslna vegna slíkra verkþátta.
Margir svartir sauðir eru á sveimi í viðhaldsgeiranum sem hafa enga
eða takmarkaða fagþekkingu á viðgerðum. Þeir bjóða gjarnan töfra-
lausnir. Húseigendur þurfa að varast þessa aðila. Yfirleitt stenst fátt og
enginn verksamningur er gerður og jafnvel reikningsleysi sem er bæði
ólöglegt og stórvarasamt. Án reiknings hefur húseigandi ekkert í hönd-
unum um verkið og ábyrgð á því. Svart er svart. Því miður eru töluverð
brögð að reikningslausum viðskiptum og virðast sumir húseigendur telja
sig spara á því. Rétt er að ítreka að yfirleitt ofmetur verkkaupi hag sinn
í þeim viðskiptum. Verkkaupi stendur eftir án nokkurs eða veikburða
réttar gagnvart verktaka og ábyrgð á verki er engin. Einnig er mikil-
vægt að benda á að virðisaukaskattur fæst aðeins endurgreiddur af vinnu
við nýsmíði, endurbætur og viðgerðir á húsnæði að fyrir liggi fullgildir
reikningar. -shg
UndiRbúningUR fRamkvæmda
Hvernig á
að undirbúa
framkvæmdir
Góður undirbúningur í hvívetna er lykilatriði og mjög mikilvægur
og einnig það að velja hæfan, góðan og ábyrgan ráðgjafa og
verktaka. Of mörg dæmi eru um viðhaldsframkvæmdir sem farið
hafa illa af stað og endað með ósköpum og í flestum tilfellum er
um að kenna slælegum undirbúningi og lélegri ráðgjöf og einnig
röngu vali á verktökum. Það er skammgóður vermir að spara á
undirbúningsstiginu. Þar er grunnurinn lagður og ef hann er veikur
þá er ekki við góðu að búast.