Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.11.2012, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 02.11.2012, Blaðsíða 8
María Lilja Þrastardóttir marialilja@ frettatiminn.is Útgáfuteiti aldarinnar! Fögnum Sögu dægurtónlistar á Íslandi eftir Dr. Gunna. Bókabúð Máls & menningar, Laugavegi. Föstudaginn 2. nóv. kl. 18:00. Veitingar! Stuðrantur á tilboði! 7 landsþekktir leyni gestir! sogurutgafa.is  Bílar Villandi upplýsingar í Bifreiðaskrá Bílar oft eldri en gefið er upp í skráningu „Það hafa reglulega komið svona mál inn á borð til okkar,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. Hann segir mörg dæmi um fjárhagstjón hjá bifreiðaeigendum vegna villandi skrán- ingar á bílum. Breyting á skráningarkerfi bíla var gerð fyrir 14 árum og að sögn Runólfs hefur það haft í för með sér að bifreiðar séu oft nokkrum árum eldri en skráning gefur upp. Slíkt getur haft mikil áhrif á verð bifreiðanna í endursölu og einnig hafi það áhrif á bilanatíðni. Hann segir dæmi um að bílar hafi reynst allt að fimm árum eldri en haldið var í fyrstu, en skráningarár þeirra miðast við árið sem þeir fóru á götuna, ekki fram- leiðsluár þeirra. „Bílar standa oft óhreyfðir í einhver tíma áður en þeim er komið á götuna. Með þeim bílum þarf ákveðna eftir- fylgni þar sem margt getur bilað við það eitt að standa kyrrt. Til dæmis hemlar og gangverk.“ Runólfur segir að dæmi séu um að bílar standi ennþá óhreyfðir í bíla- geymslum frá hruni og þá bíla sé hæglega hægt að selja undir fölskum formerkjum. „Óprúttnir aðilar gætu séð sér leik á borði og selt þá sem 2012 árgerð, þar sem ekki þarf að forskrá þá með framleiðsluárinu. Um það eru því miður mörg dæmi.“ Hann segir einfalt mál að koma í veg fyrir svindl af þessu tagi, „að hverfa aftur til skráningar í anda þess sem var fyrir fjórtán árum.“ Runólfur segist vilja þrýsta á yfirvöld til aðgerða en að sama skapi vekja bifreiðaeigendur til umhugs- unar um hvað þau séu að versla með. Hann bendir á að í einhverjum tilfellum sé hægt að rekja framleiðslunúmer bíla og einnig ætti á mörgum þeirra að vera til forskráning um hvenær bíllinn var fluttur hingað til lands. Dæmi eru um að bílar hafi staðið óhreyfðir frá hruni, þeir verða síðan skráðir eftir því hvenær þeir koma á götuna. Framleiðslu- geta Sorpu úr urðunar- stöðinni á Álfsnesi er ekki næg fyrir vaxandi metanbíla- flota, að sögn fram- kvæmda- stjóra FÍB.  eldsneyti Metanið að klárast Horfum fram á skort á metangasi Metaneldsneytismál eru í miklum ólestri á höfuðborgarsvæðinu. Urðunarstöðin í Álfsnesi annar ekki eftirspurn. Framkvæmdastjóri FÍB segir það alvarlegt að stjórnvöld skuli ekki fræða al- menning um stöðu mála, heldur þvert á móti hvetja fólk til að breyta bílum fyrir mikið fé yfir í metanbíla. M iklar raðir myndast iðulega við dæl-ur viðurkenndra metangasstöðva, en þær eru tvær á vegum N1 á höf- uðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum Fréttatímans getur það verið mjög seinlegt að dæla metangasi og því myndast þungar raðir við dælurnar. Þrýstingur á dælunum er oft mjög lágur en það kemur til vegna álags og jafnvel kemur fyrir að gasið klárist í dælunum þar sem magn metangassins sem Sorpa og N1 hafa samkomulag um annar ekki eftirspurn metanbílaflotans sem fer sívaxandi. „Við erum að horfa fram á skort á metan- gasi,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmda- stjóri FÍB. Hann segir að gasmagnið velti alfarið á framleiðslugetu Sorpu úr urðunarstöðinni á Álfsnesi. Gasinu í Álfsnesi er safnað með því að bora í rusla- hauginn og átti þetta fyrir- komu- lag að geta þjónu- stað þúsundir bíla. Runólfur segir annað hafa komið á dag- inn þar sem ítrekað berist kvartanir til FÍB frá eigendum metanbíla. „Fjölgun metan- bíla er í sjálfu sér mjög góð, þar sem það er mjög umhverfisvænt að brenna gastegund- inni. En það sem ekki er gott í þessu er að framleiðslan annar ekki eftirspurn vaxandi flota.“ Runólfur segir hlutaðeigandi fyrirtæki benda hvort á annað. „Sorpa er sameignar- félag sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæð- inu og er stjórnað af kjörnum fulltrúum og hefur því mikla ábyrgð. Þess ber líka að geta að Orkuveitan á þær leiðslur sem að notaðar eru við flutningana en svo hefur skortur á samkeppni sjálfsagt eitthvað að segja.“ Hann segir að til þess að samkeppni náist þurfi að vera til nóg gas en svo sé ekki þar sem núverandi framleiðslumagn komi ekki til með að duga fyrir markaðinn eftir eitt ár. „Það er því út í hött að fólk skuli lokkað til þess að breyta bílum sínum fyrir háar fjár- hæðir og svo sé þjónustan í engu samræmi við uppgefnar forsendur.“ Í skýrslu yfirvalda kemur fram að metan- bílum hafi fjölgað um fimmtíu prósent á ári um nokkurt skeið og gert sé ráð fyrir sömu þróun í ár. Runólfur segir að vissulega sé hægt að auka framleiðslu metans en það útheimti mikla fjárfestingu. Slík samþykkt liggi ekki fyrir og mun ferlið koma til með að taka nokkur ár. „Sveitarfélögin eru ekki í stakk búin fyrir áhættufjárfestingar í þessu árferði, því miður, og það er samfélagsleg skylda þeirra að upplýsa almenning um stöðu mála.“ María Lilja Þrastardóttir marialilja@frettatiminn.is „Hjá almenningsfélögum verða allir hlutir að vera upp á borðunum,“ segir Runólfur sem kallar eftir gegnsæi. frá 9.500 kr 69% ... kvenna á höfuðborgar- svæðinu lesa Fréttatímann* *konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent júlí-sept. 2012 8 fréttir Helgin 2.-4. nóvember 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.