Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.11.2012, Blaðsíða 72

Fréttatíminn - 02.11.2012, Blaðsíða 72
68 bækur Helgin 2.-4. nóvember 2012  Bækur IngIBjörg,leIkkona, rIthöfundur og fótaaðgerðafræðIngur É g ætlaði mér í fyrstu bara að rumpa af lítilli sætri barnabók um Gísla á Uppsölum en fljótlega eignaðist verkið eigið líf og varð miklu stærra,“ segir Ingibjörg Reynisdóttir leikkona um nýja bók sína, Gísli á Upp- sölum, sem kom út í vikunni á 105 ára afmæli Gísla, en frá því Ingibjörg var ellefu ára og sá Gísla fyrst í sjónvarps- viðtali við Ómar Ragnarsson hefur hún verið heilluð af honum. „Síðan gerist það 2007 að ég er að svæfa son minn og býsnast yfir öllu draslinu í herberginu hans að ég ákveð skyndilega að segja honum sögu af Gísla af Uppsölum sem átti nú ekki mikið en var ánægður með það sem hann átti. Þá uppgötva ég hvað þetta er áhugaverð saga og held af stað í rannsóknarvinnu,“ útskýrir Ingibjörg sem studdist m.a við skrif Gísla, skáldskap og þanka úr kverinu Eintal sem nágranni hans, Ólaf- ur Gíslason á Neðri bæ, setti saman að Gísla látnum. Gísli kom henni verulega á óvart. Leikrit og bíómynd Ingibjörg er dugnaðarforkur og kjarn- orkukona. Hún lærði leiklist í Danmörku á tíunda áratugnum en hafði áður lært bæði fótaaðgerðafræði og nudd. Enn þann dag í dag grípur hún í fæturna því listagyðjan er dyntótt þegar kemur að krónum og aurum („launin koma þegar þau koma,“ segir Ingibjörg) en síðustu ár hefur verið nóg að gera hjá Ingibjörgu sem leikkona og svo hefur hún sprungið út sem rithöfundur. Árið 2005 skrifaði Ingibjörg leikritið Móðir mín, dóttir mín, en það var frum- sýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Ingi- björg lék móðurina sjálf en Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir lék vanrækta dóttur sem tók ábyrgð á heimilinu vegna vanhæfni móðurinnar. Svo skrifaði hún bók um unglinga, Strákarnir með strípurnar, með dóttur sinni, Lovísu Rós Þórðar- dóttur, en sú bók varð að kvikmyndinni Óróa auk framhaldsins, Rótleysi, rokk og rómantík. Gísli lagður í einelti Aðspurð um hvaðan dugnaðurinn kemur segist Ingibjörg fyrst og síðast vera að sinna áhugamáli sínu. Hennar ástríða hefur alltaf verið leiklist og hún setur það ekki fyrir sig að skrifa hlutverkin sín sjálf en hún lék ekki bara í fyrrnefndu leikriti heldur líka í bíómyndinni sem byggði á bókum hennar. Nú er svo komin ný bók, Gísli á Uppsölum, en í bókinni lýsir Ingibjörg brostnum vonum Gísla. Hann var ungur lagður í einelti og setti það mark sitt á hann og allt hans líf. Mikael Torfason mikaeltorfason@frettatiminn.is Leikkonan og Gísli á Uppsölum Dimma hefur gefið út sérstaka við- hafnarútgáfu af ljóðabókinni Eystrasölt eftir sænska skáldið Tomas Tranströ- mer sem á síðasta ári hlaut bókmennta- verðlaun Nóbels. Hjörtur Pálsson íslenskaði verkið og útgáfunni fylgir ennfremur geisladiskur með upplestri hans. Östersjöar heitir bókin á frum- málinu og kom fyrst út árið 1974. Hún hefur talsverða sérstöðu meðal verka Tranströmers og er vel til þess fallin að standa ein og sér. Íslenska útgáfan er vandaður prentgripur og kemur út í 175 tölusettum eintökum, árituðum af þýðanda. Bókarkápu prýðir málverk eftir Eggert Pétursson. Tomas Tranströmer fæddist árið 1931. Hann gaf út fyrstu ljóðabók sína, 17 dikter, 1954 og vakti strax talsverða athygli fyrir nýjan tón, hnitmiðað form og sérstæð og persónuleg efnistök. Ljóðabækur hans eru 15 talsins. Fyrir eina þeirra, För levande och döda, voru honum veitt bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 1990. Síðasta bók hans, Den stora gåtan, kom út árið 2004. Hjörtur Pálsson, skáld og þýðandi, hefur meðal annars sent frá sér all- margar frumsamdar og þýddar ljóða- bækur, auk rómaðra þýðinga á skáldsögum Nóbels- verðlaunahafans Isaac Bashevis Singer. Nóbelsverðlaunahafi í 175 tölusettum eintökum Launin koma þegar þau koma. Leikkonan Ingi- björg Reynis- dóttir hefur skrifað bók um Gísla á Uppsöl- um. Hún hefur áður sent frá sér vinsælar unglingabækur en segir sögu Gísla ótrúlega áhugaverða. Hann var ungur lagður í einelti og setti það mark sitt á allt hans líf. Hér er Ingibjörg að Uppsölum ásamt litla kút. Ingibjörg í gamla húsinu hans Gísla. Nóbelsverðlaunarithöfundur- inn Tomas Tranströmer.  eystrasölt eftIr tomas tranströmer Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt HELGARBLAÐ Útgáfuteiti aldarinnar! Fögnum Sögu dægurtónlistar á Íslandi eftir Dr. Gunna. Bókabúð Máls & menningar, Laugavegi. Föstudaginn 2. nóv. kl. 18:00. Veitingar! Stuðrantur á tilboði! 7 landsþekktir leyni gestir! sogurutgafa.is með Retina skjá Nýr og öugri er lentur iPad 4 69% ... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann* *konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent júlí-sept. 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.