Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.11.2012, Blaðsíða 46

Fréttatíminn - 02.11.2012, Blaðsíða 46
Hvað á barnið að heita? H „Hvað á barnið að heita?“ Svars við þessari spurningu er ávallt beðið með eftirvænt­ ingu. Nafngift ungbarns er mikilvæg og ábyrgð foreldranna sem það velja er mikil. Nafnið fylgir okkur ævilangt, eða nöfn því algengara er í seinni tíð að fólk beri fleiri en eitt nafn. Barnabarn okkar hjóna var skírt á sunnudaginn og fékk um leið fallegt nafn, eins og önnur barnabörn okkar, hvort sem þau heita einu nafni eða tveimur. Í okkar stórfjölskyldu hafa börnin sitt á hvað fengið nöfn „út í loftið“, eins og sagt er, eða heita í höfuð formæðra eða for­ feðra. Hvort tveggja er ágætt, að því gefnu auð vitað að vel sé valið. Svo hefur verið í öllum tilfellum sem okkur snertir, ný fjöl­ skyldunöfn og gömul, þar sem við eigum meðal annarra barnabarna bæði nafna og nöfnu. Það gleður okkur að sjálfsögðu að svo hlýlega sé til okkar hugsað – án þess þó að hafa gert neina kröfu um slíkt. Margt hefur áhrif á nafngiftir. Algengt er að nefna í höfuð fólks en fjölbreytnin er meiri. Gömul og góð nöfn sem fylgt hafa okkur frá öndverðu halda stöðu sinni. Guðrún og Jón, Sigríður og Sigurður, Kristín og Kristinn, Anna og Guðmundur, María og Magnús og svo fram eftir göt­ unum. Goðanöfn halda gildi sínu, stutt og laggóð, Þór, Óðinn og Freyja, svo dæmi séu tekin. Enn þann dag í dag er Þór lang vinsælasta annað eiginnafnið hjá drengj­ um en Ingi og Freyr fylgja í kjölfarið. Þessi stuttu nöfn henta vel í tvínefni en þrjár vin­ sælustu samsetningarnar í karlanöfnum, á því herrans ári 2012, eru Jón Þór, Gunnar Þór og Jón Ingi. Þetta breytist lítið enda voru sömu samsetningarnar vinsælastar fyrir fimm árum. Anna ber síðan höfuð og herðar yfir önnur kvenmannsnöfn þegar kemur að fyrra nafni í samsetn­ ingum. Anna er fyrra nafnið í sex af tíu algengustu tvínefnunum. Þær vinsælustu eru Anna María, Anna Margrét og Anna Kristín. María er vinsælasta annað eigin­ nafnið hjá stúlkum ásamt Ósk. Þessi nöfn hafa vermt fyrsta og annað sætið undan­ farin ár. Á eftir þeim kemur Rós sem þriðja vinsælasta síðara eiginnafn nýfæddra stúlkna. Nöfnin eiga það sameiginlegt að vera stutt og fara vel í samsetningum. Misjafnt er síðan hvort annað eða bæði nöfnin festast við viðkomandi einstakling, eða jafnvel aðeins millistafur. Svo litið sé til nafnkunnra manna má nefna stjórn­ málamennina Jón Baldvin Hannibalsson, sem ávallt er nefndur báðum nöfnum sínum og þekkist ekki öðruvísi, og Stein­ grím J. Sigfússon, þar sem J­ið fylgir honum og skilur hann frá öðrum nöfnum sínum. Margir vita þó að millinafn hans er Jóhann. Svo haldið sé áfram með lands­ þekkta alþingismenn og millistaf sem fylgir nafni þeirra, í stað millinafns, þá stendur G­ið í nafni Björgvins G. Sigurðs­ sonar fyrir Guðna, Pétur H. Blöndal er Haraldsson og Kristján L. Möller heitir Lúðvík að millinafni. K­ið er hins vegar án skýringa í ættar­ og starfsyfirliti alþingis­ manna þegar kemur að Einari K. Guð­ finnssyni. Sigmundur Ernir tók sér síðar á lífsleiðinni millinafnið sem skilur hann frá öðrum Sigmundum. Flest nöfn þingmanna ber síðan Björg Siv Juhlin Friðleifsdóttir og má þar sjá norsk áhrif í móðurætt. Synir okkar hjóna heita einu nafni en dæturnar tveimur, svo segja má að við för­ um bil beggja. Í okkar munni og nánustu fjölskyldu eru þær ávallt kallaðar báðum nöfnunum, sem verða þá í mæltu máli eins konar einnefni, enda fara þau vel saman. Í skóla og meðal starfsfélaga er hins vegar algengt að aðeins sé notað fyrra nafn þeirra. Nafngiftir fylgja tísku, eins og flest annað. Aron var vinsælasta eiginnafn nýfæddra drengja á síðasta ári en Emilía vinsælasta stúlknanafnið. Bæði nöfnin voru einnig vinsælust í hittifyrra. Sígild nöfn halda hins vegar stöðu sinni þegar litið er til allra Íslendinga. Á þessu ári eru tíu vinsælustu nöfnin þau sömu og árið 2007. Jón heldur forystunni þegar að karlanöfnunum kemur, þá Sigurður og svo Guðmundur. Það er fátt sem ógnar veldi þeirra. Kristján og Magnús gefa heldur ekki mikið eftir. Sama gildir um kven­ mannsnöfnin. Þar halda Guðrún, Anna og Sigríður yfirburðastöðu sinni. Frumlegir menn leggja síðan til ný nöfn sem festast og verða vinsæl. Það þykist ég muna, eftir að hafa lesið ævisögu Gunn­ laugs Þórðarsonar lögfræðings, að þau Herdís Þorvaldsdóttir, foreldrar Tinnu Gunnlaugsdóttur þjóðleikhússtjóra, hafi fyrst gefið stúlkubarni það nafn. Nú er Tinna algengt og vinsælt kvenmannsnafn. Tinni er einnig kominn til að vera meðal karlmannsnafna og svo skemmtilega vill til að fyrsta barnabarn okkar hjónanna heitir Tinni. Það er fallegt nafn og fer vel í munni. Meðan beðið er nafngiftar nýfæddra barna eru þau kölluð ýmsum gælunöfnum. Algengust eru trúlega Lilli og Lilla og síð­ an Brósi og Systa, eigi nýja barnið systkin. Í sumum tilfellum festast gælunöfnin við viðkomandi einstaklinga þannig að þeir bera þau ævilangt og þekkjast betur þannig en undir eigin nöfnum. Um það er ekkert nema gott að segja. Þetta eru ekki síðri gælunöfn en hver önnur, Kalli, Gunna, Sigga eða Svenni. Merkiskona í ætt konu minnar lést fyrr á þessu ári, komin yfir áttrætt. Hún hét því hljómfagra nafni Kristín sem vitaskuld var notað opinberlega – en hún var litla systir og Lillu­nafnið fylgdi henni alla tíð. Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Te ik ni ng /H ar i 42 viðhorf Helgin 2.-4. nóvember 2012 Bílabúð Benna dekkjaþjónusta Tangarhöfða 8 • Sími: 590 2045 • 590 2000 Dekkið sem kemur þér lengra Umboðsmenn um land allt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.