Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.11.2012, Blaðsíða 3

Fréttatíminn - 02.11.2012, Blaðsíða 3
Þ órunn Ágústsdóttir er fjög-urra barna einstæð móðir með geðhvarfasýki og áfalla- röskun. Hún er á lyfjum sem halda sjúkdómnum í skefjum og nær í dag að sinna börnunum sínum og sjálfri sér þótt svo hafi ekki alltaf verið. Hún hefur aldrei fengið hjálp með börnin sín frá opinberum aðilum, hvorki við að sinna þeim né held- ur að fræða þau um sjúkdóminn. Mamma hennar hefur hins vegar staðið með henni sem klettur í gegn- um þykkt og þunnt. Elsti sonur Þórunnar, Jón Ágúst, er sautján ára og hefur frá unga aldri borið mikla ábyrgð á heimilinu og systkinum sínum. Geðhvarfa- sýki einkennist af miklum sveiflum í líðan og fer Þórunn úr því að vera ofsaglöð og manísk yfir í mikið og erfitt þunglyndi sem veldur því að hún komst oft ekki fram úr rúmi svo dögum skipti. „Mér fannst þetta aldrei skrítið,“ segir Jón Ágúst. „Þetta var bara svona og ég þekkti ekki annað. Mamma var kannski geðveikt skemmtileg og hyper og til í allt og svo þremur dögum seinna svaf hún allan daginn. Þá kom hún kannski fram og skammaði okkur fyrir þetta eða hitt en ég kippti mér aldrei upp við það. Það er bara svona að eiga mömmu með geðsjúkdóm,“ segir hann. Jón segist hafa reynt að leyfa mömmu sinni að vera í friði þegar hún var í kasti og oft bara verið úti í handbolta eða körfubolta langt fram á kvöld. „En svo var hún al- veg frábær inn á milli,“ segir Jón. Þórunn segir að erfiðast hafi verið þegar líðanin var svo slæm að hún þurfti að taka á öllu sínu bara til að komast fram úr til að geta gefið börnunum að borða. „Þá skiptir ekki máli hvernig manni líður, maður verður bara að gjöra svo vel,“ segir hún. Oft hafi hún viljað sinna börnunum betur. „Ég gerði samt eins vel og ég gat,“ segir hún. Þegar Þórunn var í rúminu greip Jón inn í og sinnti systkinum sínum. „Ég gerði mér ekkert grein fyrir því að það var svoleiðis. Það þurfti bara að gera það og ég bara gerði það. Það voru ófá skiptin sem var bara korn- flex í matinn. Ég veit alveg að það á ekkert að vera alltaf kornflex í mat- inn en stundum var ekkert annað til,“ segir Jón. Þórunn segist vera laus við skömmina sem fylgir því oft að vera með geðsjúkdóm. „Ég fann fyrir skömm áður en nú er mér orð- ið alveg sama. Maður græðir svo- lítið á því að vera geðveikur með öll þessi börn, hugurinn er opnari. Ég veit að það er til alls kyns fólk og enginn er eins. Ég dæmi engan,“ segir hún. Jón tekur undir þetta. „Ég finn ekki fyrir neinum fordómum gagn- vart fólki. Ég umgengst mikið af fólki með geðsjúkdóma. Það er bara fólk sem er svo óheppið að vera með sjúkdóm,“ segir hann. Jón lenti í miklu einelti í grunn- skóla, meðal annars vegna geð- veiki móður sinnar og er sannfærð- ur að upplýsingarnar um ástand mömmunnar hafi börnin feng- ið frá for- eldrum sínum. „Mér var líka strítt af því að ég var skrítni krakkinn og af því að ég er með skakkar tennur. Það er bara dýrt að fara í tannréttingar og ef ég ætlaði að gera það þyrfti ég að borga það sjálfur. Ég geri það ekki á næstunni,“ segir hann. Rannsóknir sýna að börnum geð- sjúkra vegnar betur ef foreldrar tala opinskátt við þau um sjúkdóm- inn. Þórunn segist aldrei hafa feng- ið neina fræðslu um það en hún tali við börnin sín um sjúkdóminn. „Ég hef reyndar aldrei spáð í það. Þetta er að minnsta kosti enginn feluleik- ur og þau vita að það er ekki þeim að kenna ef mér líður illa. Mér líður illa af því að ég er veik,“ segir hún. „Ég held þau skilji það.“ Nánar er fjallað um málefni að- standenda geðsjúkra á síðu 26. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is  Heilbrigðismál lítill stuðningur við aðstandendur geðsjúkra Jón Ágúst lifir með geðveiki mömmu Fjögurra barna einstæð móðir með geðsjúkdóm hefur ekki fengið neinn stuðning til að sinna börnum sínum eða fræða þau um sjúkdóminn. Elsti sonurinn er 17 ára og hefur tekið mikla ábyrgð á heimilinu og systkinum sínum og segir að það sé bara svona þegar maður á mömmu með geðsjúkdóm. Þórunn Ágústsdóttir og Jón Ágúst Þórunnarson. „Mamma var kannski geðveikt skemmtileg og hyper og til í allt og svo þremur dögum seinna svaf hún allan dag- inn,“ segir Jón þegar hann er beðinn að lýsa geðhvarfasýki móður sinnar. Ég gerði samt eins vel og ég gat.  Þórunn lárusdóttir var veðurteppt í new York Listin dró hana úr sálfræðinámi Leik- og söngkonan Þórunn Lárusdóttir komst heim til Íslands eftir töluvert hark á fimmtu- dagsmorgun en fellibylurinn Sandy kyrrsetti hana, eins og marga fleiri, í New York. Hún seg- ist dauðfegin að vera komin heim enda lá henni mikið á þar sem hún sendi frá sér nýja plötu í síðustu viku. „Ég tileinkaði móður minni, Sigríði Þorvalds- dóttur, plötuna og ákvað að skella mér óvænt til New York til þess að færa mömmu mikil- vægasta eintakið af plötunni,“ segir Þórunn sem slóst í för með systur sinni Ingibjörgu, sem er flugfreyja, og birtist óvænt heima hjá hinni systur sinni Dísellu, sem býr í New York. „Mamma og Dísella vissu ekkert að ég væri að koma þannig að þetta var mikil gleði og ham- ingja.“ En þá mætti Sandy og setti strik í reikn- inginn. „Mér lá svo á að komast út að dagana áður var ég á fullu að dreifa plötunni í verslanir og fylgdist lítið með fréttum,“ segir Þórunn sem fékk storminn óvænt í fangið í New York. „Það var erfitt að átta sig á mætti stormsins en Dísella býr ofarlega á Manhattan þannig að flóðið náði ekki þangað og við héldum sem betur fer rafmagni. Við hlýddum bara fyrirmæl- um og héldum okkur innandyra. En maður varð alveg skelkaður stundum og það var rosalegt að sjá með eigin augum eyðilegginguna í Central Park þar sem risatré rifnuðu upp með rótum.“ Plata Þórunnar heitir „Þórunn Lár og félagar“ og hún stofnaði sérstakt fyrirtæki utan um út- gáfuna og sinnir öllum þáttum hennar sjálf. „Það er eins gott að ég komst heim. Það er brjál- að að gera og ég er að syngja við opnun Búðar- innar og Gamms á laugardaginn. Á plötunni er að finna sígild lög í „ljúfum útsetningum“, eins og Þórunn orðar það, og þar eru meðal annarra lögin Ágústkvöld og Vegir liggja til allra átta. „Það hafa verið miklar breytingar í lífi mínu undanfarin ár. Ég ákvað að gefa leikhúsinu frí, venti kvæði mínu í kross og skellti mér í sál- fræðinám. Frábært nám sem hristi aðeins upp í heilanum og veitti mér innblástur en ég fann um leið hversu mikla þörf ég hef fyrir listsköpun og ákvað að hætta. Þá hellti ég mér í plötuna sem er fyrsta skrefið og síðan ætla ég að halda áfram að sinna listsköpunarþörfinni með ýmsum hætti.“ -þþ Þórunn Lárusdóttir rauk til New York og prísar sig sæla að vera komin aftur heim. MYND/Ester Magnúsdóttir Minni framlegð af rafmagni Færri starfsmenn eru á bak við hverja kílóvattsstund af rafmagni sem framleidd er hér á landi en í Noregi, að því er fram kemur í nýrri skýrslu McKinsey&Company um íslenskt efnahagslíf. Framlegðin af hverri kílóvattsstund er hins vegar minni hér en í Noregi sem bendir til þess að þörf sé á að endurskoða nýsköpun og þróun í notkun þessarar auðlindar. Í skýrslunni segir jafnframt að skortur sé á samspili raforkuiðnaðarins við aðra markaði. -sda Engin jólalokun á Laugavegi Hópur íbúa í Reykjavík hefur lagt fram tillögu til borgarinnar um að hluti Laugavegar og Bankastrætis verði gerðar að göngugötum í desember, ýmist á laugardögum eða alla daga. „Það er ekki á dagskrá að gera neitt slíkt í desember,“ segir Jakob Frímann Magnússon framkvæmdastjóri Mið- borgarinnar okkar. „Þetta var reynt í fyrra og tókst ágætlega helgina fyrir jól en olli fjaðrafoki á Þorláksmessu. Við þurfum ekki á því að halda núna þegar við viljum hamingju og frið á öllum stöðum,“ segir Jakob. „Það var sameiginleg niðurstaða umhverfis- og samgöngusviðs og rekstraraðila að vera ekki með neina tilraunastarfsemi á þessum viðkvæma háannatíma.“ -sda Einhleypir ættleiða að nýju Til skamms tíma áttu einhleypir ekki kost á að ættleiða erlendis frá, að því er fram kemur í tilkynningu Íslenskrar ættleiðingar, en fyrr á þessu ári ættleiddi einhleyp kona barn frá Tékklandi og önnur kona ættleiddi barn frá Tógó. Innan skamms mun þriðja einhleypa konan ættleiða barn. Eftir að reglur breyttust í Kína í ársbyrjun 2007 var talið að ÍÆ gæti ekki sent umsóknir frá ein- hleypum til nokkurs lands og var umsóknum þeirra því raðað á svokallaðan hliðarlista. „Við nánari skoðun á reglum upprunaríkja og heimsókn til Kólumbíu var ákveðið leggja hliðarlistann niður,“ segir enn fremur. „Nú vitum við að öll löndin sem ÍÆ er í samskip- tum við, Tógó, Tékklandi, Kína og Kólumbía, taka við umsóknum frá einhleypum en með mismunandi skilyrðum.“ - jh Leiðrétting Rangfærslur voru í texta um Guðrúnu Elísa- betu Jónsdóttur og Valgerði Marteinsdóttur heitna í grein um bókina Makalaust líf í síðustu viku. Beðist er velvirðingar á þeim mistökum. fréttir 3 Helgin 2.-4. nóvember 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.