Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.11.2012, Blaðsíða 66

Fréttatíminn - 02.11.2012, Blaðsíða 66
 Ef þrautin er 3 x 3 reitir eru notaðar tölurnar 1 til 3, ef hún er 4 x 4 reitir eru notaðar tölurnar 1 til 4 o.s.frv.  Sama tala má einungis koma fyrir einu sinni í hverjum dálki og hverri línu.  Svæðin, sem eru afmörkuð með þykkum línum, kallast hólf.  Stundum nær hólfið bara yfir einn reit og þá er augljóst hvaða tala á að koma þar.  Oftast nær hólfið þó yfir fleiri en einn reit og þá fylgir þeim tala og eitthvert stærðfræðitákn, þ.e. +, –, x eða ÷. Ef talan er t.d. 5 + þá á summa talnanna í því hólfi að vera samtals 5. Ef talan er 2- þá á mismunur talnanna að vera 2. Í erfiðari þrautunum er svo einnig margföldun og deiling. Svör við talnaþrautunum má senda í hefðbundnum pósti á ritstjórn Fréttatím- ans, Sætúni 8, 105 Reykja- vík. Lesendur geta líka tekið mynd af lausnunum með símanum eða myndavél og sent á netfangið leikur@frettatiminn.is 62 skák Helgin 2.-4. nóvember 2012  Skákakademían Hitler drap fyrsta heimsmeistara kvenna í skák H ou Yifan, heimsmeistari kvenna, vann hug og hjörtu Íslendinga þegar hún tók þátt í N1 Reykjavíkur- skákmótinu í Hörpu í mars. Hún er aðeins 18 ára, fædd 27. febrúar 1994, í Xinghua í Kína og er sann- kallað undrabarn. Hún heillaðist af skák aðeins þriggja ára gömul og fór að tefla reglulega þegar hún var sex ára. Eftir það hefur leiðin aðeins legið upp á við og Hou Yifan hefur slegið hvert metið á fætur öðru. Aðeins 12 ára varð hún yngst allra til að taka þátt í heimsmeistarakeppni FIDE og 14 ára var hún orðin stórmeistari. Árið 2010 varð hún svo yngst allra í sögunni til að verða heimsmeist- ari í skák, aðeins 16 ára! Hún er núna næststigahæsta kona heims, einungis hin goðumlíka Judit Polgar er ofar á stigalistanum. Hou Yifan stóð sig með miklum sóma á N1 Reykjavíkurskák- mótinu, og varð bara sjónarmun á eftir ítalska snillingnum Fa- biano Caruana, sem farið hefur með himinskautum á þessu ári. Skömmu áður en Hou Yifan kom til Íslands hafði hún náð hreint ótrúlegum árangri á móti á Gí- braltar, þar sem hún varð í efsta sæti ásamt gamla undrabarninu Nigel Short. Frammistaða Hou Yifan á Gíbraltar jafngilti 2872 skákstigum, en til samanburðar má nefna að Magnus Carlsen hefur tæp 2850 stig á toppi heims- listans. Hou Yifan byrjaði í haust nám í alþjóðasamskiptum við Bej- ing-háskóla, en aðdáendur hennar um allan heim vona auðvitað að hún haldi áfram af fullum krafti í skákinni. Brautryðjandinn Vera Menchik Fyrst var keppt um heimsmeist- aratitil kvenna árið 1927 og þar sigraði hin 21 árs gamla Vera Menchik með yfirburðum. Hún fæddist í Moskvu 16. febrúar 1906 og var af tékknesku og bresku bergi brotin. Hún lærði mann- ganginn 9 ára og sýndi strax mikla hæfileika. Á unglingsaldri naut hún þjálfunar hjá Geza Ma- róczy sem var einn besti skákmað- ur heims. Um þetta leyti var næst- um alveg óþekkt að konur tefldu á skákmótum og Vera Menchik var því mikilvægur brautryðjandi og fyrirmynd. Þegar hún tók þátt í frægu skákmóti í Karlsbad 1929 setti austurríski meistarinn Arnold Becker sig upp á móti því, og sagði fáránlegt að leyfa konum að tefla á skákmótum með körlum. Becker, sem greinilega var gamaldags karlrembusvín, sagði að þeir karlar sem slysuðust til að tapa fyrir henni ættu að stofna ,,Veru Menchik klúbbinn“. Svo kaldhæðnislega vildi til að Becker steinlá fyrir Veru á þessu skák- móti og varð þannig fyrsti félaginn í klúbbnum! Vera Menchik varði heimsmeist- aratitil sinn sex sinnum og það er til marks um yfirburði hennar, að í þeim viðureignum sigraði hún í 78 skákum, gerði 4 jafntefli og tapaði aðeins einni. Reiknið út vinnings- hlutfallið! Vera lét lífið ásamt systur sinni og móður í eldflaugaárás Þjóð- verja á London 27. júní 1944. Hún varð aðeins 38 ára. SkákþRautin Hvítur er í sókn, en hvernig er hægt að knýja fram mát? Lausnin er í senn lúmsk og skemmti- leg! 1.Dxh7+!! Rxh7 2.Rg6+ Kg8 3.Ba2+ (Leynivopn- ið!) De6 4.Bxe6 mát! Hou Yifan. Yngsti heimsmeistari sögunnar. Vera Menchik. Fyrsti heims- meistari sögunnar. Krúsaðu frítt í eitt ár *Upphæð inneignarkortsins er 260.000 kr. sem samsvarar 1.000 lítrum á núverandi verði. **Meðalakstur miðað við fólksbíl (bensín), árið 2011, samkvæmt Umferðarstofu. 1.000 LÍTRAR INNIFALDIR* Cruze LTZ bsk. 4d | Verð aðeins 3.190 þús. Aðein s örfáir bílar eftir! Tangarhöfða 8 • 590 2000 | Njarðarbraut 9 • Reykjanesbæ • 420 3330 | Bílaríki • Glerárgötu 36 Akureyri • 461 3636 | www.benni.is Þegar þú kaupir Chevrolet Cruze færðu 1.000 lítra* inneignarkort með hágæða Shell V-Power bensíni. Miðað við um 12.200 km** akstur á ári má segja að þú akir frítt í eitt ár. Chevrolet Cruze er áberandi glæsilegur og hlaðinn staðalbúnaði Reglurnar eru einfaldar:  verðlaunaþrautir talnaþrautir KenKen-talnaþrautirnar hafa notið mikilla vinsælda og henta jafnt ungum sem öldn- um. Þær eru frábær heilaleikfimi. KenKen- talnaþrautabækurnar eru nú fáanlegar á Íslandi og því tilefni mun Fréttatíminn birta tvær gátur í hverju tölublaði næstu vikurn- ar. Lesendur geta sent inn svör við gát- unum og í hverri viku verða dregnir út tveir heppnir þátttakendur sem fá KenKen-bæk- urnar sendar heim að dyrum frá Bókaútgáf- unni Hólum. Nafn Heimili Sími Netfang
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.