Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.11.2012, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 02.11.2012, Blaðsíða 34
einfaldlega betri kostur ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is Verslun: lau. 10-18, sun. 12-18, mán - fös. 11-18:30 Kaffihús: lau. 11-17:30, sun. 12-17:30, mán - fös. 11-18 Camembertbeygla Camembert ostur, sólþurrkaðir tómatar, rauðlaukur, pestó, basilolía, papriku chillisulta og salatblanda Verð 895,- NÚ 695,- TakTu hana með! beygla mánaða rins verð áður 895,- nú695,- „Ég vissi ekki að stelpur gætu orðið atvinnu- menn í knattspyrnu,“ segir Margét Lára en þegar hún byrjaði í fótbolta voru kvennalandsleikir ekki sýndir í sjónvarpinu. Hún er þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í að breyta ís- lenskri knattspyrnu. Nú vita allar stelpur að það er hægt að verða atvinnukona í fótbolta. „Það er mikilvægt,“ segir hún. Í fjarbúð í fjögur ár Á síðustu leiktíð varð Margrét Lára Þýskalands- meistari með Potsdam en nú er hún komin til Kristianstad í Svíþjóð („ein besta deildin í heimi,“ útskýrir hún), enn í atvinnukvennsku: „Það eru fyrst og fremst þrjár deildir sem eru það mikið betri en á Íslandi að það borgar sig að fara út. Það er þýska deildin, sænska deildin og sú norska,“ segir Margrét Lára sem þénar það mikið á knattspyrnuiðkun að hún lifir ágætis lífi, æfir tvisvar á dag og er í fullu námi í sálfræði við Há- skólann á Akureyri. En það eru fórnir sem fylgja atvinnumennsk- unni. Þannig á Margrét kærasta heima á Íslandi. Hann er sjúkraþjálfari og heitir Einar Örn Guð- mundsson. Þau Margrét Lára hafa verið í fjarbúð í fjögur ár. „Auðvitað er þetta erfitt á köflum en mig langar til að lifa drauma mína meðan ég hef enn getu til. Kannski mikil fórn en reynslan er ómetanleg og ég sé ekki eftir einni sekúndu,“ útskýrir Margrét Lára sem telur sig heppna að geta skipulagt sig þannig að hún geti menntað sig meðfram atvinnu- mennskunni. Samheldin fjölskylda Margrét Lára ólst upp í Vestmannaeyjum og öll fjölskyldan er mikið fótboltafólk. Þannig spiluðu báðir bræður hennar með ÍBV og systir hennar er fyrirliði ÍBV (hún Elísa er líka að banka kröft- uglega upp á hjá landsliðinu). Foreldrar Mar- grétar heita Viðar Elíasson og Guðmunda Áslaug Bjarnadóttir. Hún er lærður leikskólakennari en hann trésmiður. Saman reka þau útgerð og fisk- vinnslu í Vestmannaeyjum. Margrét Lára segist þakklát fyrir frábæra foreldra og viðurkennir að mikið líf hafi verið á heimilinu þegar hún var að alast upp. „Í dag erum við rosalega samheldin fjölskylda en það voru oft átök á milli okkar systkina þegar við vorum krakkar. Ég og eldri bróðir minn slógumst oft og létum öllum illum látum,“ segir Margrét Lára sem á fá svör þegar hún er spurð af hverju þær stelpurnar í íslenska landsliðinu séu svona góðar. „Við erum búnar að spila saman lengi, margar okkar síðan við vorum 16 og 17 ára og höfum alltaf haft mikinn metnað,“ segir hún en stór hluti liðsins er atvinnukonur í fótbolta. Drekkur hvorki né reykir „Allir góðir hlutir taka einhvern tíma enda,“ svarar Margrét Lára aðspurð um hvað hún ætli að gera þegar atvinnumennskunni lýkur, hvort hún stefni hugsanlega að því að þjálfa: „Ég hef ekki gert það upp við mig hvort ég vilji þjálfa í framtíðinni. Fyrir nokkrum árum var ég ákveðin í að fótbolti yrði mitt ævistarf og ég hef mjög mikinn áhuga á þjálfun og held alltaf námskeið fyrir krakka þegar ég er heima á Íslandi,“ segir Margrét Lára en hún hefur líka farið um allt landið með fyr- irlestra fyrir ungar knattspyrnukonur. Nafn: Hólmfríður Magnúsdóttir. Staða á vellinum: Miðjumaður Aldur: 28 ára. Hjúskaparstaða: Einhleyp. Hvaðan ertu? Frá Uxahrygg 1, Rangárvalla- sýslu. Starf: Atvinnumaður með Avaldsnes í Noregi. Helsta fyrirmynd: Olga Færseth og Guð- björg Gunnars. Skemmtilegasta landsliðskonan? Allt landsliðið eins og það leggur sig! Draumaleikurinn? Draumaleikur væri að spila úrslitaleikinn á EM næsta sumar. Fyrsta liðið sem þú spilaðir með? KFR. Besti leikmaður allra tíma? Olga Færseth og Eiður Smári. Markmið? Að láta draumaleikinn rætast. Hólmfríður Magnúsdóttir Nafn: Hallbera Guðný Gísladóttir Staða á vellinum: Vinstri bakvörður/kantur. Aldur: 26 ára. Hjúskaparstaða: Einhleyp. Hvaðan ertu? Akranesi. Starf: Spila fótbolta fyrir Piteå IF í Svíþjóð. Helsta fyrirmynd: Leó Jóhannesson, frændi minn. Finnur ekki betri manneskju en hann. Skemmtilegasta landsliðskonan? Allar frekar skemmtilegar en nokkrar sem eru fyndnari en aðrar, ég hef til dæmis mjög gaman af ruglinu sem kemur út úr Fanndísi stundum. Besta landsliðskonan? Katrín Jónsdóttir hlýtur að fá þennan titil enda búin að spila hátt í 1.000 leiki. Draumaleikurinn? Úrslitaleikur EM til dæmis. Fyrsta liðið sem þú spilaðir með? ÍA. Besti leikmaður allra tíma? Pass. Markmið? Að komast upp úr riðlinum til að byrja með. Hallbera Guðný Gísladóttir Nafn: Harpa Þorsteinsdóttir Staða á vellinum: Framherji. Aldur: 26 ára. Hjúskaparstaða: Í sambúð með Jóhannesi Karli ásamt dóttur hans Ágústu og svo eigum við strák sem heitir Steinar Karl. Hvaðan ertu? Ég er úr Garðabæ. Starf: Ég vinn á leikskólanum Aðalþingi. Skemmtilegasta landsliðskonan? Mér finnst yngri landsliðskonurnar mjög skemmtilegar þegar þær eru að tapa á móti þeim eldri! Besta landsliðskonan? Það er ekki fræðilegur möguleiki að gera upp á milli þessara snill- inga. Draumaleikurinn? Úrslitaleikur á EM! Fyrsta liðið sem þú spilaðir með? Þróttur Reykjavík en Stjarnan í meistaraflokki. Besti leikmaður allra tíma? Messi Markmið? Markmiðið mitt núna er að eiga mitt allra besta tímabil árið 2013 og spila í lokakeppninni! Harpa Þorsteinsdóttir Nafn: Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir Staða á vellinum: Miðjumaður. Aldur: 24. Hjúskaparstaða: Einhleyp. Hvaðan ertu? Garðabænum. Starf: Vinn í Tómstundaheimilinu í Hofsstaða- skóla. Helsta fyrirmynd: Mamma og pabbi. Skemmtilegasta landsliðskonan? Allar ógeðs- lega skemmtilegar og fyndnar! Besta landsliðskonan? Get ekki gert upp á milli:) Draumaleikurinn? Stjarnan-Valur úrslit í bikar. Fyrsta liðið sem þú spilaðir með? Stjarnan. Besti leikmaður allra tíma? Zidane. Markmið? Að spila fótbolta eins lengi og ég get og reyna mitt besta til að verða betri leik- maður með árunum. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir Nafn: Fanndís Friðriksdóttir. Staða á vellinum: Hægri kantur. Aldur: 22 ára. Hjúskaparstaða: Einhleyp. Hvaðan ertu? Fædd á Akureyri en ólst upp í Vestmannaeyjum og bý nú í Hafnarfirði. Starf: Fótboltakona. Helsta fyrirmynd: Pabbi er flott fyrirmynd. Skemmtilegasta landsliðskonan? Katrín Ómars og Hallbera eru sprelligosar. Besta landsliðskonan? Ómögulegt að velja einhverja eina. Draumaleikurinn? Úrslitaleikur á HM. Fyrsta liðið sem þú spilaðir með? ÍBV Besti leikmaður allra tíma? Messi Markmið? Verða íslandsmeistari og einhvern tímann atvinnumaður í fótbolta. Fanndís Friðriksdóttir Nafn: Katrín Ómarsdóttir. Staða á vellinum: Einhversstaðar á miðjunni. Aldur: 25. Hjúskaparstaða: Einhleyp. Hvaðan ertu? Fæddist í Þýskalandi, ólst upp á Seltjarnarnesi. Starf: Atvinnukona í fótbolta og sköpuður. Helsta fyrirmynd: Fjölskylda, vinir, og liðs- félagar. Skemmtilegasta landsliðskonan? Þær eru allar góðar, nema Kata og Fanndís, þær eru of fróðar. Besta landsliðskonan? Það er svo misjafnt. Þóra hefur staðið sig vel í markinu lengi. Draumaleikurinn? Úrslitaleikur á EM á næsta ári. Fyrsta liðið sem þú spilaðir með? Grótta. Besti leikmaður allra tíma? Ég hefði viljað sjá Ásthildi Helga og Laufeyju Ólafs spila lengur. Markmið? Að ná árangri í því sem mér finnst gaman að gera. Katrín Ómarsdóttir Það er því afrek út af fyrir sig að við frá litla Ís- landi séum að standa okkur svona vel. ST ELP URNAR OKKAR Framhald á næstu opnu Margrét Lára í auglýsingu sem Saga film gerði á dög- unum til þess að hvetja ungar stúlkur til að elta drauminn og spila knattspyrnu. 34 viðtal Helgin 2.-4. nóvember 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.