Fréttatíminn - 02.11.2012, Blaðsíða 18
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Mikael Torfason
mikaeltorfason@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is .
Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.
T Torfskáli, Þorláksbúð, sem reistur hefur verið við hlið Skálholtskirkju er skipulags-slys. Torfhúsið er staðarlýti sem verður að fjarlægja. Húsafriðunarnefnd hefur stutt það gildum rökum að færa beri torfhúsið
sem raskar samspili tveggja af vönduðustu
byggingum 20. aldar sem hafa mikið gildi í
íslenskri byggingarlistasögu. Annars vegar
er það Skálholtskirkja sem Hörður Bjarna-
son, húsameistari ríkisins,
teiknaði árið 1956 og hins
vegar Skálholtsskóli, sem
Manfreð Vilhjálmsson og
Þorvaldur S. Þorvaldsson
teiknuðu árið 1970.
Fram kom í umsögn Húsa-
friðunarnefndar fyrir ári
þegar reynt var að friða Skál-
holtsskóla, Skálholtskirkju og
nánasta umhverfi, svo koma
mætti í veg fyrir skipulags-
slysið, að Hörður hefði í
útfærslu sinni á kirkjunni haft hliðsjón af
Brynjólfskirkju sem stóð frá 1650 til 1807,
krosslöguð með þverskipi og hliðarskipum.
„Skálholtskirkja er,“ sagði þar, „einstaklega
glæsileg í sínum einfaldleika og látleysi. Við
hönnun Skálholtsskóla höfðu arkitektarnir
fyrri tíða þorpsmynd í Skálholti í huga.
Byggingunni er skipt upp í minni hús með
tengigangi og til að árétta mikilvægi sam-
ræmis í byggingum í Skálholti var skólinn
hafður í sömu litum og kirkjan. Vegna þessa
hárfína jafnvægis sem skapað hefur verið
í Skálholti og myndar eitt fegursta mann-
gerða umhverfi nútíma byggingarlistar
á landinu, ber að fara mjög varlega í allar
breytingar og íhuga gaumgæfilega hvaða
áhrif þær hafa á grenndina.“
Menntamálaráðherra taldi lagaskilyrði
bresta svo mæla mætti fyrir friðun mann-
virkjanna. Því var haldið áfram með bygg-
ingu torfhússins sem raskar hinu fína sam-
spili skóla og kirkju.
Nikulás Úlfar Másson, forstöðumaður
Húsafriðunarnefndar, víkur að því, í nýút-
kominni ársskýrslu nefndarinnar, að öllum
undirbúningi áður en til byggingar torf-
hússins kom hafi verið áfátt. Hvorki hafi
verið fengið leyfi sveitarstjórnar né stjórnar
Skálholtskirkjugarðs fyrir framkvæmd-
unum auk þess sem „álitamál var um það
hvort í gildi væri deiliskipulag og hvort sam-
þykki þyrfti frá erfingjum höfunda Skál-
holtsskirkju.“
„Mikil ástæða er,“ segir Nikulás, „til að
furða sig á allri þessari atburðarás. Hvað
gengur mönnum til þegar vaðið er áfram
með svo viðkvæmt mál á stað sem er tví-
mælalaust meðal merkustu staða á Íslandi
með hliðsjón af menningarsögu þjóðarinnar
og hunsa allar viðvaranir og umsagnir fag-
aðila, s.s. Húsafriðunarnefndar, Arkitekta-
félags Íslands, Skipulagsstofnunar, höfunda
deiliskipulags Skálholtsstaðar og Kirkju-
ráðs, sbr. bókun á fundi þess 21. september
2011? Hver er tilgangurinn með því að taka
áhættuna á því að skaða umhverfið í Skál-
holti með byggingu húss sem alls ekki telst
vera tilgátuhús þar sem ekki hefur verið
sýnt fram á með óyggjandi hætti að hús
af þessari stærð og gerð hafi áður staðið
á þessum stað og má því halda fram að sé
sögufölsun?“
Þjóðkirkjan verður að höggva á þann
hnút sem hnýttur var í bráðræði í aðdrag-
anda byggingar torfhússins á hinu merka
biskupssetri. Þar er litið til leiðtoga hennar,
Agnesar M. Sigurðardóttur biskups og
Kristjáns Vals Ingólfssonar, vígslubiskups
í Skálholti. Þau koma bæði ný að málinu,
tóku við embættum sínum í ár og í fyrra.
Færið gefst á kirkjuþingi í þessum mánuði.
Þar leggur Baldur Kristjánsson, sóknar-
prestur í Þorlákshöfn, fram tillögu um að
Þorláksbúð verði færð. Fram kom í viðtali
við Baldur í Morgunblaðinu í liðinni viku að
Þorláksbúð hafi verið reist á röngum stað.
„Ég legg þetta fram því mér finnst að æðsta
stofnun kirkjunnar, kirkjuþing, geti ekki
látið hjá líða að taka þetta mál til umræðu
og skoðunar. Mér finnst umgjörð þessa
máls alla tíð hafa verið furðuleg þó ekki sé
meira sagt.“ Baldur leggur til að Þorláksbúð
verði færð vestur og niður fyrir Skálholts-
dómkirkju, þar sem hún skyggir ekki á neitt
en er samt nálægt kirkjunni: „Jafnmikið lýti
og hún er á ásýnd Skálholtsstaðar nú yrði
hún staðarprýði vestan við og neðan við
kirkjuna.“
Presturinn segir, réttilega, að aldrei verði
friður um Þorláksbúð eins og hún er núna.
Færa verður Þorláksbúð
Kirkjuþing og biskupar höggvi á hnútinn
Jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is
TIL LEIGU
1500 FERMETRA STÓRGLÆSILEGT
VERSLUNARHÚSNÆÐI Á DALVEGI 10-14
Uppl. Pétur 660-1771 eða petur@klettas.is
18 viðhorf Helgin 2.-4. nóvember 2012