Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.11.2012, Blaðsíða 55

Fréttatíminn - 02.11.2012, Blaðsíða 55
www.ms.is Sumir líta á Hrísmjólkina sem sparimorgunmat, aðrir sem gómsætt millimál. En það er vel þekkt leyndarmál að Hrísmjólkin er líka glæsilegur eftirréttur í skál sem þú getur reitt fram hraðar en gestirnir ná að segja: „Takk fyrir mig.“ ...hvert er þitt eftirlæti? ...endilega fáið ykkur 11 -0 56 8 H V ÍT A H Ú SI Ð /S ÍA bjór 51Helgin 2.-4. nóvember 2012 Icelandic Doppelbock Frábær jólabjór með flottu maltbragði. Icelandic Toasted Porter Bragðmikill bjór. Karamella og dökkt súkkulaði gefa ríka og mjúka fyllingu. Icelandic White Ale Íslenska útgáfan af hveitibjór. Þurr með humli, kryddi og sítrus bragði. Icelandic Pale Ale Íslenska útgáfan af India Pale Ale. Ferskur, humlaður og með þægilegri beiskju. Bjór- arnir frá Ein- stök Í slenska vatnið er í aðal-hlutverki en bjórinn er líka innblásinn af Íslandi og ís-lenskri menningu,“ segja þeir Jack Sichterman og Bernard C. La Borie, stofnendur ölgerðar- innar Einstök. Ár er nú liðið frá því að fram- leiðsla hófst á Einstök bjór hjá Vífilfelli á Akureyri og óhætt er að segja að viðtökurnar hafi verið góðar. Þrjár tegundir eru í boði allan ársins hring; Icelandic Pale Ale, Icelandic White Ale og Toas- ted Porter. Sá fjórði, Doppelbock, er svo seldur fyrir jólin. Vandað til verka Upphaf Einstakrar-ævintýrisins má rekja rúmlega fimm ár aftur í tímann. Þá var Bernard á ferðalagi í leit að heimsins besta vatni með það að augnamiði að búa til nýtt vörumerki í drykkjarvatni. Þegar hann kom til Íslands var leitinni lokið. Bernard lagði hins vegar vatnsáformin á hilluna þegar fór að kreppa að í efnahag heimsins. „Fjárfesting í vatni hefði verið upp á milljónir dollara, það hefði til dæmis þurft að hanna flöskuna frá grunni og framleiða og svo að fara að kynna hana fyrir heim- inum. Bjórflaskan var hins vegar til staðar og það þekkja hana allir. Það kviknaði á ljósaperu hjá mér,“ segir Bernard. Síðla árs 2009 var hugmyndin um að framleiða bjór á Íslandi til útflutnings farin að gerjast hjá Bernard og félögum. Forsvars- menn Vífilfells tóku vel í að fram- leiða bjórinn í verksmiðju fyrir- tækisins á Akureyri. „Við lögðum línurnar en höfum leyft Baldri Kárasyni bruggmeistara að vera kreatívur.“ Einstök flokkast sem „craft beer“ sem hefur stundum verið þýtt sem handverksbjór á íslensku. Slíkur bjór er framleiddur í mun minna magni en bjórrisar gera en í staðinn er mikið lagt í framleiðsl- una. Þeir Bernard og Jack segja að íslenska vatnið sé lykilatriði til að skapa Einstök sérstöðu á „craft-beer“-markaðinum erlendis. „Þetta snýst algjörlega um vatnið. Hér fáum við séreinkenni sem aðr- ir framleiðendur þurfa að falsa.“ Vel tekið í Bretlandi og Banda- ríkjunum Einstök-bjórarnir fást í Vínbúð- unum og á fjölda vínveitingastaða. Bernard og Jack leggja mikla áherslu á að Íslendingar fái að njóta framleiðslunnar, enda þótt Einstök sé framleiddur til útflutn- ings. „Þetta byrjar allt hér Íslandi og Ísland er mikilvægasta mark- aðssvæðið, þó það sé ekki stærsta markaðssvæðið.“ Þeir segjast einmitt leggja áherslu á að Íslandi eigi meira í Einstök en bara vatnið. „Fólk er sífellt að uppgötva betur hversu ótrúlegt land Ísland er, hversu ótrúleg menning landsins er. Fjölgun ferðamanna á Íslandi sýnir vel auknar vinsældir lands- ins. Við erum stoltir af því að vera sendiherrar landsins.“ Hvernig hafa viðtökurnar verið erlendis? „Mjög vel. Við höfum verið á markaði í Kaliforníu síðan í febrúar og erum mjög ánægðir með viðtökurnar. Næst á dagskrá er að fara inn á markaðinn í Flór- ída,“ segir Jack. „Okkur gengur líka vel í Bretlandi núna. Einstök fæst í Harvey Nichols og fleiri slíkum verslunum. Við erum líka komin inn á ECC – Experimen- tal Coctail Club í London. Þar er bara seldur einn bjór – Icelandic Pale Ale. Bandaríkin og Bretland eru stærstu útflutningsmarkaðir okkar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.