Fréttatíminn - 02.11.2012, Blaðsíða 48
44 heilsa Helgin 2.-4. nóvember 2012
Matreiðslubók anna rósa grasalæknir og ástríðukokkurinn albert
GMP VOTTAÐ
www.nowfoods.is
HÁMARKS UPPTAKA
VÍTA ÍND
G æ ð i • H r e i n l e i k i • V i r k n i
www.birkiaska.is
Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði
vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar
starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar
efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum,
dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox).
Birkilaufstöflur
www.birkiaska.is
Bodyflex Strong vinnur gegn stirðleika
og verkjum í liðamótum og styrkir
heilbrigði burðarvefja líkamans.
2 hylki tvisvar á dag í tíu daga. Síðan er hægt
að minnka skammt í 2 hylki á dag. Inniheldur
hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni.
Bodyflex
Strong
www.birkiaska.is
Minnistöflur
Bætir skammtímaminnið. Nýtist
fólki sem er undir álagi og fæst
við flókin verkefni. Hentar vel
fyrir eldri borgara, lesblinda og
nemendur í prófum. Dregur úr
streitu, eykur ró og bætir skap.
Fæst í apótekum, heilsubúðum
og stórmörkuðum
www.gengurvel.is
BELLAVISTA náttúrulegt
efni fyrir augun, ríkt af
lúteini og bláberjum
ÞREYTT AUGU
É g heyrði af gömlum hjónum sem elduðu súpukjötsréttinn úr bók-inni. Konan sagði mér að hún
hefði brugðið á það ráð að fela afgang-
ana, þar sem maðurinn hefði ekki getað
hætt. Hana hafi langað svo að eiga eitt-
hvað eftir til næsta dags. Mér fannst
þetta svo sætt og góð meðmæli.“ Þetta
segir Anna Rósa Róbertsdóttir sem hef-
ur ásamt Alberti Eiríkssyni sett sam-
an matreiðslubók. Hún segir einfald-
leikann hafa verið í fyrirrúmi við gerð
bókarinnar. Fréttatíminn fékk Önnu
Rósu til þess að gefa okkur nokkrar
kraftmiklar uppskriftir til þess að taka
með okkur inn í veturinn, en hún segir
að krydd og lækningajurtir geta virkað
vel sem forvörn fyrir kvefi og öðrum
krankleikum.
„Mér finnst fátt betra í skamm-
deginu en að fá mér kryddte ættað
frá Indlandi. Það er kallað „Chai te“
á Vesturlöndum og fæst í ótal-
mörgum útgáfum. Þetta te er
alveg sérdeilis kröftugt og
manni hlýnar niður í tær
við að drekka það. Yfir
vetrartímann drekk ég
teið nánast á hverjum
degi, enda gefur það
mér orku og kraft. Yfir-
leitt fæ ég mér það eftir
kvöldmat. Hun-
angið í því full-
nægir sætu-
þörfinni og
nasl seinna
um kvöldið
verður al-
ger óþarfi.
Stundum á ég það til að gera teið tölu-
vert sterkara en í neðangreindri upp-
skrift og þá verð ég tvöfalt orkumeiri.
Þótt ég drekki það á kvöldin heldur
það ekki vöku fyrir mér, en einnig er
tilvalið að fá sér það á morgnana.“
María Lilja Þrastardóttir
marialilja@frettatiminn.is
Krydd og lækningajurtir for-
vörn gegn kvefi og krankleika
Anna Rósa grasalæknir og ástríðukokkurinn Albert hafa brennandi áhuga á eldamennsku og lækn-
ingajurtum. Þau hafa tekið höndum saman og útkoman er fjöldi girnilegra og gómsætra rétta þar sem
krydd- og lækningajurtir eru í hávegum hafðar. Meðal efnisins í bókinni má meðal annars finna nær-
ingarríkan morgunmat, kjöt-, fisk- og grænmetisrétti og súpur að ógleymdum drykkjum, brauði og eftir-
réttum. Í bókinni er einnig að finna fræðandi upplýsingar um lækningamátt jurtanna og stungið er upp á
öðru hráefni þegar ekki fást ferskar lækningajurtir á veturna.
Kraftmikið kryddte
grasalæknisins
5–6 negulnaglar
6–8 heilar kardimommur
½–1 kanilstöng
4–6 svört piparkorn
4–6 sneiðar af ferskri
engiferrót
hnífsoddur af rifinni múskat-
hnetu
1 bolli vatn
1–2 tsk. svart te í lausu, t.d.
Earl Grey
1 bolli hrísmjólk
1–2 tsk. hunang
Myljið kardimommur í
mortéli og setjið í pott ásamt
öðru kryddi og vatni. Látið
sjóða undir loki í ½–1 mínútu.
Bætið svörtu tei út í og látið
sjóða stutta stund í viðbót.
Bætið síðan hrísmjólk út í
og látið suðuna koma upp.
Síið, hellið í könnu og bætið
hunangi út í. Einnig má nota
fjallagrös í staðinn fyrir svart
te, en þá eru fjallagrösin
sett út í með kryddinu strax
í upphafi.
„Fjallagrös eru einstaklega
hollur matur og því full
ástæða til að hafa þau sem
oftast á boðstólum. Hefð-
bundið er að sjóða þau í
mjólk með sykri, en hér er
brugðið út af venjunni með
því að krydda þau og nota
hrísmjólk í stað kúamjólkur.
Mér hafa alltaf þótt
fjallagrös góð á bragðið, en
ég verð að viðurkenna að
mér finnst þau ennþá betri
krydduð með kanil og pipar.“
Fjallagrasamjólk
grasalæknisins
Fyrir 1–2
Handfylli af fjallagrösum
2 bollar hrísmjólk
½ tsk. kanill
½ tsk. svartur pipar
1 tsk. hunang
Setjið fjallagrös, hrísmjólk
og krydd í pott og sjóðið við
vægan hita í 4–5 mínútur.
Bætið hunangi saman við
síðast og hrærið í.
Forvörn gegn háls-
bólgu og kvefi.
2 msk vallhumall
2 msk blóðberg eða garða-
blóðberg (timjan)
1 msk hvannarfræ
5-6 sneiðar af ferskri
engiferrót
Jurtirnar eru settar í 750 ml
hitabrúsa og sjóðandi vatni
hellt yfir. Síið jurtirnar frá
þegar hellt er í bolla en setjið
þær svo aftur í hitabrúsann
og látið liggja allan daginn.
Drekkið einn hitabrúsa á dag.
Anna Rósa
og Albert
Höfðu
einfald-
leikann í
fyrirrúmi í
nýrri bók.
Kardimommur (Elettaria
cardamomum)
Kardimommur þykja mjög góðar við
ógleði, magaverk, uppþembu, vindgangi,
niðurgangi og krömpum. Þær draga
úr slímmyndun og gagnast vel gegn
astma og öðrum lungnasjúkdómum
ásamt því að styrkja þvagfærakerfið.
Kardimommur eru líka gjarnan tuggnar
gegn andremmu og þær þykja draga úr
hvítlaukslykt. Löng hefð er fyrir því að
nota kardimommur til að örva hugann
og draga úr þreytu og þunglyndi sam-
fara langvarandi veikindum, auk þess
sem þær eiga að örva kynhvötina. Í
mörgum löndum er algengt að blanda
kardimommum saman við te eða kaffi til
að draga úr örvandi áhrifum þeirra.
Svartur pipar (Piper nigrum)
Löng hefð er fyrir því að nota pipar til lækninga en
algengast er að nota svartan pipar. Græn, hvít og
svört piparkorn eru allt sami piparinn en aðferðir
við vinnsluna eru ólíkar. Græn piparkorn eru tínd
óþroskuð og síðan súrsuð, svört piparkorn tínd
óþroskuð og þá þurrkuð, en hvít piparkorn eru
tínd þroskuð og látin liggja í vatni í 8 daga áður
en þau eru þurrkuð. Pipar örvar allt blóðflæði
og hefur einnig bakteríudrepandi áhrif. Hann
þykir góður við uppþembu, magaverk, vindgangi,
hægðatregðu og lystarleysi. Eins er vel þekkt að
pipar getur ýtt undir áhrif annarra lækningajurta
og kemískra lyfja. Rannsóknir á svörtum pipar
hafa leitt í ljós hamlandi áhrif á vöxt krabbameins-
frumna og jákvæð áhrif á liðagigt, minnisleysi og
háan blóðþrýsting. Ilmkjarnaolía unnin úr svörtum
pipar er notuð útvortis við liðverkjum og tannverk.